Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?

Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir einelti á Íslandi og í nágrannalöndunum. Það getur hinsvegar verið erfitt að bera saman rannsóknir á milli landa þar sem skilgreiningar á einelti geta verið mismunandi milli landa og milli rannsókna (Skolverket 2011; Farrington og Ttofi, 2010).

Rannsóknir benda til þess að tíðni eineltis á Íslandi sé svipuð og í nágrannalöndunum.

Í rannsókn sem Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason birtu 2009 segir að útbreiðsla eineltis meðal ellefu til fimmtán ára nemenda á Íslandi sé með því minnsta sem gerist á Vesturlöndunum. Þar kemur fram að einelti meðal barna á þessum aldri sé á bilinu 3-7% hér á landi, um 4% í Svíþjóð og á bilinu 24-34% í Mið- og Suður-Evrópu.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

8.4.2014

Spyrjandi

Inga Jóna Kristinsdóttir

Höfundur

Hjördís Árnadóttir

félagsráðgjafi MSW og framhaldsskólakennari

Tilvísun

Hjördís Árnadóttir. „Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2014. Sótt 17. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=51824.

Hjördís Árnadóttir. (2014, 8. apríl). Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51824

Hjördís Árnadóttir. „Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2014. Vefsíða. 17. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51824>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Birgir Hrafnkelsson

1969

Birgir Hrafnkelsson er prófessor í tölfræði við Raunvísindadeild HÍ. Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði.