Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?

JGÞ

Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldökkir og hvítir menn. Dökki húðliturinn er talinn verja líkamann gegn útfjólubláum geislum sólar. Þeldökkir sem búa á sólríkum stöðum eru með meira af litarefninu melanín í húðinni, en það gleypir útfjólubláa geisla sólarljóssins og verndar því gegn sólbruna.



Sólarljós getur leitt til myndunar D-vítamíns ef það nær djúpt inn í húðina. D-vítamínið hjálpar til við upptöku kalks í þörmunum. Ljós húð gæti þannig verið hagkvæm á norðurslóðum þar sem ekki er mikil sól en ef til vill skortur á D-vítamíni.

Ein útskýring á því af hverju mennirnir eru ekki allir eins á litinn er þess vegna sú að þeir búa á ólíkum breiddargráðum.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um húðlit, til dæmis:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2008

Spyrjandi

Sóley Hvítfeld Garðarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48407.

JGÞ. (2008, 27. ágúst). Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48407

JGÞ. „Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?
Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldökkir og hvítir menn. Dökki húðliturinn er talinn verja líkamann gegn útfjólubláum geislum sólar. Þeldökkir sem búa á sólríkum stöðum eru með meira af litarefninu melanín í húðinni, en það gleypir útfjólubláa geisla sólarljóssins og verndar því gegn sólbruna.



Sólarljós getur leitt til myndunar D-vítamíns ef það nær djúpt inn í húðina. D-vítamínið hjálpar til við upptöku kalks í þörmunum. Ljós húð gæti þannig verið hagkvæm á norðurslóðum þar sem ekki er mikil sól en ef til vill skortur á D-vítamíni.

Ein útskýring á því af hverju mennirnir eru ekki allir eins á litinn er þess vegna sú að þeir búa á ólíkum breiddargráðum.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um húðlit, til dæmis:

Mynd: ...