Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður:
sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja, byrja sína áratölu eptir hina sólstöðuna, sem á sumarit verðr.

Og í Hauksbók stendur um sólhvörf:

á þeim degi, er 10 nætr ero til jónsmesso, þá ero sólhvörf, er sól er í miðju landsuðri, en um vetrinn eptir at miðri nátt 10 dögum firir jólanótt.

Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, eru bæði orðin sögð merkja hið sama. Þau eru skýrð með latneska orðinu 'solstitium' og danska orðinu 'Solhverv'.



Miðnætursól í Eyjafirði 21. júní 2004.

Í síðari tíma máli hafa orðin einnig sömu merkingu. Í bókinni Stjörnufræði-Rímfræði (1972:71), eru sólstöður og sólhvörf sögð eitt og hið sama og skýringin er:
sú stund, þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stytztur ... Nafnið sólstöður mun vísa til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.

Þótt þetta sé algengasta skýring á sólstöðum og sólhvörfum er notkunin í talmáli nokkuð á reiki. Í fyrirspurn í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu kom fram að margt eldra fólk notar sólstöður aðeins þegar sól er hæst á sumri en telja að sólhvörf sé hægt að nota um sólargang bæði að sumri og vetri. Sumir vilja jafnvel greina að sumarsólstöður og vetrarsólhvörf. Ekki virðist þessi munur á notkun orðanna staðbundinn því að dæmi eru til í talmálssafni Orðabókarinnar úr öllum landshlutum.

Dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar, sem er úr annál frá 1783, sýnir notkun sólhvarfa um sólargang að sumri:
En eftir sólhvörf, 21. Junii, kom votviðri [og] regn.

Orðið sólstöður á rætur að rekja til latínu solstitium af sögninni sto 'standa' en sólhvörf er samnorrænt orð, samanber danska orðið solhverv í sömu merkingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Fritzner, Johan. Ordbog over Det gamle norske sprog. III:476--477. Kristiania 1896.
  • Björn Halldórsson. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Havniæ 1814.
  • Þorsteinn Sæmundsson. Stjörnufræði. Rímfræði. Alfræði Menningarsjóðs. Reykjavík 1972.
  • Mynd: Akureyri. Sótt 24. 6. 2009


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.6.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2009, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53036.

Guðrún Kvaran. (2009, 25. júní). Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53036

Guðrún Kvaran. „Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2009. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53036>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?
Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður:

sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja, byrja sína áratölu eptir hina sólstöðuna, sem á sumarit verðr.

Og í Hauksbók stendur um sólhvörf:

á þeim degi, er 10 nætr ero til jónsmesso, þá ero sólhvörf, er sól er í miðju landsuðri, en um vetrinn eptir at miðri nátt 10 dögum firir jólanótt.

Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, eru bæði orðin sögð merkja hið sama. Þau eru skýrð með latneska orðinu 'solstitium' og danska orðinu 'Solhverv'.



Miðnætursól í Eyjafirði 21. júní 2004.

Í síðari tíma máli hafa orðin einnig sömu merkingu. Í bókinni Stjörnufræði-Rímfræði (1972:71), eru sólstöður og sólhvörf sögð eitt og hið sama og skýringin er:
sú stund, þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stytztur ... Nafnið sólstöður mun vísa til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.

Þótt þetta sé algengasta skýring á sólstöðum og sólhvörfum er notkunin í talmáli nokkuð á reiki. Í fyrirspurn í þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu kom fram að margt eldra fólk notar sólstöður aðeins þegar sól er hæst á sumri en telja að sólhvörf sé hægt að nota um sólargang bæði að sumri og vetri. Sumir vilja jafnvel greina að sumarsólstöður og vetrarsólhvörf. Ekki virðist þessi munur á notkun orðanna staðbundinn því að dæmi eru til í talmálssafni Orðabókarinnar úr öllum landshlutum.

Dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar, sem er úr annál frá 1783, sýnir notkun sólhvarfa um sólargang að sumri:
En eftir sólhvörf, 21. Junii, kom votviðri [og] regn.

Orðið sólstöður á rætur að rekja til latínu solstitium af sögninni sto 'standa' en sólhvörf er samnorrænt orð, samanber danska orðið solhverv í sömu merkingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans
  • Fritzner, Johan. Ordbog over Det gamle norske sprog. III:476--477. Kristiania 1896.
  • Björn Halldórsson. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Havniæ 1814.
  • Þorsteinn Sæmundsson. Stjörnufræði. Rímfræði. Alfræði Menningarsjóðs. Reykjavík 1972.
  • Mynd: Akureyri. Sótt 24. 6. 2009


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar....