Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?

Daníel Þór Ólason

Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér.

Með orðinu peningaspil er átt við öll spil þar sem hægt er að vinna eða tapa peningum eða öðrum verðmætum og tilviljun ræður miklu eða öllu um niðurstöðuna. Hugtökunum spilafíkn eða spilavanda má síðan lýsa sem spilahegðun sem hefur í för með sér óæskilegar afleiðingar fyrir þann sem spilar, aðra í nánasta umhverfi hans og fyrir samfélagið. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði eða streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar og spilafíklar misnota oft áfengi eða önnur vímuefni. Þeir eru einnig oft uppteknir af þrálátum þönkum um peningaspil og hugsa um leiðir til þess að spila áfram, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur á fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætist oft við gjaldþrot.

Árið 2003 hófust rannsóknir á algengi og alvarleika spilafíknar á Íslandi á vegum sálfræðiskorar Háskóla Íslands með stuðningi frá Happdrætti Háskóla Íslands. Markmið rannsóknanna hefur verið að auka þekkingu á algengi og útbreiðslu spilafíknar hérlendis og hefur þegar umtalsverðum gögnum verið safnað um algengi spilavanda meðal íslenskra unglinga (Daníel Þór Ólason, Karen Júlía Sigurðardóttir og Jakob Smári, í prentun; Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson, 2004; í prentun; Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári, 2004). Niðurstöðum þessara rannsókna er gerð nokkur skil hér að neðan.

Í byrjun árs 2003 var gerð könnun á spilahegðun og algengi spilavanda meðal 750 16 til 18 ára nemenda við 12 framhaldsskóla á Íslandi. Niðurstöður sýndu að nær allir nemendur höfðu einhvern tíma spilað peningaspil og um það bil 80% höfðu spilað á undanförnum 12 mánuðum fyrir könnun. Um 10% nemenda sögðust spila peningaspil einu sinni í viku eða oftar og vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og Lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2,0% til 2,7% og var spilavandi mun algengari meðal drengja en stúlkna (Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári, 2004).

Í framhaldi af ofangreindri rannsókn var gerð mun umfangsmeiri könnun á spilahegðun og algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13 til 15 ára. Gögnum var safnað í byrjun árs 2004 og fengust svör frá 3573 unglingum eða 77% af öllum grunnskólanemendum á þessum aldri í Reykjavík. Niðurstöður voru um margt sambærilegar við fyrri könnun. Tæplega 93% unglinga höfðu einhvern tíma spilað peningaspil, um 70% á undanförnum 12 mánuðum fyrir könnun og tæplega 8% sögðust spila einu sinni í viku eða oftar. Algengi spilavanda var á bilinu 1,9% til 2,8% og voru drengir margfalt líklegri en stúlkur til að eiga við spilavanda að stríða (Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson, 2004; í prentun).

Í megindráttum sýna niðurstöður þessara tveggja rannsókna að spilavandi meðal íslenskra ungmenna er sambærilegur eða ívið minni en hann mælist erlendis. Vandinn kemur einkum fram meðal drengja og bendir til þess að fræðsla um hættur peningaspila og möguleg meðferðarúrræði hér á landi þurfi að beinast sérstaklega að þeim. Einnig er vert að geta þess að neysla áfengis og annarra vímuefna og einkenni um athyglisbrest með ofvirkni voru algengari meðal unglinga sem eiga við spilavanda að stríða en unglinga sem spila án vandkvæða. Það er því mikilvægt að skima fyrir spilavanda meðal unglinga sem eiga við athyglisbrest með ofvirkni að stríða eða leita sér hjálpar vegna áfengisvanda eða annarrar vímuefnaneyslu. Unglingum sem eiga í margþættum vanda væri þá hægt að veita viðeigandi meðferð vegna spilavanda samhliða annarri meðferð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekari upplýsingar

  • Daníel Þór Ólason Karen Júlía Sigurðardóttir og Jakob Smári. (í prentun). „Prevalence estimates of gambling participation and problem gambling among 16 to 18 year old students in Iceland: A comparison of the SOGS-RA and DSM-IV-MR-J“. Journal of Gambling Studies.
  • Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson (2004). „Algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13–15 ára“. Hjá Úlfi Hauksyni (ritstj.). Rannsóknir í félagsvísindum V, bls. 645-656. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands: Háskólaútgáfan.
  • Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson (í prentun). „Spilahegðun og algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13–15 ára: Mat á hugsanlegum áhættuþáttum spilavanda unglinga“. Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna: Erindi flutt á málþingi umboðsmanns barna og háskólarektors 5. nóvember 2004. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Ritið verður gefið út haustið 2005.
  • Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári (2004). „Könnun á spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi“. Sálfræðiritið, 9, bls. 37-42.

Myndir

Höfundur

aðjúnkt í sálfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.9.2005

Spyrjandi

Fríða Arnardóttir

Tilvísun

Daníel Þór Ólason. „Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?“ Vísindavefurinn, 5. september 2005, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5243.

Daníel Þór Ólason. (2005, 5. september). Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5243

Daníel Þór Ólason. „Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2005. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?
Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér.

Með orðinu peningaspil er átt við öll spil þar sem hægt er að vinna eða tapa peningum eða öðrum verðmætum og tilviljun ræður miklu eða öllu um niðurstöðuna. Hugtökunum spilafíkn eða spilavanda má síðan lýsa sem spilahegðun sem hefur í för með sér óæskilegar afleiðingar fyrir þann sem spilar, aðra í nánasta umhverfi hans og fyrir samfélagið. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði eða streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar og spilafíklar misnota oft áfengi eða önnur vímuefni. Þeir eru einnig oft uppteknir af þrálátum þönkum um peningaspil og hugsa um leiðir til þess að spila áfram, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur á fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætist oft við gjaldþrot.

Árið 2003 hófust rannsóknir á algengi og alvarleika spilafíknar á Íslandi á vegum sálfræðiskorar Háskóla Íslands með stuðningi frá Happdrætti Háskóla Íslands. Markmið rannsóknanna hefur verið að auka þekkingu á algengi og útbreiðslu spilafíknar hérlendis og hefur þegar umtalsverðum gögnum verið safnað um algengi spilavanda meðal íslenskra unglinga (Daníel Þór Ólason, Karen Júlía Sigurðardóttir og Jakob Smári, í prentun; Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson, 2004; í prentun; Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári, 2004). Niðurstöðum þessara rannsókna er gerð nokkur skil hér að neðan.

Í byrjun árs 2003 var gerð könnun á spilahegðun og algengi spilavanda meðal 750 16 til 18 ára nemenda við 12 framhaldsskóla á Íslandi. Niðurstöður sýndu að nær allir nemendur höfðu einhvern tíma spilað peningaspil og um það bil 80% höfðu spilað á undanförnum 12 mánuðum fyrir könnun. Um 10% nemenda sögðust spila peningaspil einu sinni í viku eða oftar og vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og Lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2,0% til 2,7% og var spilavandi mun algengari meðal drengja en stúlkna (Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári, 2004).

Í framhaldi af ofangreindri rannsókn var gerð mun umfangsmeiri könnun á spilahegðun og algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13 til 15 ára. Gögnum var safnað í byrjun árs 2004 og fengust svör frá 3573 unglingum eða 77% af öllum grunnskólanemendum á þessum aldri í Reykjavík. Niðurstöður voru um margt sambærilegar við fyrri könnun. Tæplega 93% unglinga höfðu einhvern tíma spilað peningaspil, um 70% á undanförnum 12 mánuðum fyrir könnun og tæplega 8% sögðust spila einu sinni í viku eða oftar. Algengi spilavanda var á bilinu 1,9% til 2,8% og voru drengir margfalt líklegri en stúlkur til að eiga við spilavanda að stríða (Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson, 2004; í prentun).

Í megindráttum sýna niðurstöður þessara tveggja rannsókna að spilavandi meðal íslenskra ungmenna er sambærilegur eða ívið minni en hann mælist erlendis. Vandinn kemur einkum fram meðal drengja og bendir til þess að fræðsla um hættur peningaspila og möguleg meðferðarúrræði hér á landi þurfi að beinast sérstaklega að þeim. Einnig er vert að geta þess að neysla áfengis og annarra vímuefna og einkenni um athyglisbrest með ofvirkni voru algengari meðal unglinga sem eiga við spilavanda að stríða en unglinga sem spila án vandkvæða. Það er því mikilvægt að skima fyrir spilavanda meðal unglinga sem eiga við athyglisbrest með ofvirkni að stríða eða leita sér hjálpar vegna áfengisvanda eða annarrar vímuefnaneyslu. Unglingum sem eiga í margþættum vanda væri þá hægt að veita viðeigandi meðferð vegna spilavanda samhliða annarri meðferð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekari upplýsingar

  • Daníel Þór Ólason Karen Júlía Sigurðardóttir og Jakob Smári. (í prentun). „Prevalence estimates of gambling participation and problem gambling among 16 to 18 year old students in Iceland: A comparison of the SOGS-RA and DSM-IV-MR-J“. Journal of Gambling Studies.
  • Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson (2004). „Algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13–15 ára“. Hjá Úlfi Hauksyni (ritstj.). Rannsóknir í félagsvísindum V, bls. 645-656. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands: Háskólaútgáfan.
  • Daníel Þór Ólason, Guðmundur Á. Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson (í prentun). „Spilahegðun og algengi spilavanda hjá reykvískum unglingum á aldrinum 13–15 ára: Mat á hugsanlegum áhættuþáttum spilavanda unglinga“. Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna: Erindi flutt á málþingi umboðsmanns barna og háskólarektors 5. nóvember 2004. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Ritið verður gefið út haustið 2005.
  • Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári (2004). „Könnun á spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi“. Sálfræðiritið, 9, bls. 37-42.

Myndir

...