Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið vegasalt?

Guðrún Kvaran

Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess er salt var vegið í sekkjum og jafn mikið skyldi í hverjum sekk. Ef svo var ekki seig vigtin niður þeim megin sem þyngri sekkurinn var. Sambandið að vega salt er oft notað í yfirfærðri merkingu um eitthvað sem er eða þyrfti að vera í jafnvægi. Til dæmis þurfa tekjur og útgjöld nokkurn veginn að vega salt.


Eigum við að vega salt?

Þrautin að vega salt þekktist þegar í fornu máli. Önnur nöfn á þrautinni voru að ríða kort, ríða kortu eða róa kort, eru þau líklega til komin fyrir erlend áhrif, og að ríða ása. Í ritinu Íslenzkar skemtanir, sem Ólafur Davíðsson safnaði saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1888–1892, er þess getið að lýsingu á þessum sið sé að finna í sögunni af Þorsteini Víkingssyni, einni af fornaldarsögum Norðurlanda. Sagt er frá því að synir Víkings jarls hafi tekið mann um tvítugt og borið hann upp á bæjarhúsin. Þar hafi þeir notað hann í stað bjálka til að ríða bæjarhúsum þar til faðir hans lauk upp dyrum fyrir þeim. Til eru gamlar rímur af Þorsteini Víkingssyni þar sem þessum atburði er lýst svona:

Voru þeir lengi að vega salt á vænum ási;

heyrðu þeir þótt hríðin blási,

að hringlað var í bæjarlási.

Ólafur Davíðsson lýsir leiknum á eftirfarandi hátt (155):

Optast vega tveir salt. Þeir taka tré eða plánka og setja það yfir vegg eða jafnvel húsmæni. Að því búnu sezt hvor á sinn enda trésins, þannig að jafnvægi er á því. Því næst þýngir annar á sér og fer þá hans endi niður, en endinn, sem hinn situr á, lyptist upp. Þegar hann þykist vera kominn nógu hátt, þýngir hann á sér og hefur þann, sem situr á móti honum, upp á við og svo koll af kolli. Stundum situr einn á öðrum enda trésins, en tveir á hinum. Stundum sitja tveir á báðum endum o.s.frv. Listin getur verið allhættuleg, enda börnum opt bannað að vega salt.

Eins og þrautinni er lýst var hún einungis ætluð huguðum mönnum þar sem plankinn, sem setið var á, var laus og oft hátt fall ef jafnvægi var ekki haldið. Barnaleikurinn að vega salt virðist miklu yngri. Ólafur Davíðsson segir hann tíðkast víða í útlöndum og þekkir lýsingu á honum úr danskri bók, Börnelege, sem aftur var þýdd úr frönsku.

Mynd: Kettler kids slides and seesaws UK.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.10.2005

Spyrjandi

Valgard Sorensen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið vegasalt?“ Vísindavefurinn, 11. október 2005. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5322.

Guðrún Kvaran. (2005, 11. október). Hvaðan kemur orðið vegasalt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5322

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið vegasalt?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2005. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5322>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið vegasalt?
Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess er salt var vegið í sekkjum og jafn mikið skyldi í hverjum sekk. Ef svo var ekki seig vigtin niður þeim megin sem þyngri sekkurinn var. Sambandið að vega salt er oft notað í yfirfærðri merkingu um eitthvað sem er eða þyrfti að vera í jafnvægi. Til dæmis þurfa tekjur og útgjöld nokkurn veginn að vega salt.


Eigum við að vega salt?

Þrautin að vega salt þekktist þegar í fornu máli. Önnur nöfn á þrautinni voru að ríða kort, ríða kortu eða róa kort, eru þau líklega til komin fyrir erlend áhrif, og að ríða ása. Í ritinu Íslenzkar skemtanir, sem Ólafur Davíðsson safnaði saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1888–1892, er þess getið að lýsingu á þessum sið sé að finna í sögunni af Þorsteini Víkingssyni, einni af fornaldarsögum Norðurlanda. Sagt er frá því að synir Víkings jarls hafi tekið mann um tvítugt og borið hann upp á bæjarhúsin. Þar hafi þeir notað hann í stað bjálka til að ríða bæjarhúsum þar til faðir hans lauk upp dyrum fyrir þeim. Til eru gamlar rímur af Þorsteini Víkingssyni þar sem þessum atburði er lýst svona:

Voru þeir lengi að vega salt á vænum ási;

heyrðu þeir þótt hríðin blási,

að hringlað var í bæjarlási.

Ólafur Davíðsson lýsir leiknum á eftirfarandi hátt (155):

Optast vega tveir salt. Þeir taka tré eða plánka og setja það yfir vegg eða jafnvel húsmæni. Að því búnu sezt hvor á sinn enda trésins, þannig að jafnvægi er á því. Því næst þýngir annar á sér og fer þá hans endi niður, en endinn, sem hinn situr á, lyptist upp. Þegar hann þykist vera kominn nógu hátt, þýngir hann á sér og hefur þann, sem situr á móti honum, upp á við og svo koll af kolli. Stundum situr einn á öðrum enda trésins, en tveir á hinum. Stundum sitja tveir á báðum endum o.s.frv. Listin getur verið allhættuleg, enda börnum opt bannað að vega salt.

Eins og þrautinni er lýst var hún einungis ætluð huguðum mönnum þar sem plankinn, sem setið var á, var laus og oft hátt fall ef jafnvægi var ekki haldið. Barnaleikurinn að vega salt virðist miklu yngri. Ólafur Davíðsson segir hann tíðkast víða í útlöndum og þekkir lýsingu á honum úr danskri bók, Börnelege, sem aftur var þýdd úr frönsku.

Mynd: Kettler kids slides and seesaws UK....