Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði.

Úr margs konar mælingum á þessum seguleiginleikum í jarðlögum telja menn sig vita með vissu að jarðsegulsviðið hafi oft snúist við á jarðsögulegum tíma. Meðal frumherja í þeim rannsóknum á sjötta áratug aldarinnar má telja prófessorana Trausta Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson við Háskóla Íslands. Með því að mæla aldur jarðlaganna mjög nákvæmlega, ætti að vera hægt að búa til tímatal fyrir umsnúninga sviðsins. Tímabilið milli umsnúninga er nefnt „segulskeið“ og eru þau mjög mislöng.

Fyrstu hugmyndir um tímasetningu þeirra umsnúninga sem orðið hafa á síðustu 2-3 ármilljónum komu fram kringum 1960. Tillaga að tímatali fyrir síðustu 80 milljón ár, byggð á túlkun segulmælinga yfir úthöfunum, var sett fram árið 1968. Í ljós hafa síðar komið ýmsir óvissuþættir bæði hvað varðar varðveislu segulstefnunnar, nákvæmni aldursmælinga og fleira, og hefur fyrrnefnt tímatal því tekið nokkrum breytingum. Telja margir nú að jarðsegulsviðið hafi snúist við allt að 8-10 sinnum á hverjum milljón árum, en sum segulskeiðin séu mjög stutt (stærðarþrep 10 þúsund ár). Auk þess hafi sviðið oft flökt mikið til og frá, án þess þó að snúast alveg.

Umsnúningarnir yrðu væntanlega hægir svo til að mynda fuglar gætu aðlagað sig breytingunum.

Áætlanir um tímann sem umsnúningar taka, eru einkum byggðar á rannsóknum á segulmögnun sjávarsets. Hafa niðurstöður nokkuð farið eftir því hvernig menn skilgreina „umsnúning“, og eins eftir gæðum sýnanna og næmni mælitækjanna. Algengast er að sjá tölur á bilinu 1000-5000 ár.

Áhrif umsnúnings á daglegt líf eru varla mikil. Sumar lífverur, allt frá vissum bakteríutegundum og upp í hryggdýr, virðast nota jarðsegulsviðið sér til hjálpar, ásamt öðrum þáttum í umhverfinu, við að rata á ferðum sínum. Væntanlega eru umsnúningarnir svo hægir að þessi dýr geti aðlagað sig að þeim.

Einnig hefur oft verið bent á að jarðsegulsviðið dofni verulega, ef til vill í 1/5 eða 1/10 af eðlilegum styrk, meðan á umsnúningum stendur. Þegar styrkur segulsviðsins er eins og við eigum að venjast bægir það talsverðu af geimgeislum burt frá jörðinni, en geimgeislar eru hraðfara hlaðnar agnir, komnar frá sólinni og lengra að. Þegar sviðið dofnar gætu þessir geislar átt greiðari leið inn í lofthjúp jarðar en ella. Þetta gæti haft einhver áhrif bæði á veðurfar og á tíðni stökkbreytinga í litningum lífvera, en óljóst er enn þá hvort þau áhrif eru veruleg.

Mynd:

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

6.5.2000

Spyrjandi

Kristmann Larsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=400.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2000, 6. maí). Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=400

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=400>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?
Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði.

Úr margs konar mælingum á þessum seguleiginleikum í jarðlögum telja menn sig vita með vissu að jarðsegulsviðið hafi oft snúist við á jarðsögulegum tíma. Meðal frumherja í þeim rannsóknum á sjötta áratug aldarinnar má telja prófessorana Trausta Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson við Háskóla Íslands. Með því að mæla aldur jarðlaganna mjög nákvæmlega, ætti að vera hægt að búa til tímatal fyrir umsnúninga sviðsins. Tímabilið milli umsnúninga er nefnt „segulskeið“ og eru þau mjög mislöng.

Fyrstu hugmyndir um tímasetningu þeirra umsnúninga sem orðið hafa á síðustu 2-3 ármilljónum komu fram kringum 1960. Tillaga að tímatali fyrir síðustu 80 milljón ár, byggð á túlkun segulmælinga yfir úthöfunum, var sett fram árið 1968. Í ljós hafa síðar komið ýmsir óvissuþættir bæði hvað varðar varðveislu segulstefnunnar, nákvæmni aldursmælinga og fleira, og hefur fyrrnefnt tímatal því tekið nokkrum breytingum. Telja margir nú að jarðsegulsviðið hafi snúist við allt að 8-10 sinnum á hverjum milljón árum, en sum segulskeiðin séu mjög stutt (stærðarþrep 10 þúsund ár). Auk þess hafi sviðið oft flökt mikið til og frá, án þess þó að snúast alveg.

Umsnúningarnir yrðu væntanlega hægir svo til að mynda fuglar gætu aðlagað sig breytingunum.

Áætlanir um tímann sem umsnúningar taka, eru einkum byggðar á rannsóknum á segulmögnun sjávarsets. Hafa niðurstöður nokkuð farið eftir því hvernig menn skilgreina „umsnúning“, og eins eftir gæðum sýnanna og næmni mælitækjanna. Algengast er að sjá tölur á bilinu 1000-5000 ár.

Áhrif umsnúnings á daglegt líf eru varla mikil. Sumar lífverur, allt frá vissum bakteríutegundum og upp í hryggdýr, virðast nota jarðsegulsviðið sér til hjálpar, ásamt öðrum þáttum í umhverfinu, við að rata á ferðum sínum. Væntanlega eru umsnúningarnir svo hægir að þessi dýr geti aðlagað sig að þeim.

Einnig hefur oft verið bent á að jarðsegulsviðið dofni verulega, ef til vill í 1/5 eða 1/10 af eðlilegum styrk, meðan á umsnúningum stendur. Þegar styrkur segulsviðsins er eins og við eigum að venjast bægir það talsverðu af geimgeislum burt frá jörðinni, en geimgeislar eru hraðfara hlaðnar agnir, komnar frá sólinni og lengra að. Þegar sviðið dofnar gætu þessir geislar átt greiðari leið inn í lofthjúp jarðar en ella. Þetta gæti haft einhver áhrif bæði á veðurfar og á tíðni stökkbreytinga í litningum lífvera, en óljóst er enn þá hvort þau áhrif eru veruleg.

Mynd:...