Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Jón Már Halldórsson

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun.

Hér á landi eru fjallagrös algeng í fjalllendi og heiðum um nær allt land, auk þess sem hægt er að finna þau á sumum stöðum á láglendi. Þau vaxa einnig víðar á norðlægum slóðum svo sem á Grænlandi, víða í Skandinavíu og í fjalllendi á Bretlandseyjum, til dæmis í norðurhluta Skotlands og á fáeinum stöðum í Wales.


Fjallagrös.

Íslendingar hafa nýtt fjallagrös allt frá upphafi byggðar. Fjallagrös hafa verið notuð sem lyf, meðal annars við kvillum í öndunar- og meltingarvegi, enda hafa þau græðandi áhrif á slímhúð. Svokölluð brjóstsaft, sem var sterkt fjallagrasaseyði blandað með kandíssykri, var fáanleg í þorpum snemma á síðustu öld. Saftin var notuð líkt og hóstasaft nú á dögum, við kvillum eins og kvefi, hæsi eða þyngslum fyrir brjósti. Ennfremur hafa fjallagrös verið notuð til matar í aldir.

Íslendingar notuðu fjallagrös mikið á öldum áður til að drýgja kornmeti í brauð og grauta, enda var korn oft af skornum skammti fyrr á öldum. Fjallagrasate var mikið drukkið áður fyrr og sjálfsagt enn, því margir tína fjallagrös sér til yndis og ánægju.

Að lokum fylgja með uppskriftir af hollum og góðum fjallagrasadrykkjum:

Fjallagrasate:

2 tsk fjallagrös

2-3 dl vatn

Hunang, sítróna

Hellið sjóðandi vatni yfir grösin, látið standa undir loki í 10 mínútur. Bragðbætið með hunangi eða sítrónu.

Fjallagrasamjólk:

50 g fjallagrös

½ lítri vatn

1 lítri mjólk

½ -1 tsk salt

2-6 msk hrásykur eða hunang

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Hallgerður Gísladóttir. Gömul læknisráð: Á næstu grösum.Læknablaðið. 4. tbl. 2000.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.4.2009

Spyrjandi

Vera Rún Viggósdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2009, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51751.

Jón Már Halldórsson. (2009, 2. apríl). Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51751

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2009. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51751>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun.

Hér á landi eru fjallagrös algeng í fjalllendi og heiðum um nær allt land, auk þess sem hægt er að finna þau á sumum stöðum á láglendi. Þau vaxa einnig víðar á norðlægum slóðum svo sem á Grænlandi, víða í Skandinavíu og í fjalllendi á Bretlandseyjum, til dæmis í norðurhluta Skotlands og á fáeinum stöðum í Wales.


Fjallagrös.

Íslendingar hafa nýtt fjallagrös allt frá upphafi byggðar. Fjallagrös hafa verið notuð sem lyf, meðal annars við kvillum í öndunar- og meltingarvegi, enda hafa þau græðandi áhrif á slímhúð. Svokölluð brjóstsaft, sem var sterkt fjallagrasaseyði blandað með kandíssykri, var fáanleg í þorpum snemma á síðustu öld. Saftin var notuð líkt og hóstasaft nú á dögum, við kvillum eins og kvefi, hæsi eða þyngslum fyrir brjósti. Ennfremur hafa fjallagrös verið notuð til matar í aldir.

Íslendingar notuðu fjallagrös mikið á öldum áður til að drýgja kornmeti í brauð og grauta, enda var korn oft af skornum skammti fyrr á öldum. Fjallagrasate var mikið drukkið áður fyrr og sjálfsagt enn, því margir tína fjallagrös sér til yndis og ánægju.

Að lokum fylgja með uppskriftir af hollum og góðum fjallagrasadrykkjum:

Fjallagrasate:

2 tsk fjallagrös

2-3 dl vatn

Hunang, sítróna

Hellið sjóðandi vatni yfir grösin, látið standa undir loki í 10 mínútur. Bragðbætið með hunangi eða sítrónu.

Fjallagrasamjólk:

50 g fjallagrös

½ lítri vatn

1 lítri mjólk

½ -1 tsk salt

2-6 msk hrásykur eða hunang

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Hallgerður Gísladóttir. Gömul læknisráð: Á næstu grösum.Læknablaðið. 4. tbl. 2000.

Mynd: