Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og rétt svar.

Haft var samband við Hagstofu Íslands sem meðal annars heldur utan um mannfjöldatölur. Þar fengust þær upplýsingar að um langt skeið hafi ekki verið gefnar út tölur eða greinargerðir um fjölda Íslendinga erlendis, en þær voru áður birtar reglulega í sérstökum greinum í Hagtíðindum. Upplýsingarnar voru byggðar á Þjóðskrá. Þjóðskráin hefur þótt ofmeta fjölda Íslendinga erlendis, bæði vegna þess að margir Íslendingar hirða ekki um að tilkynna breytt ríkisfang þótt þeir hafi öðlast annað, og vegna þess að tilkynningar um andlát berast seint og illa. Enn fremur gætir nokkurs vanmats í Þjóðskránni. Til dæmis eru margir sem búa í útlöndum án þess að tilkynna flutning þangað. Námsmenn sem fara utan Norðurlandanna mega halda lögheimili sínu hér meðan þeir eru í námi, en nokkuð er um að þeir tilkynni ekki námslok og þar af leiðandi flutning lögheimilis til útlanda.

Þessa fyrirvara verður að hafa í huga þegar tölur um fjölda Íslendinga í útlöndum eru skoðaðar. Eins þarf hver og einn að gera upp við sig hvaða viðmið á að nota þegar talað er um Íslendinga; eru það þeir sem einhvern tíma hafa búið á landinu, eru það allir sem hafa íslenskan ríkisborgararétt eða eru það allir sem fæðst hafa hér á landi.



Rúmlega 36.000 íslenskir ríkisborgarar búa erlendis. Hjá Hagstofunni voru rúmlega 27.000 einstaklingar fæddir á Íslandi skráðir til heimilis í útlöndum.

Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár hinn 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988. Þetta er mjög há tala, sérstaklega miðað við að á sama tíma voru 317.630 búsettir á Íslandi, sem skýrist af því að þarna eru ekki aðeins íslenskir ríkisborgarar heldur einnig fólk erlendis frá sem flutt hefur tímabundið til landsins og átt hér lögheimili, til dæmis vegna vinnu, en flutt svo út aftur.

Það má komast aðeins nær réttri tölu með því að skoða ríkisfang þessa fólks og hvar það er fætt. Af þessum 67.988 einstaklingum voru 36.202 með íslenskt ríkisfang og 31.786 með erlent ríkisfang. Ef litið er til þess hvar fólk er fætt þá voru 27.267 einstaklingar af þessum 67.988 fæddir á Íslandi og 40.721 fæddir í útlöndum.

Mörgum hefur þótt Noregur fyrirheitna landið á síðustu misserum og Vísindavefurinn hefur fengið spurningar um fjölda Íslendinga þar. Það eru þó enn fleiri fyrirvarar sem þarf að gera ef skoða á fjölda Íslendinga í einstökum löndum þar sem upplýsingar um hvar erlendis fólk býr eru byggðar á tilkynningum um hvert það fór upphaflega. Það er ekki mikið um tilkynningar á flutningi milli landa erlendis, en þekkist þó.

Í Noregi búa nú samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2010 7.488 „Íslendingar“. Af þeim eru einungis 4.647 fæddir á Íslandi. Samkvæmt Norsku hagstofunni voru 5.283 íslenskri ríkisborgar búsettir þar hinn 1. janúar 2010 og samkvæmt sömu heimild hafa 4.966 einstaklingar í Noregi íslenskan bakgrunn.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru til margir Íslendingar, á Íslandi sem og öðrum löndum?
  • Hvað búa margir Íslendingar í Noregi?
  • Hvað búa samtals margir Íslendingar í öllum heiminum?


Brynjólfur Sigurjónsson og Ómar Harðarson á Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands fá bestu þakkir fyrir upplýsingar og aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.8.2010

Spyrjandi

Vilmundur Karl Robertsson, Jóhannes Birgir Atlason, Stefán Friðirk

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2010, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53154.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 19. ágúst). Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53154

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2010. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53154>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og rétt svar.

