Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Flestir ferðamenn sem koma til Ísland eru Bretar og á það við hvort sem ferðamenn skemmtiferðaskipa eru teknir með eða ekki.
Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein á Íslandi undanfarin ár og fjöldi þeirra sem heimsækja landið aukist verulega. Frá árinu 2002 hefur Ferðamálaráð og síðan Ferðamálastofa verið með talningar í Leifsstöð og niðurstöður þeirra eru birtar á vef Ferðamálastofu.
Árið 2008 voru erlendir gestir á Íslandi sem fóru um Leifsstöð 472.535 talsins.
Fyrsta heila árið sem Ferðamálastofa birti tölur um voru erlendir gestir sem fóru um Leifsstöð 308.768 en árið 2008 voru þeir 472.535. Skipting eftir þjóðernum var eftirfarandi:
Land
Fjöldi ferðamanna
Hlutfall
Bretland
69.936
15%
Þýskaland
45.111
10%
Danmörk
41.012
9%
Bandaríkin
40.491
9%
Noregur
35.121
7%
Svíþjóð
32.255
7%
Frakkland
26.161
6%
Pólland
24.226
5%
Holland
18.756
4%
Finnland
10.792
2%
Kanada
10.568
2%
Spánn
10.438
2%
Ítalía
10.113
2%
Sviss
7.134
2%
Japan
6.716
1%
Kína
5.759
1%
Annað
77.946
16%
Samtals
472.535
100%
Hér má sjá að Bretar eru hlutfallslega fjölmennasti hópurinn sem heimsækir Ísland og hefur svo verið öll árin sem talningin nær yfir. Þjóðverjar koma þar á eftir og síðan Danir og Bandaríkjamenn. Það sem helst hefur breyst frá 2003 er það að hlutfall Bandaríkjamanna hefur dregist nokkuð saman, þeir voru 15% allra gesta sem fóru um Leifsstöð 2003 en 9% árið 2008. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem lenda í flokknum “Annað” vaxið úr 11% í 16%.
Rétt er að taka fram að áætlað er að þessar tölur nái yfir 96% erlendra gesta sem koma til landsins en um 4% ferðamanna komi um aðra flugvelli, með Norrænu og öðrum skipum.
Á hverju ári heimsækja fjölmargir farþegar skemmtiferðaskipa landið en þeir eru oft ekki taldir með þegar fjallað er um fjölda ferðamanna enda stoppa þeir ekki nema nokkra klukkutíma á hverjum stað og gista ekki á landinu.
Inn í þessum tölum eru heldur ekki farþegar skemmtiferðaskipa sem hafa stutta viðdvöl í hverri höfn og gista ekki á landinu. Hins vegar er fjöldi þeirra töluverður og hefur farið vaxandi eins og fjöldi þeirra sem koma til landsins á annan hátt. Á vef Hagstofunnar fundust tölur um fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum sem heimsóttu Ísland árið 2007 og voru þeir rétt rúmlega 53.000. Skipting á milli landa er töluvert frábrugðin því sem er hjá flugfarþegunum þar sem yfir 80% farþega skemmtiferðaskipa árið 2007 voru frá þremur löndum; Þýskalandi (38,5%), Bretlandi (32,3%) og Bandaríkjunum (10,3%).
Heimildir og myndir:
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan koma flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52761.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 2. júlí). Hvaðan koma flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52761
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan koma flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52761>.