Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:
Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
Í elstu þýðingu Nýja testamentisins frá 1542, sem unnin var af Oddi Gottskálkssyni, var textinn svona (stafsetningu breytt):
auðveldara er úlfbaldanum að smjúga í gegnum nálar auga en ríkum inn að ganga í guðs ríki.
Í útgáfu Viðeyjarbiblíu frá 1841 er þýtt þannig:
auðveldara er úlfaldanum að ganga í gegnum nálar augað en ríkum manni inn í Guðs ríki.
Þótt Oddur noti smjúga, Viðeyjarbiblía ganga og útgáfan frá 1981 fara í gegnum nálaraugað er hugsunin alls staðar hin sama. Úlfaldinn var eitt stærsta dýr sem menn þekktu og sú hugsun að hann kæmist í gegnum lítið nálarauga var fjarstæðukennd. Með samlíkingu sinni er Jesús að segja lærisveinum sínum að gnægð fjár hjálpi engum inn í himnaríki, sama hversu mikill auðurinn er, ekki fremur en að úlfaldinn komist í gegnum nálarauga.

Þess má geta að sú tillaga hefur komið fram að með Nálarauga sé átt við lítið hlið í múrnum umhverfis Jerúsalem. Þetta hlið var of lítið til þess að unnt væri að fara þar um með úlfalda.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.8.2005

Spyrjandi

Robert Pajdak, f. 1988

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2005. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5233.

Guðrún Kvaran. (2005, 31. ágúst). Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5233

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2005. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5233>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?
Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:

Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
Í elstu þýðingu Nýja testamentisins frá 1542, sem unnin var af Oddi Gottskálkssyni, var textinn svona (stafsetningu breytt):
auðveldara er úlfbaldanum að smjúga í gegnum nálar auga en ríkum inn að ganga í guðs ríki.
Í útgáfu Viðeyjarbiblíu frá 1841 er þýtt þannig:
auðveldara er úlfaldanum að ganga í gegnum nálar augað en ríkum manni inn í Guðs ríki.
Þótt Oddur noti smjúga, Viðeyjarbiblía ganga og útgáfan frá 1981 fara í gegnum nálaraugað er hugsunin alls staðar hin sama. Úlfaldinn var eitt stærsta dýr sem menn þekktu og sú hugsun að hann kæmist í gegnum lítið nálarauga var fjarstæðukennd. Með samlíkingu sinni er Jesús að segja lærisveinum sínum að gnægð fjár hjálpi engum inn í himnaríki, sama hversu mikill auðurinn er, ekki fremur en að úlfaldinn komist í gegnum nálarauga.

Þess má geta að sú tillaga hefur komið fram að með Nálarauga sé átt við lítið hlið í múrnum umhverfis Jerúsalem. Þetta hlið var of lítið til þess að unnt væri að fara þar um með úlfalda....