Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er metafóra?

Metafóra er hljóðlíking gríska orðsins metaphora sem hefur verið íslenskað með hugtakinu myndhvörf. Gríska orðið merkir bókstaflega 'að bera yfir' eða 'yfirfærsla' og á sérstaklega við um það þegar merking orðs færist af einu sviði yfir á annað.Þegar við tölum um borðfætur beitum við myndhvörfum.

Samkvæmt klassískri mælskufræði getur merking orða verið tvenns konar: Annars vegar eiginleg eða bókstafleg og hins vegar óeiginleg. Fyrri merkingin er talin vera upprunaleg en hin síðari verður til með beitingu myndmáls, til dæmis þegar orð eru yfirfærð með myndhverfingu.

Dæmi um þetta eru fjölmörg
  • fótur á borði
  • öxl á fjalli
  • sólin gengur frá austri til vesturs
  • ruslatunnan gleypir í sig sorpið
  • skýin sigla yfir himinninn
Hér hefur merking orðanna færst af einu sviði yfir á annað. Í fyrstu tveimur dæmunum hafa nafnorðin fótur og öxl öðlast aðra merkingu en hina upprunalegu þar sem þau eru vanalega notuð yfir líkamshluta. Í hinum þremur dæmunum eru sagnorðin 'ganga', 'gleypa' og 'sigla' myndhverfð og notuð um önnur fyrirbæri en þeim er eiginlegt.

Svonefnd nafnskipti eru nátengd myndhvörfum og bæði hugtökin tilheyra myndmáli. Um nafnskipti er hægt að lesa í svari við spurningunni: Er rangt að tala um að opna eða loka hurð?

Mynd: EcoByDesign

Útgáfudagur

5.7.2004

Spyrjandi

Sigríður Ólafsdóttir

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er metafóra?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2004. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4388.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 5. júlí). Hvað er metafóra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4388

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er metafóra?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2004. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4388>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.