Haft var samband við Hagstofu Íslands sem meðal annars heldur utan um mannfjöldatölur. Þar fengust þær upplýsingar að um langt skeið hafi ekki verið gefnar út tölur eða greinargerðir um fjölda Íslendinga erlendis, en þær voru áður birtar reglulega í sérstökum greinum í Hagtíðindum. Upplýsingarnar voru byggðar á Þjóðskrá. Þjóðskráin hefur þótt ofmeta fjölda Íslendinga erlendis, bæði vegna þess að margir Íslendingar hirða ekki um að tilkynna breytt ríkisfang þótt þeir hafi öðlast annað, og vegna þess að tilkynningar um andlát berast seint og illa. Enn fremur gætir nokkurs vanmats í Þjóðskránni. Til dæmis eru margir sem búa í útlöndum án þess að tilkynna flutning þangað. Námsmenn sem fara utan Norðurlandanna mega halda lögheimili sínu hér meðan þeir eru í námi, en nokkuð er um að þeir tilkynni ekki námslok og þar af leiðandi flutning lögheimilis til útlanda.

Þessa fyrirvara verður að hafa í huga þegar tölur um fjölda Íslendinga í útlöndum eru skoðaðar. Eins þarf hver og einn að gera upp við sig hvaða viðmið á að nota þegar talað er um Íslendinga; eru það þeir sem einhvern tíma hafa búið á landinu, eru það allir sem hafa íslenskan ríkisborgararétt eða eru það allir sem fæðst hafa hér á landi.



Rúmlega 36.000 íslenskir ríkisborgarar búa erlendis. Hjá Hagstofunni voru rúmlega 27.000 einstaklingar fæddir á Íslandi skráðir til heimilis í útlöndum.

Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár hinn 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988. Þetta er mjög há tala, sérstaklega miðað við að á sama tíma voru 317.630 búsettir á Íslandi, sem skýrist af því að þarna eru ekki aðeins íslenskir ríkisborgarar heldur einnig fólk erlendis frá sem flutt hefur tímabundið til landsins og átt hér lögheimili, til dæmis vegna vinnu, en flutt svo út aftur.

Það má komast aðeins nær réttri tölu með því að skoða ríkisfang þessa fólks og hvar það er fætt. Af þessum 67.988 einstaklingum voru 36.202 með íslenskt ríkisfang og 31.786 með erlent ríkisfang. Ef litið er til þess hvar fólk er fætt þá voru 27.267 einstaklingar af þessum 67.988 fæddir á Íslandi og 40.721 fæddir í útlöndum.

Mörgum hefur þótt Noregur fyrirheitna landið á síðustu misserum og Vísindavefurinn hefur fengið spurningar um fjölda Íslendinga þar. Það eru þó enn fleiri fyrirvarar sem þarf að gera ef skoða á fjölda Íslendinga í einstökum löndum þar sem upplýsingar um hvar erlendis fólk býr eru byggðar á tilkynningum um hvert það fór upphaflega. Það er ekki mikið um tilkynningar á flutningi milli landa erlendis, en þekkist þó.

Í Noregi búa nú samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2010 7.488 „Íslendingar“. Af þeim eru einungis 4.647 fæddir á Íslandi. Samkvæmt Norsku hagstofunni voru 5.283 íslenskri ríkisborgar búsettir þar hinn 1. janúar 2010 og samkvæmt sömu heimild hafa 4.966 einstaklingar í Noregi íslenskan bakgrunn.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru til margir Íslendingar, á Íslandi sem og öðrum löndum?
  • Hvað búa margir Íslendingar í Noregi?
  • Hvað búa samtals margir Íslendingar í öllum heiminum?


Brynjólfur Sigurjónsson og Ómar Harðarson á Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands fá bestu þakkir fyrir upplýsingar og aðstoð við gerð þessa svars....