Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er löss?

Sigurður Steinþórsson

Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanverðu Kína og miðríkjum Bandaríkjanna.



Löss nálægt Hunyuan í Shanxi-héraði í Kína.

Orðið „löss“ mun vera úr þýsku þar sem það merkti lausan, fínkorna sand. Löss er yfirleitt af þeirri kornastærð sem kallast silt (méla): þvermál korna 0,004-0,06 millimetrar, grófara en leir en fínna en sandur.

Vegna þess að efnið myndaðist við svörfun jökla sýnir það lítil merki efnaveðrunar og samanstendur einkum af kristöllum og kristalbrotum steinda sem einkenna granít og aðrar meginlands-bergtegundir: kvars, feldspat og glimmer. Í Kína og víðar var algengt að mannabústaðir væru grafnir í löss vegna þess hve þykkar myndanirnar eru og auðgrafnar, og í afskekktum sveitum Kína mun fólk enn búa í slíkum manngerðum hellum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefum:

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.8.2009

Spyrjandi

Ingibjörg Gísladóttir
Sandra Kristín Skúladóttir
Hrefna Rós Lárusdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er löss?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52840.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 19. ágúst). Hvað er löss? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52840

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er löss?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52840>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er löss?
Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanverðu Kína og miðríkjum Bandaríkjanna.



Löss nálægt Hunyuan í Shanxi-héraði í Kína.

Orðið „löss“ mun vera úr þýsku þar sem það merkti lausan, fínkorna sand. Löss er yfirleitt af þeirri kornastærð sem kallast silt (méla): þvermál korna 0,004-0,06 millimetrar, grófara en leir en fínna en sandur.

Vegna þess að efnið myndaðist við svörfun jökla sýnir það lítil merki efnaveðrunar og samanstendur einkum af kristöllum og kristalbrotum steinda sem einkenna granít og aðrar meginlands-bergtegundir: kvars, feldspat og glimmer. Í Kína og víðar var algengt að mannabústaðir væru grafnir í löss vegna þess hve þykkar myndanirnar eru og auðgrafnar, og í afskekktum sveitum Kína mun fólk enn búa í slíkum manngerðum hellum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefum:

Mynd: ...