Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað eru sleipurök?

Geir Þ. Þórarinsson

Fótfesturökin

Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku.

Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami einnig að fallast á eitthvað annað og svo enn annað og þannig áfram. Segja má að með þessu missi maður fótfestuna og hrapi stjórnlaust. Oftast er því haldið fram að endaskrefinu fylgi afar óæskilegar afleiðingar og þess vegna sé varasamt eða jafnvel stórhættulegt að fallast á upphaflega skrefið.

Fótfesturök eru oftast flokkuð með rökvillum eða -skekkjum, en þó fer það eftir notkun þeirra hverju sinni hvort þau feli í sér villu eða ekki. Reyndar þarf viðbótarrök til að sýna að hinar slæmu afleiðingar hljóti að fylgja; það leiðir nefnilega ekki af því einu og sér að maður samþykki eitthvað, taki einhverja ákvörðun eða framkvæmi einhverja athöfn að slæmar afleiðingar fylgi í kjölfarið, þó vissulega geti það stundum verið. Greina þarf á milli mögulegra afleiðinga og afleiðinga sem eru ekki einungis mögulegar heldur óumflýjanlegar. Til að forðast rökvillu er því aðalatriðið að geta sýnt að afleiðingarnar sem fótfesturökin vara við muni í raun fylgja upphaflega skrefinu eða að afar sennilegt sé að þær geri það.

Dómínórökin

Nokkur afbrigði fótfesturaka eru til. Eitt afbrigðið er nefnt dómínórök en dómínóvillan þegar um villu er að ræða; einnig er stundum talað um snjóboltavilluna. Hægt er að lýsa dómínórökunum á þann hátt að ef þú framkvæmir athöfn A, þá mun B gerast líka sem og C og D, síðan E og svo framvegis. Upphaflega athöfnin, A, mun þá hafa lík áhrif og þegar dómínókubbur fellur og veldur því að hinir kubbarnir í röðinni falla líka hver af öðrum. Einnig er hægt að hugsa sér að afleiðingar athafnarinnar vindi upp á sig eins og þegar snjóbolti stækkar við það að velta niður brekku.

Eftirfarandi gæti verið dæmi um dómínórök eða dómínóvillu:
Margir ökumenn aka örlítið hraðar en leyfilegt er. En ef við komum til móts við þá og hækkum hámarkshraðann á þjóðvegunum úr 90 í 100 km/klst, þá munu ökumenn aka á 110 í stað 100 km/klst. Sömuleiðis, ef við hækkum þá hámarkshraðann úr 100 í 110 km/klst mun fólk aka á 120 km/klst. Afleiðingin verður sú að hraðinn á vegunum mun sífellt aukast.
Annað dæmi er að á 7. áratug 20. aldar var því haldið fram, eins og frægt er orðið, að Kambódía mundi falla í hendur kommúnista ef Víetnam yrði látið þeim eftir, og síðan hvert landið á fætur öðru þar til Asía öll væri á valdi kommúnista. Rök þessi gengu beinlínis undir nafninu dómínókenningin.

Litlafingursrökin

Annað afbrigði fótfesturaka er kallað litlafingursrök en litlafingursvillan þegar um villu er að ræða: Ef þú samþykkir A, þá seturðu með samþykki þínu fordæmi sem verður til þess að næst verðir þú að samþykkja B, C og D. Á endanum siturðu ef til vill uppi með E og getur lítið í því gert af því að þú samþykktir upphaflega A og gafst með því tóninn. Fordæmisgildi upphaflega samþykkisins gerir manni erfitt fyrir að neita næstu skrefum samþykkis. Þú réttir einhverjum litla fingurinn en hann mun taka alla höndina.

Eftirfarandi rök gætu verið dæmi litlafingursvillu:
Ef við bönnum sölu á tóbaki stöndum við næst frammi fyrir því að þurfa að banna áfengi, og síðan sætindi og aðra óhollustu. Á endanum megum við ekki neyta neins nema það sé hollt og samþykkt af landlæknisembættinu og öðrum yfirvöldum.
Munurinn á litlafingursvillunni og dómínóvillunni er að hin fyrrnefnda snýst um fordæmisgildi sem verður þvingandi ef ekki beinlínis alls ráðandi ef við föllumst á fyrsta skrefið, en í hinni síðarnefndu er því haldið fram fyrsta skrefið leiði af sér óhjákvæmilega keðju orsaka og afleiðinga.

Að lokum skal getið raka sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites). Þessi rök eru náskyld fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Hrúgan er frábrugðin dómínórökum og litlafingursrökum að því leyti að í henni er viðmælandinn ekki varaður við afleiðingunum sem reynt er að fá hann til að samþykkja. Meira má lesa um hrúguna í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru hrúgurök?

Heimildir og myndir

  • Erlendur Jónsson, Frumhugtök rökfræðinnar, 7. útg. (Reykjavík 1997).
  • Walton, Douglas N., Informal Logic: A Handbook for Critical Argumentation (Cambridge University Press, 1989).
  • Mynd af skilti er byggð á mynd frá California.
  • Mynd af dómínókubbum er tekin af Arbor Scientific.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.8.2005

Spyrjandi

Unnur Þorláksdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað eru sleipurök?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2005. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5181.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 8. ágúst). Hvað eru sleipurök? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5181

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað eru sleipurök?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2005. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5181>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sleipurök?
Fótfesturökin

Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku.

Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami einnig að fallast á eitthvað annað og svo enn annað og þannig áfram. Segja má að með þessu missi maður fótfestuna og hrapi stjórnlaust. Oftast er því haldið fram að endaskrefinu fylgi afar óæskilegar afleiðingar og þess vegna sé varasamt eða jafnvel stórhættulegt að fallast á upphaflega skrefið.

Fótfesturök eru oftast flokkuð með rökvillum eða -skekkjum, en þó fer það eftir notkun þeirra hverju sinni hvort þau feli í sér villu eða ekki. Reyndar þarf viðbótarrök til að sýna að hinar slæmu afleiðingar hljóti að fylgja; það leiðir nefnilega ekki af því einu og sér að maður samþykki eitthvað, taki einhverja ákvörðun eða framkvæmi einhverja athöfn að slæmar afleiðingar fylgi í kjölfarið, þó vissulega geti það stundum verið. Greina þarf á milli mögulegra afleiðinga og afleiðinga sem eru ekki einungis mögulegar heldur óumflýjanlegar. Til að forðast rökvillu er því aðalatriðið að geta sýnt að afleiðingarnar sem fótfesturökin vara við muni í raun fylgja upphaflega skrefinu eða að afar sennilegt sé að þær geri það.

Dómínórökin

Nokkur afbrigði fótfesturaka eru til. Eitt afbrigðið er nefnt dómínórök en dómínóvillan þegar um villu er að ræða; einnig er stundum talað um snjóboltavilluna. Hægt er að lýsa dómínórökunum á þann hátt að ef þú framkvæmir athöfn A, þá mun B gerast líka sem og C og D, síðan E og svo framvegis. Upphaflega athöfnin, A, mun þá hafa lík áhrif og þegar dómínókubbur fellur og veldur því að hinir kubbarnir í röðinni falla líka hver af öðrum. Einnig er hægt að hugsa sér að afleiðingar athafnarinnar vindi upp á sig eins og þegar snjóbolti stækkar við það að velta niður brekku.

Eftirfarandi gæti verið dæmi um dómínórök eða dómínóvillu:
Margir ökumenn aka örlítið hraðar en leyfilegt er. En ef við komum til móts við þá og hækkum hámarkshraðann á þjóðvegunum úr 90 í 100 km/klst, þá munu ökumenn aka á 110 í stað 100 km/klst. Sömuleiðis, ef við hækkum þá hámarkshraðann úr 100 í 110 km/klst mun fólk aka á 120 km/klst. Afleiðingin verður sú að hraðinn á vegunum mun sífellt aukast.
Annað dæmi er að á 7. áratug 20. aldar var því haldið fram, eins og frægt er orðið, að Kambódía mundi falla í hendur kommúnista ef Víetnam yrði látið þeim eftir, og síðan hvert landið á fætur öðru þar til Asía öll væri á valdi kommúnista. Rök þessi gengu beinlínis undir nafninu dómínókenningin.

Litlafingursrökin

Annað afbrigði fótfesturaka er kallað litlafingursrök en litlafingursvillan þegar um villu er að ræða: Ef þú samþykkir A, þá seturðu með samþykki þínu fordæmi sem verður til þess að næst verðir þú að samþykkja B, C og D. Á endanum siturðu ef til vill uppi með E og getur lítið í því gert af því að þú samþykktir upphaflega A og gafst með því tóninn. Fordæmisgildi upphaflega samþykkisins gerir manni erfitt fyrir að neita næstu skrefum samþykkis. Þú réttir einhverjum litla fingurinn en hann mun taka alla höndina.

Eftirfarandi rök gætu verið dæmi litlafingursvillu:
Ef við bönnum sölu á tóbaki stöndum við næst frammi fyrir því að þurfa að banna áfengi, og síðan sætindi og aðra óhollustu. Á endanum megum við ekki neyta neins nema það sé hollt og samþykkt af landlæknisembættinu og öðrum yfirvöldum.
Munurinn á litlafingursvillunni og dómínóvillunni er að hin fyrrnefnda snýst um fordæmisgildi sem verður þvingandi ef ekki beinlínis alls ráðandi ef við föllumst á fyrsta skrefið, en í hinni síðarnefndu er því haldið fram fyrsta skrefið leiði af sér óhjákvæmilega keðju orsaka og afleiðinga.

Að lokum skal getið raka sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites). Þessi rök eru náskyld fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Hrúgan er frábrugðin dómínórökum og litlafingursrökum að því leyti að í henni er viðmælandinn ekki varaður við afleiðingunum sem reynt er að fá hann til að samþykkja. Meira má lesa um hrúguna í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru hrúgurök?

Heimildir og myndir

  • Erlendur Jónsson, Frumhugtök rökfræðinnar, 7. útg. (Reykjavík 1997).
  • Walton, Douglas N., Informal Logic: A Handbook for Critical Argumentation (Cambridge University Press, 1989).
  • Mynd af skilti er byggð á mynd frá California.
  • Mynd af dómínókubbum er tekin af Arbor Scientific.
...