Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs.

Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að viðhalda þeim rafstraumum sem orsaka jarðsegulsviðið. Þá dofna þeir og jarðsegulsviðið verður miklu óreglulegra að lögun en venjulega, þannig að segulskautin fara á flakk út um yfirborð jarðarinnar. Slík dofnun virðist geta tekið frá einni árþúsund til fáeinna árþúsunda. En síðan kemur að því, að rafstraumarnir styrkjast aftur og verða að mestu hringstraumar samsíða miðbaug. Það er þá undir hælinn lagt hvort stefna þeirra verður sú sama og áður eða öfug við það, það er hvort segulskautin dóla sér aftur á sömu slóðir eins og fyrir dofnunina eða í átt að hinum heimskautunum.

Fram yfir 1960 töldu vísindamenn segul-pólskiptin hafa orðið aðeins einu sinni eða tvisvar á hverjum milljón árum, og hafa tímabilin á milli þeirra verið kölluð segulskeið (e. chrons). Einna best könnuðu pólskiptin urðu fyrir um 780 þúsund árum, og hefur jarðsegulsviðið síðan þá að mestu stefnt í sömu átt og nú. Á fyrri hluta sjöunda áratugarins fundust ummerki um einstöku segulskeið sem stóðu aðeins nokkra tugi þúsunda ára, og voru kölluð subchrons. Á síðustu áratugum hafa vandaðar rannsóknir meðal annars á setlögum á sjávarbotni sýnt, að slík stutt segulskeið eru all-algeng. Einnig finnast ummerki um mörg jafnvel enn styttri skeið (e. cryptochrons) sem hafa tekið aðeins fáein þúsund ár og segulskautin þá stundum ekki náð að snúast að fullu við.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

10.9.2009

Spyrjandi

Aron Singh Helgason, Davíð Michelsen, Sunna Þórarinsdóttir, Hinrik Þór Svavarsson, Hólmsteinn Þór Valdimarsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?“ Vísindavefurinn, 10. september 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53148.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2009, 10. september). Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53148

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs.

Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að viðhalda þeim rafstraumum sem orsaka jarðsegulsviðið. Þá dofna þeir og jarðsegulsviðið verður miklu óreglulegra að lögun en venjulega, þannig að segulskautin fara á flakk út um yfirborð jarðarinnar. Slík dofnun virðist geta tekið frá einni árþúsund til fáeinna árþúsunda. En síðan kemur að því, að rafstraumarnir styrkjast aftur og verða að mestu hringstraumar samsíða miðbaug. Það er þá undir hælinn lagt hvort stefna þeirra verður sú sama og áður eða öfug við það, það er hvort segulskautin dóla sér aftur á sömu slóðir eins og fyrir dofnunina eða í átt að hinum heimskautunum.

Fram yfir 1960 töldu vísindamenn segul-pólskiptin hafa orðið aðeins einu sinni eða tvisvar á hverjum milljón árum, og hafa tímabilin á milli þeirra verið kölluð segulskeið (e. chrons). Einna best könnuðu pólskiptin urðu fyrir um 780 þúsund árum, og hefur jarðsegulsviðið síðan þá að mestu stefnt í sömu átt og nú. Á fyrri hluta sjöunda áratugarins fundust ummerki um einstöku segulskeið sem stóðu aðeins nokkra tugi þúsunda ára, og voru kölluð subchrons. Á síðustu áratugum hafa vandaðar rannsóknir meðal annars á setlögum á sjávarbotni sýnt, að slík stutt segulskeið eru all-algeng. Einnig finnast ummerki um mörg jafnvel enn styttri skeið (e. cryptochrons) sem hafa tekið aðeins fáein þúsund ár og segulskautin þá stundum ekki náð að snúast að fullu við.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:...