Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?

Nei, hvergi í lögum er tekið sérstaklega á þess háttar athæfi, enda ekki verið að brjóta neitt með því að setja peninga í útrunna stöðumæla. Miklu frekar er einmitt verið að framfylgja þeim reglum að greiða eigi fyrir afnot af bílastæðum á ákveðnum svæðum og vandséð hvaða lögbrot ætti að felast í því að greiða fyrir einhvern annan.

Það er hins vegar afar ólíklegt að hið gjafmilda góðmenni eigi rétt á að fá endurgreitt frá þeim sem hann borgar fyrir, þar sem hann gerir það óumbeðinn og ekki liggur fyrir samþykki þess sem á bílinn.

Mynd: Parking meter.

Útgáfudagur

4.10.2005

Spyrjandi

Björn Þorvarðarson

Höfundur

lögfræðingur

Tilvísun

Árni Helgason. „Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?“ Vísindavefurinn, 4. október 2005. Sótt 16. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5305.

Árni Helgason. (2005, 4. október). Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5305

Árni Helgason. „Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2005. Vefsíða. 16. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5305>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Vilhjálmsson

1940

Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.