Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru mislingar?

Þórólfur Guðnason

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hafa verið bólusett gegn þeim í allmörg ár.

Mislingar smitast með úðasmiti í lofti og því getur smit borist á milli herbergja jafnvel þótt sá smitaði sé hafður í einangrun. Allir sem ekki hafa áður fengið mislinga eiga á hættu að smitast, að undanskildum börnum yngri en fjögurra mánaða því þau njóta verndar efna sem þau fá með móðurmjólkinni (að því gefnu að móðirin hafi fengið mislinga).



Útbrot eru einn af fylgifiskum mislinga.

Sá sem fær mislinga getur byrjað að smitað aðra átta dögum eftir smit og áður en veikin brýst út. Hann getur smitað þangað til útbrotin hverfa eða í það minnsta fimm daga eftir að þau birtast. Smit getur ekki borist með dauðum hlutum né fólki sem ekki er móttækilegt fyrir smiti.

Meðgöngutími mislinga, það er tíminn frá því einstaklingur smitast og þar til hann veikist, getur verið mislangur en algengt er að hann sé ein til tvær vikur. Eftir tæpar tvær vikur birtast fyrstu einkennin sem eru:
  • Hiti, hækkar upp í 39°C
  • Nefrennsli
  • Hósti
  • Roði í augum
  • Viðkvæmni fyrir ljósi
  • Stór og aum þykkildi á hálsi eru algeng, svo og eymsli í koki
  • Einnig geta myndast gráir blettir á stærð við sandkorn í slímhimnu á innanverðum neðri vörum gegnt augntönnum, svonefndar mislingadröfnur, sem eru undanfari útbrotanna sem á eftir fylgja.

Eftir þrjá til fjóra daga er ekki ólíklegt að hitinn lækki um stund en hann hækkar þó fljótlega aftur og þá koma útbrotin fram. Viku síðar er barnið orðið hitalaust á ný. Ráðlegt er að halda börnum með mislinga heima og ekki senda þau í skóla fyrr en þau eru orðin hitalaus.

Mislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda. Því geta menn aðeins fengið mislinga einu sinni á ævinni. Nú orðið stendur börnum til boða fjölónæmisbólusetning við átján mánaða og níu ára aldur, en í henni er meðal annars bóluefni gegn mislingum.

Best er að mislingasmitað barn sé rúmliggjandi í svölu herbergi þar sem lýsing er hófleg. Verði barnið veikara eða ef hitinn helst hár er rétt að kalla sem fyrst á lækni. Eingöngu má gefa hóstamixtúru eða hitastillandi lyf samkvæmt læknisráði. Mikilvægt er að tryggja að mislingarnir leiði ekki til fylgikvilla á borð við lungnabólgu, eyrnabólgu í miðeyra eða sýkingar í taugakerfi, sem er til allrar hamingju sjaldgæf og telst til undantekninga.

Konur sem hyggja á barneignir ættu að ganga úr skugga um hvort þær hafi fengið mislinga. Mislingar á meðgöngu geta valdið fóstursýkingu og jafnvel fósturláti þegar verst lætur. Séu konur í vafa geta þær leitað læknis og látið bólusetja sig en það má ekki gera eftir að kona er orðin þunguð.

Svar þetta fengið af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd: Immunization Action Coalition

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

22.9.2005

Spyrjandi

Svanhildur Sævarsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Hvað eru mislingar?“ Vísindavefurinn, 22. september 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5282.

Þórólfur Guðnason. (2005, 22. september). Hvað eru mislingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5282

Þórólfur Guðnason. „Hvað eru mislingar?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5282>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mislingar?
Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hafa verið bólusett gegn þeim í allmörg ár.

Mislingar smitast með úðasmiti í lofti og því getur smit borist á milli herbergja jafnvel þótt sá smitaði sé hafður í einangrun. Allir sem ekki hafa áður fengið mislinga eiga á hættu að smitast, að undanskildum börnum yngri en fjögurra mánaða því þau njóta verndar efna sem þau fá með móðurmjólkinni (að því gefnu að móðirin hafi fengið mislinga).



Útbrot eru einn af fylgifiskum mislinga.

Sá sem fær mislinga getur byrjað að smitað aðra átta dögum eftir smit og áður en veikin brýst út. Hann getur smitað þangað til útbrotin hverfa eða í það minnsta fimm daga eftir að þau birtast. Smit getur ekki borist með dauðum hlutum né fólki sem ekki er móttækilegt fyrir smiti.

Meðgöngutími mislinga, það er tíminn frá því einstaklingur smitast og þar til hann veikist, getur verið mislangur en algengt er að hann sé ein til tvær vikur. Eftir tæpar tvær vikur birtast fyrstu einkennin sem eru:
  • Hiti, hækkar upp í 39°C
  • Nefrennsli
  • Hósti
  • Roði í augum
  • Viðkvæmni fyrir ljósi
  • Stór og aum þykkildi á hálsi eru algeng, svo og eymsli í koki
  • Einnig geta myndast gráir blettir á stærð við sandkorn í slímhimnu á innanverðum neðri vörum gegnt augntönnum, svonefndar mislingadröfnur, sem eru undanfari útbrotanna sem á eftir fylgja.

Eftir þrjá til fjóra daga er ekki ólíklegt að hitinn lækki um stund en hann hækkar þó fljótlega aftur og þá koma útbrotin fram. Viku síðar er barnið orðið hitalaust á ný. Ráðlegt er að halda börnum með mislinga heima og ekki senda þau í skóla fyrr en þau eru orðin hitalaus.

Mislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda. Því geta menn aðeins fengið mislinga einu sinni á ævinni. Nú orðið stendur börnum til boða fjölónæmisbólusetning við átján mánaða og níu ára aldur, en í henni er meðal annars bóluefni gegn mislingum.

Best er að mislingasmitað barn sé rúmliggjandi í svölu herbergi þar sem lýsing er hófleg. Verði barnið veikara eða ef hitinn helst hár er rétt að kalla sem fyrst á lækni. Eingöngu má gefa hóstamixtúru eða hitastillandi lyf samkvæmt læknisráði. Mikilvægt er að tryggja að mislingarnir leiði ekki til fylgikvilla á borð við lungnabólgu, eyrnabólgu í miðeyra eða sýkingar í taugakerfi, sem er til allrar hamingju sjaldgæf og telst til undantekninga.

Konur sem hyggja á barneignir ættu að ganga úr skugga um hvort þær hafi fengið mislinga. Mislingar á meðgöngu geta valdið fóstursýkingu og jafnvel fósturláti þegar verst lætur. Séu konur í vafa geta þær leitað læknis og látið bólusetja sig en það má ekki gera eftir að kona er orðin þunguð.

Svar þetta fengið af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd: Immunization Action Coalition...