Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið "heljarskinn"?

Guðrún Kvaran

Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:
En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir að einn tíma er Hjör konungur skyldi sækja konungastefnu var drottning hans ólétt og varð hún léttari meðan konungur var úr landi og fæddi hún tvo sveina. Þeir voru báðir ákaflega miklir vöxtum og báðir furðulega ljótir ásýndum. En þó réð því stærstu um ófríðleik þeirra á að sjá að engi þóttist hafa séð dökkra skinn en á þessum sveinum var.

Orðið heljarskinn er sett saman af hel ‘ríki dauðra’ eða Hel ‘gyðja dauðraríkisins’ og skinn og vísar til hins dökka húðarlitar en allt var myrkt í hel. En orðið er einnig talið merkja ‘heljarmenni’, það er maður mikill að vöxtum og burði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Sturlunga saga. I:1. Svart á hvítu, Reykjavík 1988.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.3.2009

Spyrjandi

Páll R. Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið "heljarskinn"?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2009. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=51650.

Guðrún Kvaran. (2009, 25. mars). Hvað merkir orðið "heljarskinn"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51650

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið "heljarskinn"?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2009. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51650>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið "heljarskinn"?
Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:

En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir að einn tíma er Hjör konungur skyldi sækja konungastefnu var drottning hans ólétt og varð hún léttari meðan konungur var úr landi og fæddi hún tvo sveina. Þeir voru báðir ákaflega miklir vöxtum og báðir furðulega ljótir ásýndum. En þó réð því stærstu um ófríðleik þeirra á að sjá að engi þóttist hafa séð dökkra skinn en á þessum sveinum var.

Orðið heljarskinn er sett saman af hel ‘ríki dauðra’ eða Hel ‘gyðja dauðraríkisins’ og skinn og vísar til hins dökka húðarlitar en allt var myrkt í hel. En orðið er einnig talið merkja ‘heljarmenni’, það er maður mikill að vöxtum og burði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Sturlunga saga. I:1. Svart á hvítu, Reykjavík 1988.

Mynd:...