Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?

Sigurður Steinþórsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna?

Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, og með innlyksum annarra steinda. Algengustu afbrigðin eru rauð-, gul- og móleit en sjaldnar græn. Litbrigðin eru hins vegar sennilega nær óendanlega mörg, stundum í sama steininum.



Grænt og rautt afbrigði af jaspis. Eins og sjá má getur einn og sami steinninn haft mörg litbrigði.

Jaspis er ógagnsær, jafnvel á skelþunnum brúnum. Hann myndast einkum við lághita-ummyndun þar sem hann fellur út úr kísilmettuðu grunnvatni. Hér á landi finnst hann einkum sem holu- og sprungufylling í tertíeru bergi, og samkvæmt Íslensku steinabókinni eftir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson er þekktur fundarstaður í Hestfjalli í Borgarfirði.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

3.8.2005

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2005, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5172.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 3. ágúst). Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5172

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2005. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna?

Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, og með innlyksum annarra steinda. Algengustu afbrigðin eru rauð-, gul- og móleit en sjaldnar græn. Litbrigðin eru hins vegar sennilega nær óendanlega mörg, stundum í sama steininum.



Grænt og rautt afbrigði af jaspis. Eins og sjá má getur einn og sami steinninn haft mörg litbrigði.

Jaspis er ógagnsær, jafnvel á skelþunnum brúnum. Hann myndast einkum við lághita-ummyndun þar sem hann fellur út úr kísilmettuðu grunnvatni. Hér á landi finnst hann einkum sem holu- og sprungufylling í tertíeru bergi, og samkvæmt Íslensku steinabókinni eftir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson er þekktur fundarstaður í Hestfjalli í Borgarfirði.

Myndir: ...