Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er einhverju dælt niður í stað þeirrar olíu sem kemur upp við dælingu?
  • Hvað verður um allt það tómarúm sem myndast þegar að milljónum tunna af olíu er dælt upp á yfirborðið?
  • Hefur olía einhvern tilgang neðanjarðar, þarf hún ekki að vera þar að einhverri ástæðu? Eða er hún algjörlega tilgangslaus á þeim stað sem hún er?

Olía og jarðgas myndast við ummyndun lífrænna leifa sem grafist hafa í seti. Olían, að ekki sé talað um gasið, er eðlisléttari en vatn og berg og seytlar því um gropin jarðlögin í átt til yfirborðsins. Á þeirri leið getur hún komið að hafti eða „gildru“ - þéttu jarðlagi - sem hún kemst ekki gegnum þannig að hún safnast fyrir og myndar olíulindir.

Fyrstu olíuborholurnar voru sannkallaðar lindir eða „gosbrunnar“ (e. gusher) því olían var undir þrýstingi og sprautaðist í loft upp þegar stungið var á haftinu. Nú orðið eru slíkar lindir sennilega allar uppurnar og olíunni er dælt upp til yfirborðsins. Ekki myndast þó tómarúm - gömul speki segir að náttúran forðist tómarúm (lat. horror vacui) - heldur sígur yfirborðið eða þá að vatni er dælt niður til að lyfta olíunni og koma í stað hennar í berginu.



Olíugosbrunnur í Beaumont, Texas, árið 1901.

Varðandi það hvort olía hafi tilgang neðanjarðar er því til að svara að ekkert í náttúrunni hefur tilgang. Í sögu sinni Birtingi hæðist Voltaire að „mannhverfri heimspeki“ Leibniz - að menn séu með nef til að geta borið gleraugu og fætur til að geta gengið í buxum. Lífið varð til á jörðinni vegna þess að eðlis- og efnafræðilegar forsendur voru fyrir því og það sama á við um olíu og olíulindir. Kúnst lífsins, og mannkynsins, er að notfæra sér þær aðstæður sem bjóðast hverju sinni - í þessu tilfelli að olía myndast úr lífrænum leifum og getur safnast saman vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Olían hefur þannig ekki neinn sérstakan tilgang eða hlutverki að gegna þar sem hún er neðanjarðar.

Loks má geta þess að þótt fyrsta olíulindin hafi ekki uppgötvast fyrr en árið 1859 hafði olía og annað eldsneyti af svipuðu tagi, til dæmis mór og kol, verið notað frá örófi alda sem varmagjafi.

Lesendum er bent á að kynna sér önnur svör um olíu á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: RRC Kids World

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

16.8.2005

Spyrjandi

Rafn S.
Hjörleifur Valsson
Sæþór Harðarson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð? “ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5199.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 16. ágúst). Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5199

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð? “ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5199>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Er einhverju dælt niður í stað þeirrar olíu sem kemur upp við dælingu?
  • Hvað verður um allt það tómarúm sem myndast þegar að milljónum tunna af olíu er dælt upp á yfirborðið?
  • Hefur olía einhvern tilgang neðanjarðar, þarf hún ekki að vera þar að einhverri ástæðu? Eða er hún algjörlega tilgangslaus á þeim stað sem hún er?

Olía og jarðgas myndast við ummyndun lífrænna leifa sem grafist hafa í seti. Olían, að ekki sé talað um gasið, er eðlisléttari en vatn og berg og seytlar því um gropin jarðlögin í átt til yfirborðsins. Á þeirri leið getur hún komið að hafti eða „gildru“ - þéttu jarðlagi - sem hún kemst ekki gegnum þannig að hún safnast fyrir og myndar olíulindir.

Fyrstu olíuborholurnar voru sannkallaðar lindir eða „gosbrunnar“ (e. gusher) því olían var undir þrýstingi og sprautaðist í loft upp þegar stungið var á haftinu. Nú orðið eru slíkar lindir sennilega allar uppurnar og olíunni er dælt upp til yfirborðsins. Ekki myndast þó tómarúm - gömul speki segir að náttúran forðist tómarúm (lat. horror vacui) - heldur sígur yfirborðið eða þá að vatni er dælt niður til að lyfta olíunni og koma í stað hennar í berginu.



Olíugosbrunnur í Beaumont, Texas, árið 1901.

Varðandi það hvort olía hafi tilgang neðanjarðar er því til að svara að ekkert í náttúrunni hefur tilgang. Í sögu sinni Birtingi hæðist Voltaire að „mannhverfri heimspeki“ Leibniz - að menn séu með nef til að geta borið gleraugu og fætur til að geta gengið í buxum. Lífið varð til á jörðinni vegna þess að eðlis- og efnafræðilegar forsendur voru fyrir því og það sama á við um olíu og olíulindir. Kúnst lífsins, og mannkynsins, er að notfæra sér þær aðstæður sem bjóðast hverju sinni - í þessu tilfelli að olía myndast úr lífrænum leifum og getur safnast saman vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Olían hefur þannig ekki neinn sérstakan tilgang eða hlutverki að gegna þar sem hún er neðanjarðar.

Loks má geta þess að þótt fyrsta olíulindin hafi ekki uppgötvast fyrr en árið 1859 hafði olía og annað eldsneyti af svipuðu tagi, til dæmis mór og kol, verið notað frá örófi alda sem varmagjafi.

Lesendum er bent á að kynna sér önnur svör um olíu á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: RRC Kids World...