Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

JGÞ

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess vegna sú að þeir sem nota klisjur prenta einfaldlega mynd sem annar hefur dregið upp, og geta gert það óhóflega oft.

Sem dæmi um klisjukennt orðalag mætti nefna, 'hún lagði skóna á hilluna'. Það er í sjálfu sér myndrænt orðalag og gæti átt vel við um íþróttamenn sem treysta mikið á skóbúnað en hætta í sinni íþrótt. Orðalagið verður síðan klisja vegna ofnotkunar og hugsunarleysis, til dæmis á það sérstaklega illa við um sundfólk sem hættir að keppa í sinni grein. En rétt er að taka fram að orðalagið 'hann lagði sundgleraugun á bakkann' er álíka mikil klisja enda er það einfaldlega mótað eftir fyrri klisjunni án nokkurs frumleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

14.8.2009

Spyrjandi

Rósa Ómarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2009, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53018.

JGÞ. (2009, 14. ágúst). Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53018

JGÞ. „Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2009. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?
Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess vegna sú að þeir sem nota klisjur prenta einfaldlega mynd sem annar hefur dregið upp, og geta gert það óhóflega oft.

Sem dæmi um klisjukennt orðalag mætti nefna, 'hún lagði skóna á hilluna'. Það er í sjálfu sér myndrænt orðalag og gæti átt vel við um íþróttamenn sem treysta mikið á skóbúnað en hætta í sinni íþrótt. Orðalagið verður síðan klisja vegna ofnotkunar og hugsunarleysis, til dæmis á það sérstaklega illa við um sundfólk sem hættir að keppa í sinni grein. En rétt er að taka fram að orðalagið 'hann lagði sundgleraugun á bakkann' er álíka mikil klisja enda er það einfaldlega mótað eftir fyrri klisjunni án nokkurs frumleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...