Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í grundvallaratriðum fylgir réttarkerfi okkar á Íslandi þeim almennu réttarfarshugmyndum sem mótast hafa síðustu tvær aldir á Vesturlöndum. Gengið er út frá því að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja og að afbrotamenn séu ábyrgir gerða sinna með örfáum undantekningum sem felast einna helst í ósakhæfi vegna ungs aldurs eða sjúkleika. Það er því talið fyllilega réttmætt og líklegt til árangurs gegn brotum í samfélaginu að refsa þeim einstaklingi sem brýtur hegningarlögin og skal refsiþyngdin endurspegla alvarleika afbrotsins.
Spurningin í heild var sem hér segir:
Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum, það er varðandi refsingar eins og sektir og fangelsi?
Refsingin þjónar tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi að refsa hinum brotlega fyrir athæfi sitt og í öðru lagi að fæla aðra frá því að fremja sama eða svipað brot í framtíðinni.
Tegundir refsinga eru ýmsar og er stundum steypt saman í sama máli. Óskilorðsbundin refsivist felur í sér afplánun í fangelsi, skilorðsbundin refsivist er háð skilyrðum og ef þeim er fullnægt þarf viðkomandi ekki að fara í fangelsi. Þriðja tegundin er sektir.
Á síðustu árum hafa dómþolar sem hlotið hafa óskilorðsbundna fangelsisdóma allt að 6 mánuðum getað sótt um að ljúka dómi með samfélagsþjónustu án þess að fara í fangelsi. Einnig hefur dómþolum gefist kostur á afplánun hjá félagasamtökunum Vernd í Reykjavík svo og að ljúka afplánun í vímuefnameðferð hjá SÁÁ. Til viðbótar má nefna að hægt er að fá reynslulausn ef fullnægt er tilteknum skilyrðum sem felast í því að að minnsta kosti helmingi afplánunar í fangelsi sé lokið. Að síðustu má nefna skilorðsbundna frestun ákæru frá ríkissaksóknara sem einkum er beitt gagnvart ungum afbrotamönnum.
Helgi Gunnlaugsson. „Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?“ Vísindavefurinn, 17. júní 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=530.
Helgi Gunnlaugsson. (2000, 17. júní). Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=530
Helgi Gunnlaugsson. „Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?“ Vísindavefurinn. 17. jún. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=530>.