Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?

Árni Helgason

Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks eru hins vegar víðtækara efni og erfiðara að finna ákveðna afmarkaða lagaheimild fyrir upptökum á þeim.

Í 48. grein fjarskiptalaga 81/2003 kemur fram að ekki má taka upp símtöl án þess að greina viðmælandanum frá því. Frá þessari reglu eru gerðar þær undantekningar að ekki þarf að tilkynna viðmælenda um að símtal verði tekið upp þegar ótvírætt má ætla að viðmælandanum sé kunnugt um hljóðritunina. Eins mega opinberar stofnanir eða fyrirtæki – með sérstakri heimild – taka upp símtöl án þess að tilkynna það sérstaklega, svo lengi sem hljóðritunin er eðlilegur þáttur í starfseminni og nauðsynleg vegna öryggissjónarmiða. Nánar má lesa um hljóðritun símtala í svarinu Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo? eftir Jón Elvar Guðmundsson.


Heimildagerðarmenn mega að jafnaði ekki taka upp samtöl manna nema með samþykki þeirra.

Tökum nú fyrir samtöl milli manna. Almennt gildir að til að mega taka þau upp án samþykkis þurfi dómsúrskurð, eins og fram kemur í 86. grein laga um meðferð opinberra mála:

86. gr. Með þeim skilyrðum sem greind eru í 87. gr., er heimilt í þágu rannsóknar:

  • að leggja fyrir síma- eða fjarskiptafyrirtæki að leyfa að hlustað sé á eða tekin séu upp símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki eða að öðrum kosti síma eða fjarskiptatæki í eigu eða umráðum tilgreinds manns,
  • að fá upplýsingar hjá síma- eða fjarskiptafyrirtækjum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki,
  • að taka upp samtöl eða nema annars konar hljóð eða merki með því að nota til þess sérstaka hljóðupptökutækni eða sambærilega tækni án þess að þeir sem í hlut eiga viti af því,
  • að taka myndir, hvort sem er ljósmyndir eða kvikmyndir, án þess að þeir sem myndaðir eru viti af því.

Í 87. grein laganna kemur svo fram að úrskurð dómara þurfi til aðgerða sem taldar eru upp í 86. grein. Þar af leiðandi er almennt ekki heimilt að taka upp samtöl án samþykkis þeirra sem í hlut eiga. Á hinn bóginn þarf ekki neins konar opinbera heimild til þess eins að taka upp samtal sem allir aðilar hafa samþykkt að tekið sé upp. Álitaefni getur verið hvenær fullt samþykki er gefið, til dæmis ef um þegjandi samþykki er að ræða. Það verður þó ekki farið nánar út í þá sálma, enda mjög háð aðstæðum hverju sinni hvort slíkt samþykki teljist gilt.

Mynd: Photo gallery. Asian Worldwide Elvis Fan Club.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

5.10.2005

Spyrjandi

Eysteinn Guðni Guðnason o.fl.

Tilvísun

Árni Helgason. „Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?“ Vísindavefurinn, 5. október 2005. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5309.

Árni Helgason. (2005, 5. október). Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5309

Árni Helgason. „Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2005. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5309>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?
Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks eru hins vegar víðtækara efni og erfiðara að finna ákveðna afmarkaða lagaheimild fyrir upptökum á þeim.

Í 48. grein fjarskiptalaga 81/2003 kemur fram að ekki má taka upp símtöl án þess að greina viðmælandanum frá því. Frá þessari reglu eru gerðar þær undantekningar að ekki þarf að tilkynna viðmælenda um að símtal verði tekið upp þegar ótvírætt má ætla að viðmælandanum sé kunnugt um hljóðritunina. Eins mega opinberar stofnanir eða fyrirtæki – með sérstakri heimild – taka upp símtöl án þess að tilkynna það sérstaklega, svo lengi sem hljóðritunin er eðlilegur þáttur í starfseminni og nauðsynleg vegna öryggissjónarmiða. Nánar má lesa um hljóðritun símtala í svarinu Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo? eftir Jón Elvar Guðmundsson.


Heimildagerðarmenn mega að jafnaði ekki taka upp samtöl manna nema með samþykki þeirra.

Tökum nú fyrir samtöl milli manna. Almennt gildir að til að mega taka þau upp án samþykkis þurfi dómsúrskurð, eins og fram kemur í 86. grein laga um meðferð opinberra mála:

86. gr. Með þeim skilyrðum sem greind eru í 87. gr., er heimilt í þágu rannsóknar:

  • að leggja fyrir síma- eða fjarskiptafyrirtæki að leyfa að hlustað sé á eða tekin séu upp símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki eða að öðrum kosti síma eða fjarskiptatæki í eigu eða umráðum tilgreinds manns,
  • að fá upplýsingar hjá síma- eða fjarskiptafyrirtækjum um símtöl eða fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki,
  • að taka upp samtöl eða nema annars konar hljóð eða merki með því að nota til þess sérstaka hljóðupptökutækni eða sambærilega tækni án þess að þeir sem í hlut eiga viti af því,
  • að taka myndir, hvort sem er ljósmyndir eða kvikmyndir, án þess að þeir sem myndaðir eru viti af því.

Í 87. grein laganna kemur svo fram að úrskurð dómara þurfi til aðgerða sem taldar eru upp í 86. grein. Þar af leiðandi er almennt ekki heimilt að taka upp samtöl án samþykkis þeirra sem í hlut eiga. Á hinn bóginn þarf ekki neins konar opinbera heimild til þess eins að taka upp samtal sem allir aðilar hafa samþykkt að tekið sé upp. Álitaefni getur verið hvenær fullt samþykki er gefið, til dæmis ef um þegjandi samþykki er að ræða. Það verður þó ekki farið nánar út í þá sálma, enda mjög háð aðstæðum hverju sinni hvort slíkt samþykki teljist gilt.

Mynd: Photo gallery. Asian Worldwide Elvis Fan Club....