Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?

Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’.

Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir ‘hamingja, heppni’. Sér er nú hver lukkan merkir þá ‘þetta var þá meiri heppnin (hamingjan) eða hitt þó heldur’ oftast sagt í hneykslunartón. Þótt lukka sé tökuorð er orðasambandið innlent.

Útgáfudagur

7.9.2009

Spyrjandi

Kristín Sigurjónsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?“ Vísindavefurinn, 7. september 2009. Sótt 24. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=52843.

Guðrún Kvaran. (2009, 7. september). Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52843

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2009. Vefsíða. 24. jún. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52843>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Línusteypuvél

Þýsk-bandaríski uppfinningamaðurinn Ottmar Mergenthaler fann upp svonefnda línusteypuvél til að nota við prentverk og fékk einkaleyfi fyrir henni 1884. Línusteypuvél er blýsetningarvél sem setur og steypir heilar línur í einu. Tilkoma línusteypuvéla flýtti verulega fyrir setningu dagblaða. Eftir að þær komu til sögunnar var fyrst farið að gefa út dagblöð sem voru lengri en 8 síður.