Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík

Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?

JGÞ

Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex).

Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-5 sekúndur. Þá fyllti hljóðbörkurinn upp í það sem á vantaði. Ef það sama var gert við lög sem menn höfðu ekki heyrt áður, hélt örvun hljóðbarkarins ekki áfram.

Stundum þarf ekki nema fáeinar laglínur til þess að heilabörkurinn haldi áfram með lagið og stundum er nóg að heyra eða lesa titil lagsins eða orð úr textanum til að lagið fari af stað í kollinum á manni.

Yfirleitt er áreiti af þessu tagi það mikið að hljóðbörkurinn, sem sést hér á myndinni til hliðar, einbeitir sér ekki að upprifjun á einu lagi, frekar en öðru. Stundum getur þó komið fyrir að við lendum í því að rifja upp aftur og aftur sama lagið. Á þýsku nefnist það Ohrwurm sem þýðir bókstaflega eyrnaormur. Vísindamenn vita ekki fyrir víst af hverju það gerist.

Svo virðist sem konur fái oftar lög á heilann heldur en karlmenn. Eins er eyrnaormur algengari meðal tónlistarmanna en annarra starfsstétta. Þegar fólk er þreytt eða stressað fær það frekar lög á heilann en ella.

Til þess að losna við síendurtekna upprifjun hljóðbarkarins getur verið gott að reyna að rifja upp eitthvað annað lag, hlusta á aðra tónlist eða taka til við að gera eitthvað sem krefst mikillar athygli manns. Eins virðist það gagnast sumum að rifja einfaldlega upp lagið sem maður er með á heilanum, frá upphafi til enda. Stundum losna menn þá við lagið úr hljóðberkinum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.5.2009

Spyrjandi

Aron Freyr Leifsson, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Ísleifur Birgisson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Kjartan Gíslson, Auður Filippusdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2009. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52337.

JGÞ. (2009, 7. maí). Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52337

JGÞ. „Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2009. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52337>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?
Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex).

Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-5 sekúndur. Þá fyllti hljóðbörkurinn upp í það sem á vantaði. Ef það sama var gert við lög sem menn höfðu ekki heyrt áður, hélt örvun hljóðbarkarins ekki áfram.

Stundum þarf ekki nema fáeinar laglínur til þess að heilabörkurinn haldi áfram með lagið og stundum er nóg að heyra eða lesa titil lagsins eða orð úr textanum til að lagið fari af stað í kollinum á manni.

Yfirleitt er áreiti af þessu tagi það mikið að hljóðbörkurinn, sem sést hér á myndinni til hliðar, einbeitir sér ekki að upprifjun á einu lagi, frekar en öðru. Stundum getur þó komið fyrir að við lendum í því að rifja upp aftur og aftur sama lagið. Á þýsku nefnist það Ohrwurm sem þýðir bókstaflega eyrnaormur. Vísindamenn vita ekki fyrir víst af hverju það gerist.

Svo virðist sem konur fái oftar lög á heilann heldur en karlmenn. Eins er eyrnaormur algengari meðal tónlistarmanna en annarra starfsstétta. Þegar fólk er þreytt eða stressað fær það frekar lög á heilann en ella.

Til þess að losna við síendurtekna upprifjun hljóðbarkarins getur verið gott að reyna að rifja upp eitthvað annað lag, hlusta á aðra tónlist eða taka til við að gera eitthvað sem krefst mikillar athygli manns. Eins virðist það gagnast sumum að rifja einfaldlega upp lagið sem maður er með á heilanum, frá upphafi til enda. Stundum losna menn þá við lagið úr hljóðberkinum.

Heimildir:

Mynd:...