Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru systkini Seifs?

Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi.Seifur og Hera.

Foreldrar Seifs og systkina hans voru risarnir Rhea og Krónos. Þau voru einnig systkini, börn Úranusar (himins) og Gaia (jarðar). Krónos óttaðist að eitthvert barna hans steypti honum af valdastóli og því át hann þau þegar þau fæddust. Rheu tókst hins vegar að bjarga lífi Seifs með því að fela hann hjá geit þar sem hann ólst síðan upp. Þegar hann óx úr grasi gaf hann föður sínum ólyfjan sem olli því að Krónos kastaði upp systkinum Seifs og var þeim þar með bjargað.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um gríska goðafræði, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Útgáfudagur

10.6.2009

Spyrjandi

Auður Gauksdóttir, f. 1997

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Elísabet Tara Guðmundsdóttir og Jóna Diljá Jóhannsdóttir. „Hver voru systkini Seifs?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2009. Sótt 21. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=52142.

Elísabet Tara Guðmundsdóttir og Jóna Diljá Jóhannsdóttir. (2009, 10. júní). Hver voru systkini Seifs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52142

Elísabet Tara Guðmundsdóttir og Jóna Diljá Jóhannsdóttir. „Hver voru systkini Seifs?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2009. Vefsíða. 21. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52142>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hans Tómas Björnsson

1975

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum og barnalækningum við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum.