Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir

Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir hnettir væru reikistjörnur en ekki fastastjörnur. Hins vegar eru til heimildir um uppgötvun Úranusar, Neptúnusar og dvergreikistjörnunnar Plútó enda hnettirnir uppötvaðir á árunum 1781-1930.

Úranus, sem hér sést til hliðar er, er að vísu rétt nógu bjartur til að sjást með berum augum en enginn virðist hafa tekið eftir honum reika fyrr á tímum. Úranus hafði því sést mörgum sinnum áður en hann var „uppgötvaður“ en menn töldu hann vera fastastjörnu. Segja má að Úranus hafi verið uppgötvaður aðfaranótt 13. mars, 1781, af hinum ensk-þýska stjörnuáhugamanni William Herschel (1738-1822). Herschel tók eftir því að Úranus hreyfðist miðað við fastastjörnurnar á himinnum en gerði sér þó ekki grein fyrir því að Úranus væri reikistjarna, heldur hélt hann væri halastjarna.

Það var enski konunglegi stjörnufræðingurinn Nevil Maskelyne (1732-1811) sem taldi að þarna væri hugsanlega um reikistjörnu að ræða þar sem útlit hennar svipaði á engan hátt til halastjörnu. Úranus hafði nokkrum sinnum verið kortlagður af öðrum á undan Herschel, til dæmis af konunglega enska stjörnufræðingnum John Flamsteed (1646–1719) árið 1690 og Tobias Meyer (1723-1762), þýskum stjörnufræðingi, árið 1756.

Neptúnus, sem sést hér til hliðar, er of daufur til að sjást með berum augum á næturhimninum og því var það ekki fyrr en sjónaukinn kom til sögunnar að unnt var að finna reikistjörnuna. Ítarlegar rannsóknir stjörnufræðinga á brautarfærslu Úranusar leiddu þó til þess að Neptúnus fannst. Heiðurinn af uppgötvun Neptúnusar eiga tveir stærðfræðingar sem reiknuðu út staðsetningu Úranusar án vitundar hvor annars. Í október 1845 litu útreikningar enska stærðfræðingsins John Couch Adams (1819-1892) dagsins ljós og fáeinum mánuðum seinna gerði franski stærð- og stjörnufræðingurinn Urbain Joseph Le Verrier (1811-1877) samsvarandi útreikninga. Báðir spáðu þeir fyrir um staðsetningu óþekktu reikistjörnunnar með innan við einnar gráðu skekkju.

Það var þó þýski stjörnufræðingurinn Johann Gottfried Galle (1812-1910) sem fann Neptúnus á stjörnuhimninum fyrstur manna 23. september 1846 eftir ábendingu frá Le Verrier. Enska eðlis- og stjörnufræðingnum James Challis (1803-1882) varð síðar ljóst að hann hafði sjálfur séð reikistjörnuna tvisvar sinnum í mánuðinum á undan, það er í ágúst 1846, en hann var ekki nógu vandvirkur til að taka eftir henni.Myndirnar af Plútó sem sýna að hann hreyfist hratt miðað við fastastjörnurnar á himninum; örvarnar benda á dvergreikistjörnuna.

Eftir að Neptúnus fannst árið 1846 komu í ljós að truflanir á braut reikistjörnunnar sem voru of miklar til að aðeins Úranus gæti valdið þeim. Menn hófu því fljótt leit að „reikistjörnunni X“. Leitin bar loks árangur 18. febrúar 1930 þegar bandaríski stjörnuáhugamaðurinn Clyde Tombaugh (1906-1997) fann Plútó á myndum sem teknar höfðu verið 23. og 29. janúar það ár. Plútó er ekki lengur talin vera reikistjarna heldur dvergreikistjarna, eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundar

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.11.2010

Spyrjandi

Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir f. 1994

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2010. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52483.

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. (2010, 12. nóvember). Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52483

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2010. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52483>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?
Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir hnettir væru reikistjörnur en ekki fastastjörnur. Hins vegar eru til heimildir um uppgötvun Úranusar, Neptúnusar og dvergreikistjörnunnar Plútó enda hnettirnir uppötvaðir á árunum 1781-1930.

Úranus, sem hér sést til hliðar er, er að vísu rétt nógu bjartur til að sjást með berum augum en enginn virðist hafa tekið eftir honum reika fyrr á tímum. Úranus hafði því sést mörgum sinnum áður en hann var „uppgötvaður“ en menn töldu hann vera fastastjörnu. Segja má að Úranus hafi verið uppgötvaður aðfaranótt 13. mars, 1781, af hinum ensk-þýska stjörnuáhugamanni William Herschel (1738-1822). Herschel tók eftir því að Úranus hreyfðist miðað við fastastjörnurnar á himinnum en gerði sér þó ekki grein fyrir því að Úranus væri reikistjarna, heldur hélt hann væri halastjarna.

Það var enski konunglegi stjörnufræðingurinn Nevil Maskelyne (1732-1811) sem taldi að þarna væri hugsanlega um reikistjörnu að ræða þar sem útlit hennar svipaði á engan hátt til halastjörnu. Úranus hafði nokkrum sinnum verið kortlagður af öðrum á undan Herschel, til dæmis af konunglega enska stjörnufræðingnum John Flamsteed (1646–1719) árið 1690 og Tobias Meyer (1723-1762), þýskum stjörnufræðingi, árið 1756.

Neptúnus, sem sést hér til hliðar, er of daufur til að sjást með berum augum á næturhimninum og því var það ekki fyrr en sjónaukinn kom til sögunnar að unnt var að finna reikistjörnuna. Ítarlegar rannsóknir stjörnufræðinga á brautarfærslu Úranusar leiddu þó til þess að Neptúnus fannst. Heiðurinn af uppgötvun Neptúnusar eiga tveir stærðfræðingar sem reiknuðu út staðsetningu Úranusar án vitundar hvor annars. Í október 1845 litu útreikningar enska stærðfræðingsins John Couch Adams (1819-1892) dagsins ljós og fáeinum mánuðum seinna gerði franski stærð- og stjörnufræðingurinn Urbain Joseph Le Verrier (1811-1877) samsvarandi útreikninga. Báðir spáðu þeir fyrir um staðsetningu óþekktu reikistjörnunnar með innan við einnar gráðu skekkju.

Það var þó þýski stjörnufræðingurinn Johann Gottfried Galle (1812-1910) sem fann Neptúnus á stjörnuhimninum fyrstur manna 23. september 1846 eftir ábendingu frá Le Verrier. Enska eðlis- og stjörnufræðingnum James Challis (1803-1882) varð síðar ljóst að hann hafði sjálfur séð reikistjörnuna tvisvar sinnum í mánuðinum á undan, það er í ágúst 1846, en hann var ekki nógu vandvirkur til að taka eftir henni.Myndirnar af Plútó sem sýna að hann hreyfist hratt miðað við fastastjörnurnar á himninum; örvarnar benda á dvergreikistjörnuna.

Eftir að Neptúnus fannst árið 1846 komu í ljós að truflanir á braut reikistjörnunnar sem voru of miklar til að aðeins Úranus gæti valdið þeim. Menn hófu því fljótt leit að „reikistjörnunni X“. Leitin bar loks árangur 18. febrúar 1930 þegar bandaríski stjörnuáhugamaðurinn Clyde Tombaugh (1906-1997) fann Plútó á myndum sem teknar höfðu verið 23. og 29. janúar það ár. Plútó er ekki lengur talin vera reikistjarna heldur dvergreikistjarna, eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...