Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað er tilvistarstefna?

Valur Brynjar Antonsson

Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''.

Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimstyrjöldinni síðari og hafði víðtæk áhrif á menningu og hugvísindi. Til þeirrar stefnu hafa verið taldir hugsuðir eins ólíkir og Dostojevskíj, Kierkegaard, Nietzsche, Heidegger, Jaspers, Camus, Sartre, Simone de Beauvoir og Beckett. Þó voru þrír þeir fyrsttöldu 19. aldar menn, og Heidegger skrifaði sín frægustu verk á milli stríða.

Fleira skilur þessa hugsuði að en sameinar þá. Hins vegar má í grófum dráttum sjá nokkur sameiginleg einkenni. Allir lögðu þeir áherslu á sjálfræði mannsins þótt sumir þeirra, eins og Nietzsche, drægju í efa möguleikann á skynsamlegu sjálfræði. Hvert mannsbarn gerir sér grein fyrir þessu frelsi sínu og upplifir við það angist og tilvistarkreppu. Hin traustu bönd við Guð og náttúru eru rofin og maðurinn þarf sjálfur að skapa sér sín eigin gildi til leiðsagnar athafna sinna. Hvar getur maðurinn þá fengið leiðsögn um hvað sé rétt og rangt? Frelsið er því í raun fjötrandi samkvæmt þessum hugsuðum þótt þeir séu ekki alls sáttir um hvernig skuli best fara með það og á náðir hvers skuli leita.

Jean-Paul Sartre (1905-1980) var bæði sjálfskipaður existensíalisti og sá hugsuður sem gerði stefnuna heimsfræga. Svar Sartre var að það væri fólki í sjálfsvald sett hvert það leitaði. Að velja ekki taldi Sartre einnig vera val en að það væru óheilindi sem hneppti fólk í þrældóm. Þannig notar Sartre orðið óheilindi bæði í sinni hversdagslegu mynd og í dýpri verufræðilegri mynd. Óheilindi felast í að horfast ekki í augu við að maðurinn er öðruvísi en einber hlutur og er dæmdur til frelsis.

Hugmyndir existensíalista höfðu gífurleg áhrif á bókmenntir og listir þar sem menn rannsökuðu hvernig líf sögupersónanna var þrungið angist og kreppu andspænis valkostum sínum. Eitt frægasta leikrit sögunnar, Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, fjallar einmitt um tilgang og tilgangsleysi mannsins í ljósi frelsis hans.

Áhrif tilvistarstefnu fóru dvínandi upp úr 1960 og sú útgáfa hennar sem Sartre setti fram á í dag nánast hvergi upp á pallborðið. Það skýrist meðal annars af því að Sartre missti fylgismenn á flestum sviðum mannvísinda. Sartre hafnaði undirvitund Freuds og lenti upp á kant við sálgreiningu í sálfræði. Þótt síðari tíma sálfræðingar, eins og atferlissinnar, hafi flestir gert slíkt hið sama töldu þeir sig heldur ekkert gagn hafa af greiningu Sartres á mannlegri tilvist. Heimspekingar voru sömuleiðis æ meir farnir að fást við rökfræði og eðli tungumálsins og fannst Sartre alltof flæktur í þversagnir sem leysa mætti með rökgreiningu. Þó svo Sartre hafi verið marxisti þá höfnuðu einnig pólitískir hugsuðir skrifum hans. Þeir töldu hugmyndir hans um frelsi einfeldningslegar og ekki taka nægilegt tillit til efnahagslegra og sögulegra þátta.

Sartre átti hins vegar eftir að mæta mesta mótlætinu í heimalandi sínu, Frakklandi. Svokölluð formgerðarstefna, eða strúktúralismi, var að ryðja sér rúms og hugsuðir sem aðhylltust hana, eins og Foucault og Derrida, áttu eftir að gnæfa yfir allri bókmennta- og menningarumræðu bæði þar í landi og annars staðar í heiminum. Þeir sýndu skrifum Sartre vægast sagt hvorki samúð né áhuga.

Hver áhrif tilvistarstefnu munu verða á 21. öld er enn á huldu. Ýmislegt bendir samt til að endurnýjaður áhugi á sjálfsvitund mannsins muni leiða til aukins áhuga á tilvistarstefnu. Nú þegar er mikill áhugi á höfundum eins og Simone de Beauvoir, Heidegger, og Merleau-Ponty. Það er aldrei að vita nema frægðarsól Sartres muni aftur rísa og þá ekki síst vegna rithöfundarhæfileika hans og sálrænna lýsinga á hversdagslegum athöfnum manna.

Heimildir og myndir

 • Sartre, Jean-Paul, Being and Nothingness: A Phenomenological Essay on Ontology. New York: Washington Square Press, 1992.
 • Cohen-Solal, A., Sartre. Viborg: Bonniers, 1992. (Paris 1985).
 • Kaufmann, W., Existentialism: From Dostoevsky to Sartre. New York: Penguin, 1989.
 • Stanford Encyclopedia of Philosophy: Existentialism. Ágúst 2005.
 • Mynd af Ópinu er af Painstudy.ru.
 • Mynd af Sartre er af Sartre, Jean-Paul. Britannica Guide to the Nobel Prizes.

Höfundur

Útgáfudagur

5.8.2005

Spyrjandi

Bergþóra Ægisdóttir, f. 1987

Tilvísun

Valur Brynjar Antonsson. „Hvað er tilvistarstefna?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2005. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5179.

