
Fyrsta heila árið sem Ferðamálastofa birti tölur um voru erlendir gestir sem fóru um Leifsstöð 308.768 en árið 2008 voru þeir 472.535. Skipting eftir þjóðernum var eftirfarandi:
Land | Fjöldi ferðamanna | Hlutfall |
Bretland | 69.936 | 15% |
Þýskaland | 45.111 | 10% |
Danmörk | 41.012 | 9% |
Bandaríkin | 40.491 | 9% |
Noregur | 35.121 | 7% |
Svíþjóð | 32.255 | 7% |
Frakkland | 26.161 | 6% |
Pólland | 24.226 | 5% |
Holland | 18.756 | 4% |
Finnland | 10.792 | 2% |
Kanada | 10.568 | 2% |
Spánn | 10.438 | 2% |
Ítalía | 10.113 | 2% |
Sviss | 7.134 | 2% |
Japan | 6.716 | 1% |
Kína | 5.759 | 1% |
Annað | 77.946 | 16% |
Samtals | 472.535 | 100% |

Inn í þessum tölum eru heldur ekki farþegar skemmtiferðaskipa sem hafa stutta viðdvöl í hverri höfn og gista ekki á landinu. Hins vegar er fjöldi þeirra töluverður og hefur farið vaxandi eins og fjöldi þeirra sem koma til landsins á annan hátt. Á vef Hagstofunnar fundust tölur um fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum sem heimsóttu Ísland árið 2007 og voru þeir rétt rúmlega 53.000. Skipting á milli landa er töluvert frábrugðin því sem er hjá flugfarþegunum þar sem yfir 80% farþega skemmtiferðaskipa árið 2007 voru frá þremur löndum; Þýskalandi (38,5%), Bretlandi (32,3%) og Bandaríkjunum (10,3%). Heimildir og myndir:
- Ferðamálastofa. Skoðað 23. 6. 2009.
- Hagstofa Íslands. Skoðað 23. 6. 2009.
- Mynd frá Leifsstöð: Samtök ferðaþjónustunnar. Sótt 23. 6. 2009
- Mynd af skemmtiferðaskipi: Skarpur.is. Sótt 23. 6. 2009.