
Eins og á við um aðrar tegundir væri hægt að rækta úr jarfanum eiginleika eins og árásarhneigð. Slíkt gerðu menn með hunda fyrir þúsundum ára auk þess sem ótal eiginleikar hafa verið ræktaðir fram í ýmsum tegundum eins og dæmin sýna. Valræktun hefur einnig verið beitt með ýmsu móti á fjölda spendýrategunda með þeim árangri að ýmis húsdýr svo sem nautgripir og sauðfé hafa breyst í útliti og geðslagi frá villtum dýrum sömu tegunda. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Viltu segja mér allt um merði? eftir Jón Má Halldórsson
Er eitthvað sem bendir til þess að það sé hægt að hafa jarfa sem gæludýr, það er, þjálfa hann að einhverju leyti? Er ef til vill hægt að rækta úr honum árásarhneigðina eins og gert var upprunalega við hunda?