Valur Brynjar Antonsson. (2005, 5. ágúst). Hvað er tilvistarstefna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5179

Valur Brynjar Antonsson. „Hvað er tilvistarstefna?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2005. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5179>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tilvistarstefna?
Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''.

Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimstyrjöldinni síðari og hafði víðtæk áhrif á menningu og hugvísindi. Til þeirrar stefnu hafa verið taldir hugsuðir eins ólíkir og Dostojevskíj, Kierkegaard, Nietzsche, Heidegger, Jaspers, Camus, Sartre, Simone de Beauvoir og Beckett. Þó voru þrír þeir fyrsttöldu 19. aldar menn, og Heidegger skrifaði sín frægustu verk á milli stríða.

Fleira skilur þessa hugsuði að en sameinar þá. Hins vegar má í grófum dráttum sjá nokkur sameiginleg einkenni. Allir lögðu þeir áherslu á sjálfræði mannsins þótt sumir þeirra, eins og Nietzsche, drægju í efa möguleikann á skynsamlegu sjálfræði. Hvert mannsbarn gerir sér grein fyrir þessu frelsi sínu og upplifir við það angist og tilvistarkreppu. Hin traustu bönd við Guð og náttúru eru rofin og maðurinn þarf sjálfur að skapa sér sín eigin gildi til leiðsagnar athafna sinna. Hvar getur maðurinn þá fengið leiðsögn um hvað sé rétt og rangt? Frelsið er því í raun fjötrandi samkvæmt þessum hugsuðum þótt þeir séu ekki alls sáttir um hvernig skuli best fara með það og á náðir hvers skuli leita.

Jean-Paul Sartre (1905-1980) var bæði sjálfskipaður existensíalisti og sá hugsuður sem gerði stefnuna heimsfræga. Svar Sartre var að það væri fólki í sjálfsvald sett hvert það leitaði. Að velja ekki taldi Sartre einnig vera val en að það væru óheilindi sem hneppti fólk í þrældóm. Þannig notar Sartre orðið óheilindi bæði í sinni hversdagslegu mynd og í dýpri verufræðilegri mynd. Óheilindi felast í að horfast ekki í augu við að maðurinn er öðruvísi en einber hlutur og er dæmdur til frelsis.

Hugmyndir existensíalista höfðu gífurleg áhrif á bókmenntir og listir þar sem menn rannsökuðu hvernig líf sögupersónanna var þrungið angist og kreppu andspænis valkostum sínum. Eitt frægasta leikrit sögunnar, Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, fjallar einmitt um tilgang og tilgangsleysi mannsins í ljósi frelsis hans.

Áhrif tilvistarstefnu fóru dvínandi upp úr 1960 og sú útgáfa hennar sem Sartre setti fram á í dag nánast hvergi upp á pallborðið. Það skýrist meðal annars af því að Sartre missti fylgismenn á flestum sviðum mannvísinda. Sartre hafnaði undirvitund Freuds og lenti upp á kant við sálgreiningu í sálfræði. Þótt síðari tíma sálfræðingar, eins og atferlissinnar, hafi flestir gert slíkt hið sama töldu þeir sig heldur ekkert gagn hafa af greiningu Sartres á mannlegri tilvist. Heimspekingar voru sömuleiðis æ meir farnir að fást við rökfræði og eðli tungumálsins og fannst Sartre alltof flæktur í þversagnir sem leysa mætti með rökgreiningu. Þó svo Sartre hafi verið marxisti þá höfnuðu einnig pólitískir hugsuðir skrifum hans. Þeir töldu hugmyndir hans um frelsi einfeldningslegar og ekki taka nægilegt tillit til efnahagslegra og sögulegra þátta.

Sartre átti hins vegar eftir að mæta mesta mótlætinu í heimalandi sínu, Frakklandi. Svokölluð formgerðarstefna, eða strúktúralismi, var að ryðja sér rúms og hugsuðir sem aðhylltust hana, eins og Foucault og Derrida, áttu eftir að gnæfa yfir allri bókmennta- og menningarumræðu bæði þar í landi og annars staðar í heiminum. Þeir sýndu skrifum Sartre vægast sagt hvorki samúð né áhuga.

Hver áhrif tilvistarstefnu munu verða á 21. öld er enn á huldu. Ýmislegt bendir samt til að endurnýjaður áhugi á sjálfsvitund mannsins muni leiða til aukins áhuga á tilvistarstefnu. Nú þegar er mikill áhugi á höfundum eins og Simone de Beauvoir, Heidegger, og Merleau-Ponty. Það er aldrei að vita nema frægðarsól Sartres muni aftur rísa og þá ekki síst vegna rithöfundarhæfileika hans og sálrænna lýsinga á hversdagslegum athöfnum manna.

Heimildir og myndir

 • Sartre, Jean-Paul, Being and Nothingness: A Phenomenological Essay on Ontology. New York: Washington Square Press, 1992.
 • Cohen-Solal, A., Sartre. Viborg: Bonniers, 1992. (Paris 1985).
 • Kaufmann, W., Existentialism: From Dostoevsky to Sartre. New York: Penguin, 1989.
 • Stanford Encyclopedia of Philosophy: Existentialism. Ágúst 2005.
 • Mynd af Ópinu er af Painstudy.ru.
 • Mynd af Sartre er af Sartre, Jean-Paul. Britannica Guide to the Nobel Prizes.
...