Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig dó Alexander mikli?

Almar Steinn Atlason og Heiða María Sigurðardóttir

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins konar goðsögn í lifanda lífi.

Sagnfræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvernig dauða þessa unga og sigursæla konungs bar að. Ein allra vinsælasta kenningin er að liðsforingjar í her Alexanders hafi bruggað honum launráð og látið bera honum eitur, meðal annars með hjálp heimspekingsins Aristótelesar sem var á þessum tíma einkakennari Alexanders.

Margir sagnfræðingar eru þó á því að Alexander hafi látist af náttúrlegum orsökum. Alexander var nokkuð gefinn fyrir sopann og svo virðist sem margra ára ofdrykkja, ásamt djúpum og slæmum sárum sem hann hlaut í hinum ýmsu bardögum, hafi að lokum veikt ónæmiskerfi Alexanders svo mjög að hann varð berskjaldaður fyrir skaðlegum sjúkdómum. Helst er talið að dánarorsökin hafi verið malaría en fleiri sjúkdómar hafa verið nefndir, svo sem vesturnílarveirusýking (en báðir sjúkdómarnir berast með biti moskítóflugna) og taugaveiki.

Sagan segir að útför Alexanders mikla hafi verið með eindæmum glæsileg og að lík hans hafi verið varðveitt í hunangslegi í glerkistu. Um tíma héldu menn að kista Alexanders væri fundin, en kistan sem um ræðir fannst við borgina Sídon og var skreytt myndum af bardaga Alexanders og manna hans við Persa. Seinna kom á daginn að kistan væri líklega í eigu Abdylonymusar sem var konungur Sídon. Hvorki glerkistan né líkamsleifar Alexanders hafa nokkurn tíma fundist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

26.8.2005

Spyrjandi

Björgvin Gauti Bæringsson

Tilvísun

Almar Steinn Atlason og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig dó Alexander mikli?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2005, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5226.

Almar Steinn Atlason og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 26. ágúst). Hvernig dó Alexander mikli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5226

Almar Steinn Atlason og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig dó Alexander mikli?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2005. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig dó Alexander mikli?
Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins konar goðsögn í lifanda lífi.

Sagnfræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvernig dauða þessa unga og sigursæla konungs bar að. Ein allra vinsælasta kenningin er að liðsforingjar í her Alexanders hafi bruggað honum launráð og látið bera honum eitur, meðal annars með hjálp heimspekingsins Aristótelesar sem var á þessum tíma einkakennari Alexanders.

Margir sagnfræðingar eru þó á því að Alexander hafi látist af náttúrlegum orsökum. Alexander var nokkuð gefinn fyrir sopann og svo virðist sem margra ára ofdrykkja, ásamt djúpum og slæmum sárum sem hann hlaut í hinum ýmsu bardögum, hafi að lokum veikt ónæmiskerfi Alexanders svo mjög að hann varð berskjaldaður fyrir skaðlegum sjúkdómum. Helst er talið að dánarorsökin hafi verið malaría en fleiri sjúkdómar hafa verið nefndir, svo sem vesturnílarveirusýking (en báðir sjúkdómarnir berast með biti moskítóflugna) og taugaveiki.

Sagan segir að útför Alexanders mikla hafi verið með eindæmum glæsileg og að lík hans hafi verið varðveitt í hunangslegi í glerkistu. Um tíma héldu menn að kista Alexanders væri fundin, en kistan sem um ræðir fannst við borgina Sídon og var skreytt myndum af bardaga Alexanders og manna hans við Persa. Seinna kom á daginn að kistan væri líklega í eigu Abdylonymusar sem var konungur Sídon. Hvorki glerkistan né líkamsleifar Alexanders hafa nokkurn tíma fundist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....