Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Geir Þ. Þórarinsson

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland.

Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann. Reyndar er alls ekki víst að Þales hafi ritað bækur. Aftur á móti er varðveittur vitnisburður um kenningar Þalesar í ritum yngri höfunda. Í fyrstu bók Frumspekinnar eftir Aristóteles (uppi 384-322 f.Kr.), þar sem hann gefur yfirlit yfir kenningar forvera sinna, kemur einnig fram að Þales hafi verið fyrsti heimspekingurinn. Sögur um Þales bárust víða því hann var talinn einn af vitringunum sjö í Grikklandi.

Margir heimspekingar fylgdu í kjölfar Þalesar. Þeir áttu það helst sammerkt að þeir leituðust allir við að skilja margbreytileika heimsins og reyndu að útskýra hann með skynsamlegum hætti; þeir leituðu skýringa á breytingum náttúrunnar í náttúrunni sjálfri en ekki í utanaðkomandi máttarvöldum. Þessir menn eru því oft nefndir náttúruspekingarnir frá Jóníu. Seinna komu fram aðrir heimspekingar með aðrar áherslur víða um hinn gríska heim, til dæmis á Sikiley og Suður-Ítalíu en þar var fjöldi grískra nýlendna og svæðið oft nefnt Magna Graecia eða Grikkland hið mikla. Svo virðist einnig sem þessir heimspekingar hafi flestir brugðist við kenningum forvera sinna sem þeim þótti ábótavant. Heimspekin varð því strax í upphafi ákveðin rökræða, en því miður eru verk þessara manna einungis varðveitt í brotum og því er þekking okkar á smáatriðum röksemdafærslna þeirra afar takmörkuð, stundum getgátur einar.

Frumherjar grískrar heimspeki allt frá Þalesi og fram á síðari hluta 5. aldar f. Kr. eru oft nefndir forverar Sókratesar, þrátt fyrir að þeir yngstu hafi í raun verið samtímamenn hans. Þeir tilheyrðu allir nokkurn veginn sömu heimspekihefðinni en með Sókratesi má segja að nýtt tímabil hefjist í sögu grískrar heimspeki. Um þetta má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?

Lesendum er að lokum bent á að kynna sér svar höfundar við spurningunni Hver er saga grískrar heimspeki?, en þar er meðal annars að finna ítarlegan lista yfir frekara áhugavert lesefni um gríska heimspeki.

Mynd: Heimasíða Dr. Javier Martínez del Castillo.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.8.2005

Spyrjandi

Guðrún Rós Árnadóttir, f. 1987

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær varð grísk heimspeki til?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2005, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5212.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 22. ágúst). Hvenær varð grísk heimspeki til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5212

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvenær varð grísk heimspeki til?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2005. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland.

Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann. Reyndar er alls ekki víst að Þales hafi ritað bækur. Aftur á móti er varðveittur vitnisburður um kenningar Þalesar í ritum yngri höfunda. Í fyrstu bók Frumspekinnar eftir Aristóteles (uppi 384-322 f.Kr.), þar sem hann gefur yfirlit yfir kenningar forvera sinna, kemur einnig fram að Þales hafi verið fyrsti heimspekingurinn. Sögur um Þales bárust víða því hann var talinn einn af vitringunum sjö í Grikklandi.

Margir heimspekingar fylgdu í kjölfar Þalesar. Þeir áttu það helst sammerkt að þeir leituðust allir við að skilja margbreytileika heimsins og reyndu að útskýra hann með skynsamlegum hætti; þeir leituðu skýringa á breytingum náttúrunnar í náttúrunni sjálfri en ekki í utanaðkomandi máttarvöldum. Þessir menn eru því oft nefndir náttúruspekingarnir frá Jóníu. Seinna komu fram aðrir heimspekingar með aðrar áherslur víða um hinn gríska heim, til dæmis á Sikiley og Suður-Ítalíu en þar var fjöldi grískra nýlendna og svæðið oft nefnt Magna Graecia eða Grikkland hið mikla. Svo virðist einnig sem þessir heimspekingar hafi flestir brugðist við kenningum forvera sinna sem þeim þótti ábótavant. Heimspekin varð því strax í upphafi ákveðin rökræða, en því miður eru verk þessara manna einungis varðveitt í brotum og því er þekking okkar á smáatriðum röksemdafærslna þeirra afar takmörkuð, stundum getgátur einar.

Frumherjar grískrar heimspeki allt frá Þalesi og fram á síðari hluta 5. aldar f. Kr. eru oft nefndir forverar Sókratesar, þrátt fyrir að þeir yngstu hafi í raun verið samtímamenn hans. Þeir tilheyrðu allir nokkurn veginn sömu heimspekihefðinni en með Sókratesi má segja að nýtt tímabil hefjist í sögu grískrar heimspeki. Um þetta má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?

Lesendum er að lokum bent á að kynna sér svar höfundar við spurningunni Hver er saga grískrar heimspeki?, en þar er meðal annars að finna ítarlegan lista yfir frekara áhugavert lesefni um gríska heimspeki.

Mynd: Heimasíða Dr. Javier Martínez del Castillo....