Hvert er hæsta fjall á Bretlandi?Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Exe í suð-vestuhluta landsins að ánni Tees í norð-austur hlutanum. Vestan þessarar línu einkennist landslag af hæðum og fjöllum en austan hennar er landslag flatara og láglent þar sem meirihluti lands er í undir 150 m hæð yfir sjávarmáli. Eyjan Stóra-Bretland skiptist í England, Skotland og Wales. Hæsti tindur hennar er Ben Nevis sem nær upp í 1.344 m hæð. Ben Nevis er í vestur Skotlandi, suð-austur af bænum Fort William, og er tindurinn hluti af Grampían-fjalllendinu í skosku hálöndunum.
Hæsti tindur Stóra-Bretlands er Ben Nevis í skosku hálöndunum.
- The Hills of Great Britain and Ireland
- United Kingdom. 2005. Encyclopædia Britannica. Sótt á Encyclopædia Britannica Online 8. ágúst 2005.
- National Three Peaks Challenge Sótt á Wikipedia, the free encyclopedia 8. ágúst 2005
- Three Peaks Challenge
- Greg Morss - mynd sótt á Scottish Mountain Photo Gallery 12. ágúst 2005