Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu lengi hafa hýenur verið til?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hýenu að ræða sem líkist mjög rákadeskettinum sem finnst í Indónesíu.

Svo virðist sem mikil tegundaútgeislun hafi orðið meðal hýena fyrir um 15 milljón árum og frá þeim tíma hafa um 30 tegundir verið greindar. Þessar hýenur voru grennri og nettari en hýenur nútímans og minntu á hunda. Þær voru alls ekki eins kraftmiklar og hýenur í dag sem mylja auðveldlega bein.


Beinagrind af hýenu sem nefnist Pachycrocuta og var uppi á Pleistocene-tímabilinu.

Fyrir fimm til sjö milljónum ára urðu miklar breytingar á högum hýena. Villihundar og úlfar bárust þá til Evrasíu frá Norður-Ameríku um Bering-landbrúna og höfðu betur á þeim svæðum þar sem hýenur ríktu áður. Vegna þess varð ákveðin tegundasérhæfing hjá hýenum, meðal annars varð forfaðir jarðúlfsins (Proteles cristata) sérhæfð skordýraæta og aðrar hýenur urðu að hræætum.

Ein tegund hýena fór frá Evrasíu til Norður Ameríku. Það var tegundin Chasmaporthetes ossifragus sem minnir mjög á blettatígur í útliti. Hún hvarf hins vegar af sjónarsviðinu fyrir um 1,5 milljón árum. Steingerðar leifar hennar hafa fundist allt suður til Arizona og norðurhluta Mexíkó.

Blómaskeið hýena var sennilega á Pleistocene-tímabilinu frá 1,8 milljón árum fram til loka síðasta jökulskeiðs. Vísindamenn hafa fundið níu tegundir á þessu tímabili og svo virðist sem hýenur hafi verið ríkjandi hræætur þess tíma og gátu þær nýtt sér ógrynni kjöts sem sverðtígrar (aðallega Homotherium) skildu eftir sig. Tilkomumest slíkra hýena var Pachycrocuta sem vó alt að 200 kg. Hún hafði svo öfluga kjálka að hún gat sennilega mulið bein fíla. Mjög líklega er hún forfaðir nútíma blettahýena en eftir að hinir stórvöxnu sverðtígrar hurfu af sjónarsviðinu og ljón og tígrisdýr komu til sögunar, urðu miklar breytingar á högum þessarar risahýenu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Alan Turner: Prehistoric Mammals. National Geographic, Firecrest Books Ltd. 2004.
  • Macdonald, David. The Velvet Claw. 1992.
  • Turner, Alan og Antón, Mauricio (1996). "The giant hyaena Pachycrocuta brevirostris (Mammalia, Carnivora, Hyaenidae)". Geobios 29 (4): 455-468.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.4.2009

Spyrjandi

Ásta Ólafsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi hafa hýenur verið til?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51995.

Jón Már Halldórsson. (2009, 21. apríl). Hversu lengi hafa hýenur verið til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51995

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi hafa hýenur verið til?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51995>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi hafa hýenur verið til?
Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hýenu að ræða sem líkist mjög rákadeskettinum sem finnst í Indónesíu.

Svo virðist sem mikil tegundaútgeislun hafi orðið meðal hýena fyrir um 15 milljón árum og frá þeim tíma hafa um 30 tegundir verið greindar. Þessar hýenur voru grennri og nettari en hýenur nútímans og minntu á hunda. Þær voru alls ekki eins kraftmiklar og hýenur í dag sem mylja auðveldlega bein.


Beinagrind af hýenu sem nefnist Pachycrocuta og var uppi á Pleistocene-tímabilinu.

Fyrir fimm til sjö milljónum ára urðu miklar breytingar á högum hýena. Villihundar og úlfar bárust þá til Evrasíu frá Norður-Ameríku um Bering-landbrúna og höfðu betur á þeim svæðum þar sem hýenur ríktu áður. Vegna þess varð ákveðin tegundasérhæfing hjá hýenum, meðal annars varð forfaðir jarðúlfsins (Proteles cristata) sérhæfð skordýraæta og aðrar hýenur urðu að hræætum.

Ein tegund hýena fór frá Evrasíu til Norður Ameríku. Það var tegundin Chasmaporthetes ossifragus sem minnir mjög á blettatígur í útliti. Hún hvarf hins vegar af sjónarsviðinu fyrir um 1,5 milljón árum. Steingerðar leifar hennar hafa fundist allt suður til Arizona og norðurhluta Mexíkó.

Blómaskeið hýena var sennilega á Pleistocene-tímabilinu frá 1,8 milljón árum fram til loka síðasta jökulskeiðs. Vísindamenn hafa fundið níu tegundir á þessu tímabili og svo virðist sem hýenur hafi verið ríkjandi hræætur þess tíma og gátu þær nýtt sér ógrynni kjöts sem sverðtígrar (aðallega Homotherium) skildu eftir sig. Tilkomumest slíkra hýena var Pachycrocuta sem vó alt að 200 kg. Hún hafði svo öfluga kjálka að hún gat sennilega mulið bein fíla. Mjög líklega er hún forfaðir nútíma blettahýena en eftir að hinir stórvöxnu sverðtígrar hurfu af sjónarsviðinu og ljón og tígrisdýr komu til sögunar, urðu miklar breytingar á högum þessarar risahýenu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Alan Turner: Prehistoric Mammals. National Geographic, Firecrest Books Ltd. 2004.
  • Macdonald, David. The Velvet Claw. 1992.
  • Turner, Alan og Antón, Mauricio (1996). "The giant hyaena Pachycrocuta brevirostris (Mammalia, Carnivora, Hyaenidae)". Geobios 29 (4): 455-468.

Mynd: