Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?

Jón Már Halldórsson

Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmörg önnur “framandleg” gæludýr af meiði rándýra (carnivora).

Jarfinn er af marðarætt. Hann minnir um margt á lítið bjarndýr og er frekar illskeyttur. Fyrr á tímum var hann álitinn öllum skepnum grimmari og gráðugri enda er fræðiheiti tegundarinnar Gulo, en það er komið af latnesku orði sem merkir græðgi.


Jarfi.

Eins og á við um aðrar tegundir væri hægt að rækta úr jarfanum eiginleika eins og árásarhneigð. Slíkt gerðu menn með hunda fyrir þúsundum ára auk þess sem ótal eiginleikar hafa verið ræktaðir fram í ýmsum tegundum eins og dæmin sýna. Valræktun hefur einnig verið beitt með ýmsu móti á fjölda spendýrategunda með þeim árangri að ýmis húsdýr svo sem nautgripir og sauðfé hafa breyst í útliti og geðslagi frá villtum dýrum sömu tegunda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er eitthvað sem bendir til þess að það sé hægt að hafa jarfa sem gæludýr, það er, þjálfa hann að einhverju leyti? Er ef til vill hægt að rækta úr honum árásarhneigðina eins og gert var upprunalega við hunda?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.3.2009

Spyrjandi

Valgeir Snær Sigmarsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52011.

Jón Már Halldórsson. (2009, 24. mars). Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52011

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52011>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?
Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmörg önnur “framandleg” gæludýr af meiði rándýra (carnivora).

Jarfinn er af marðarætt. Hann minnir um margt á lítið bjarndýr og er frekar illskeyttur. Fyrr á tímum var hann álitinn öllum skepnum grimmari og gráðugri enda er fræðiheiti tegundarinnar Gulo, en það er komið af latnesku orði sem merkir græðgi.


Jarfi.

Eins og á við um aðrar tegundir væri hægt að rækta úr jarfanum eiginleika eins og árásarhneigð. Slíkt gerðu menn með hunda fyrir þúsundum ára auk þess sem ótal eiginleikar hafa verið ræktaðir fram í ýmsum tegundum eins og dæmin sýna. Valræktun hefur einnig verið beitt með ýmsu móti á fjölda spendýrategunda með þeim árangri að ýmis húsdýr svo sem nautgripir og sauðfé hafa breyst í útliti og geðslagi frá villtum dýrum sömu tegunda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er eitthvað sem bendir til þess að það sé hægt að hafa jarfa sem gæludýr, það er, þjálfa hann að einhverju leyti? Er ef til vill hægt að rækta úr honum árásarhneigðina eins og gert var upprunalega við hunda?
...