Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni?

Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til Texas en nú finnst þessi deilitegund aðeins í Flórída fylki. Flórída-púman er á margan hátt ólík flestum öðrum deilitegundum fjallaljóna í Norður-Ameríku af þeirri ástæðu að hún hefur aðlagast fenjasvæðum og þéttum laufskógum.



Flórída-púman er um margt frábrugðin öðrum púmum, meðal annars er hún hlutfallslega fótstyttri og með dekkri feld.

Flórída-púman er í mjög mikilli útrýmingarhættu og telja vísindamenn að innan við 100 dýr séu eftir af stofninum. Þegar stofn er orðinn þetta lítill er mikil hætta á skyldleikaæxlun og þeim erfðafræðilegu vanköntum sem því geta fylgt. Sú hefur orðið raunin hjá Flórída-púmunni og leitt til hjartagalla og ófrjósemi. Til þess að auka erfðafjölbreytni og draga úr innræktun stofnsins gripu vísindamenn til þess ráðs að flytja fjallaljón frá Texas til Flórída. Ástæða þess að dýr frá Texas urðu fyrir valinu er sú að stofn fjallaljóna þar er hvað skyldastur Flórída-púmunni og því ekki hætta á verulegri erfðamengun.

Þessi aðgerð, sem stóð yfir frá árinu 1995 til 2001, virðist hafa skilað jákvæðum árangri því fljótlega eftir að Texas dýrunum var sleppt inn á friðlöndin þar sem Flórída-púman heldur til tókst þeim að parast. Þetta gefur vísindamönnum og náttúruunnendum mikla von um að hægt sé að bjarga deilitegundinni frá því að deyja út.

Það er vel þekkt aðferð að flytja inn erfðaefni til þess að auka erfðabreytileika hjá stofnum sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Stundum eru flutt inn lifandi dýr eins og fjallaljónin frá Texas en langoftast er þó aðeins flutt inn sæði frá dýrum sem ekki tilheyra stofninum. Dæmi um slíkt er verkefni sem verið hefur í gangi í um áratug á eyjunni Súmötru í Indónesíu þar sem súmötru-tígrisdýrin lifa. Að vísu sæða vísindamennirnir villt kvendýr sem hafa verið fönguð með sæði úr karldýrum sömu deilitegundar sem eru í dýragörðum, þannig að ekki er verið að valda neinni erfðamengun meðal villtra súmötru- tígrisdýra.

Þess má geta að fjallaljón (púmur) finnast einungis í Norður- og Suður-Ameríku, ekki í Evrópu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.8.2005

Spyrjandi

Hlífar Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5193.

Jón Már Halldórsson. (2005, 12. ágúst). Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5193

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5193>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni?

Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til Texas en nú finnst þessi deilitegund aðeins í Flórída fylki. Flórída-púman er á margan hátt ólík flestum öðrum deilitegundum fjallaljóna í Norður-Ameríku af þeirri ástæðu að hún hefur aðlagast fenjasvæðum og þéttum laufskógum.



Flórída-púman er um margt frábrugðin öðrum púmum, meðal annars er hún hlutfallslega fótstyttri og með dekkri feld.

Flórída-púman er í mjög mikilli útrýmingarhættu og telja vísindamenn að innan við 100 dýr séu eftir af stofninum. Þegar stofn er orðinn þetta lítill er mikil hætta á skyldleikaæxlun og þeim erfðafræðilegu vanköntum sem því geta fylgt. Sú hefur orðið raunin hjá Flórída-púmunni og leitt til hjartagalla og ófrjósemi. Til þess að auka erfðafjölbreytni og draga úr innræktun stofnsins gripu vísindamenn til þess ráðs að flytja fjallaljón frá Texas til Flórída. Ástæða þess að dýr frá Texas urðu fyrir valinu er sú að stofn fjallaljóna þar er hvað skyldastur Flórída-púmunni og því ekki hætta á verulegri erfðamengun.

Þessi aðgerð, sem stóð yfir frá árinu 1995 til 2001, virðist hafa skilað jákvæðum árangri því fljótlega eftir að Texas dýrunum var sleppt inn á friðlöndin þar sem Flórída-púman heldur til tókst þeim að parast. Þetta gefur vísindamönnum og náttúruunnendum mikla von um að hægt sé að bjarga deilitegundinni frá því að deyja út.

Það er vel þekkt aðferð að flytja inn erfðaefni til þess að auka erfðabreytileika hjá stofnum sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Stundum eru flutt inn lifandi dýr eins og fjallaljónin frá Texas en langoftast er þó aðeins flutt inn sæði frá dýrum sem ekki tilheyra stofninum. Dæmi um slíkt er verkefni sem verið hefur í gangi í um áratug á eyjunni Súmötru í Indónesíu þar sem súmötru-tígrisdýrin lifa. Að vísu sæða vísindamennirnir villt kvendýr sem hafa verið fönguð með sæði úr karldýrum sömu deilitegundar sem eru í dýragörðum, þannig að ekki er verið að valda neinni erfðamengun meðal villtra súmötru- tígrisdýra.

Þess má geta að fjallaljón (púmur) finnast einungis í Norður- og Suður-Ameríku, ekki í Evrópu.

Heimildir og myndir:...