Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvað eru möngumyndasögur?

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir

Upphaflega hljómaði spurningin svona:

Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)?

Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar þegar japönsk stjórnvöld afléttu banni á allri útgáfustarfsemi sem ekki var áróðurstengd.

Úr animeþáttunum Cowboy Bebop, en anime er teiknimyndaform hliðstætt möngumyndasögunum.

Mönguformið nýtur mikillar virðingar í Japan og mikil menning hefur sprottið upp í kringum sögurnar. Til að mynda eru til sérstök möngukaffihús, eða manga kissaten, þar sem fólk drekkur kaffi og les möngur.

Möngustíll er blanda af sígildum japönskum teiknistíl, svokölluðum ukiyo-e, og vestrænum stíl. Í möngu er oft lögð áhersla á ýkt svipbrigði og andlitsdrætti, svo sem stór augu. Stóru augun sem einkenna margar möngur eru í raun stæling á persónum Walts Disneys, en þær hafa flestar barnslega andlitsdrætti svo sem stór augu en lítinn munn og nef.

Mynd í ukiyo-e-stíl, forvera möngu.

Rammarnir í mönguteiknimyndasögum eru yfirleitt lesnir frá hægri til vinstri, alveg eins og japanskt letur. Möngutímarit eru flest gefin út í fátæklegu svarthvítu broti, en gerð hafa verið allt að 900 blaðsíðna rit. Mönguteiknimyndasögur skiptast svo í marga flokka eftir lesendahópi og efni. Shōnen eru til að mynda teiknimyndasögur ætlaðar unglingspiltum og shōjo unglingsstúlkum. Furðulegri flokka má nefna, svo sem Moé (töfrakærasta) og Mecha (risavélmenni).

Heimild og mynd

  • Manga. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd úr Cowboy Bebop er af Cowboy Bebop. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. (Sótt 8.8.2005).
  • Mynd af ukiyo-e er af Ukiyo-e. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. (Sótt 8.8.2005).


Þetta svar er að hluta til eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

8.8.2005

Spyrjandi

Haukur Óskar, f. 1992

Tilvísun

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru möngumyndasögur?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2005. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5183.

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 8. ágúst). Hvað eru möngumyndasögur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5183

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru möngumyndasögur?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2005. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5183>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru möngumyndasögur?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:

Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)?

Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar þegar japönsk stjórnvöld afléttu banni á allri útgáfustarfsemi sem ekki var áróðurstengd.

Úr animeþáttunum Cowboy Bebop, en anime er teiknimyndaform hliðstætt möngumyndasögunum.

Mönguformið nýtur mikillar virðingar í Japan og mikil menning hefur sprottið upp í kringum sögurnar. Til að mynda eru til sérstök möngukaffihús, eða manga kissaten, þar sem fólk drekkur kaffi og les möngur.

Möngustíll er blanda af sígildum japönskum teiknistíl, svokölluðum ukiyo-e, og vestrænum stíl. Í möngu er oft lögð áhersla á ýkt svipbrigði og andlitsdrætti, svo sem stór augu. Stóru augun sem einkenna margar möngur eru í raun stæling á persónum Walts Disneys, en þær hafa flestar barnslega andlitsdrætti svo sem stór augu en lítinn munn og nef.

Mynd í ukiyo-e-stíl, forvera möngu.

Rammarnir í mönguteiknimyndasögum eru yfirleitt lesnir frá hægri til vinstri, alveg eins og japanskt letur. Möngutímarit eru flest gefin út í fátæklegu svarthvítu broti, en gerð hafa verið allt að 900 blaðsíðna rit. Mönguteiknimyndasögur skiptast svo í marga flokka eftir lesendahópi og efni. Shōnen eru til að mynda teiknimyndasögur ætlaðar unglingspiltum og shōjo unglingsstúlkum. Furðulegri flokka má nefna, svo sem Moé (töfrakærasta) og Mecha (risavélmenni).

Heimild og mynd

  • Manga. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd úr Cowboy Bebop er af Cowboy Bebop. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. (Sótt 8.8.2005).
  • Mynd af ukiyo-e er af Ukiyo-e. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin. (Sótt 8.8.2005).


Þetta svar er að hluta til eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

...