Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Hjördís Árnadóttir

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér og lenda oftar í slagsmálum en almennt getur talist. Þessi hópur telur sig hafa fengið minna af hlýju og jákvæðum stuðningi frá foreldrum sínum en jafnaldrar þeirra.

Einelti er ofbeldi sem einn eða fleiri beita einstakling yfir lengri tíma.

Rannsóknir á gerendum sýna einnig að þeir eru líklegri til að hafa einkenni depurðar eða þunglyndis og sállíkamleg einkenni og þeir eru líklegri til þess að upplifa skólann á neikvæðan hátt. Oft hafa gerendur í eineltismálum verið þolendur í eineltismálum.

Allir þessir þættir sýna ákveðna andfélagslega hegðun og skort á samúð og samhygð. Félagslegar aðstæður gerenda eru oft bágbornar og sýna að þó svo fjölskylduaðstæður gerenda geti verið misjafnar skera fjölskyldur þeirra sig úr þegar um er að ræða óstöðugleika meðal forráðamanna og heimilisfriðar.

Það er alveg ljóst að það að leggja annan einstakling í einelti, að vera vond(ur) við annan einstakling, er alltaf einstaklingsbundið, það er eitthvað hjá gerendanum sem setur það ferli í gang og síðan getur umhverfið ýtt undir. En þó má finna sameiginlega þætti hjá gerendum svo sem jákvætt viðhorf til ofbeldis, andlega vanlíðan og bágbornar félagslegar aðstæður.

Mynd:

Höfundur

Hjördís Árnadóttir

félagsráðgjafi MSW og framhaldsskólakennari

Útgáfudagur

31.3.2014

Spyrjandi

Karin Óla Eiriksdóttir

Tilvísun

Hjördís Árnadóttir. „Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2014. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59637.

Hjördís Árnadóttir. (2014, 31. mars). Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59637

Hjördís Árnadóttir. „Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2014. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?
Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér og lenda oftar í slagsmálum en almennt getur talist. Þessi hópur telur sig hafa fengið minna af hlýju og jákvæðum stuðningi frá foreldrum sínum en jafnaldrar þeirra.

Einelti er ofbeldi sem einn eða fleiri beita einstakling yfir lengri tíma.

Rannsóknir á gerendum sýna einnig að þeir eru líklegri til að hafa einkenni depurðar eða þunglyndis og sállíkamleg einkenni og þeir eru líklegri til þess að upplifa skólann á neikvæðan hátt. Oft hafa gerendur í eineltismálum verið þolendur í eineltismálum.

Allir þessir þættir sýna ákveðna andfélagslega hegðun og skort á samúð og samhygð. Félagslegar aðstæður gerenda eru oft bágbornar og sýna að þó svo fjölskylduaðstæður gerenda geti verið misjafnar skera fjölskyldur þeirra sig úr þegar um er að ræða óstöðugleika meðal forráðamanna og heimilisfriðar.

Það er alveg ljóst að það að leggja annan einstakling í einelti, að vera vond(ur) við annan einstakling, er alltaf einstaklingsbundið, það er eitthvað hjá gerendanum sem setur það ferli í gang og síðan getur umhverfið ýtt undir. En þó má finna sameiginlega þætti hjá gerendum svo sem jákvætt viðhorf til ofbeldis, andlega vanlíðan og bágbornar félagslegar aðstæður.

Mynd:

...