Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?

Jón Már Halldórsson

Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar.



Útbreiðsla skjaldbaka. Blái liturinn sýnir útbreiðslu sæskjaldbaka, sá svarti sýnir útbreiðslu landskjaldbaka en grái liturinn eru þau landssvæði þar sem skjaldbökur finnast ekki.

Skjaldbökur hafa misheitt blóð (e. exothermic) sem þýðir að þær nýta hita úr umhverfinu til að verma líkamann, ólíkt dýrum með jafnheitt blóð (e. endothermic) sem viðhalda jöfnum líkamshita óháð hita umhverfisins. Hitabeltisskriðdýr, eins og skjaldbökur, eiga það á hættu að ofhitna þegar hitinn verður mikill þar sem þau hafa ekki eins skilvirkt "kælikerfi" og dýr með jafnheitt blóð. Við þessar aðstæður sýna skjaldbökur svipað atferli og mörg önnur dýr, halda til í skugga og sumar tegundir leita í polla og vötn til þess að kæla sig yfir miðjan daginn þegar sólin er hæst á lofti.

Tegundir sem lifa í kaldara umhverfi, til dæmis perludeigla (Malaclemys terrapin) sem finnst allt norður til Þorskhöfða (e. Cape Cod) við austurströnd Bandaríkjanna, þurfa frekar að hafa áhyggjur af kulda en hita. Tegundir sem finnast svo norðarlega lifa veturinn af með því að leggjast í dvala. Venjulega grafa þær sig niður í eðju á tímabilinu september til nóvember og vakna venjulega í mars.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Turtle á Wikipedia. Sótt 3. 6. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.6.2009

Spyrjandi

Linda Ósk Viktorsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2009, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51983.

Jón Már Halldórsson. (2009, 4. júní). Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51983

Jón Már Halldórsson. „Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2009. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?
Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar.



Útbreiðsla skjaldbaka. Blái liturinn sýnir útbreiðslu sæskjaldbaka, sá svarti sýnir útbreiðslu landskjaldbaka en grái liturinn eru þau landssvæði þar sem skjaldbökur finnast ekki.

Skjaldbökur hafa misheitt blóð (e. exothermic) sem þýðir að þær nýta hita úr umhverfinu til að verma líkamann, ólíkt dýrum með jafnheitt blóð (e. endothermic) sem viðhalda jöfnum líkamshita óháð hita umhverfisins. Hitabeltisskriðdýr, eins og skjaldbökur, eiga það á hættu að ofhitna þegar hitinn verður mikill þar sem þau hafa ekki eins skilvirkt "kælikerfi" og dýr með jafnheitt blóð. Við þessar aðstæður sýna skjaldbökur svipað atferli og mörg önnur dýr, halda til í skugga og sumar tegundir leita í polla og vötn til þess að kæla sig yfir miðjan daginn þegar sólin er hæst á lofti.

Tegundir sem lifa í kaldara umhverfi, til dæmis perludeigla (Malaclemys terrapin) sem finnst allt norður til Þorskhöfða (e. Cape Cod) við austurströnd Bandaríkjanna, þurfa frekar að hafa áhyggjur af kulda en hita. Tegundir sem finnast svo norðarlega lifa veturinn af með því að leggjast í dvala. Venjulega grafa þær sig niður í eðju á tímabilinu september til nóvember og vakna venjulega í mars.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Turtle á Wikipedia. Sótt 3. 6. 2009....