DNA er skammstöfun og stendur fyrir ensku orðin deoxyribo nucleic acid en á íslensku er stundum notuð skammstöfunin DKS sem stendur fyrir deoxýríbósakjarnsýra. DNA er erfðaefni allra lífvera og geymir þær upplýsingar sem þarf til þess að búa til lífveru og halda henni gangandi. DNA er stundum líkt við uppskrift eða teikningu þar sem það geymir upplýsingar um gerð prótína sem fruman myndar. Prótín eru helstu byggingarefni frumna, auk þess sem mörg þeirra eru ensím. Ensím eru hvatar sem gera það að verkum að efnahvörf verða nægilega hröð til þess að lífvera haldi lífi. Það er því ljóst að prótín ráða bæði gerð frumna og starfsemi þeirra og þar með eiginleikum lífverunnar.
Hver fruma í mannslíkamanum inniheldur erfðaefni sem ópakkað væri um 1,8 m. Það er því ljóst að það þarf að þjappa því verulega mikið saman til þess að það komist fyrir inni í litningunum í kjarna frumnanna. Þar gegna sérhæfð prótín í litningunum, meðal annars prótín sem kallast histón, lykilhlutverki. Þau verka sem nokkurskonar spólur eða kefli sem DNA vefst utan um þannig að það tekur ekki nema örlítið pláss.
Prótín í litningum hafa þó einnig öðru hlutverki að gegna, þau geta tekið þátt í að stjórna því hvernig gen vinna. Um það er til dæmis fjallað í svari við spurningunni: Hvað eru stýrigen og hvert er hlutverk þeirra?
Á Vísindavefnum eru fleiri og ítarlegri svör þar sem erfðaefnið, litningar og gen koma við sögu, til dæmis:
Heimildir og frekara lesefni:
DNA er skammstöfun og stendur fyrir ensku orðin deoxyribo nucleic acid en á íslensku er stundum notuð skammstöfunin DKS sem stendur fyrir deoxýríbósakjarnsýra. DNA er erfðaefni allra lífvera og geymir þær upplýsingar sem þarf til þess að búa til lífveru og halda henni gangandi. DNA er stundum líkt við uppskrift eða teikningu þar sem það geymir upplýsingar um gerð prótína sem fruman myndar. Prótín eru helstu byggingarefni frumna, auk þess sem mörg þeirra eru ensím. Ensím eru hvatar sem gera það að verkum að efnahvörf verða nægilega hröð til þess að lífvera haldi lífi. Það er því ljóst að prótín ráða bæði gerð frumna og starfsemi þeirra og þar með eiginleikum lífverunnar.
Hver fruma í mannslíkamanum inniheldur erfðaefni sem ópakkað væri um 1,8 m. Það er því ljóst að það þarf að þjappa því verulega mikið saman til þess að það komist fyrir inni í litningunum í kjarna frumnanna. Þar gegna sérhæfð prótín í litningunum, meðal annars prótín sem kallast histón, lykilhlutverki. Þau verka sem nokkurskonar spólur eða kefli sem DNA vefst utan um þannig að það tekur ekki nema örlítið pláss.
Prótín í litningum hafa þó einnig öðru hlutverki að gegna, þau geta tekið þátt í að stjórna því hvernig gen vinna. Um það er til dæmis fjallað í svari við spurningunni: Hvað eru stýrigen og hvert er hlutverk þeirra?
Á Vísindavefnum eru fleiri og ítarlegri svör þar sem erfðaefnið, litningar og gen koma við sögu, til dæmis:
Heimildir og frekara lesefni: