Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, flest úr Hafnarfirði. En orðið þekktist víðar og heimildir bárust úr Reykjavík, Mýrdal, Eyjafirði og úr Vestmannaeyjum. Dæmi bárust einnig um sögnina að rambelta um að vega salt. Aðeins úr Hafnarfirði barst okkur að krakkar styttu oft sögnina rambelta í ramba og sömuleiðis var ramba notað um leiktækið. Þau töluðu þá um að ramba á römbunni.


Krakkar að ramba.

Ýmis dæmi eru til um að ákveðin orð yfir leiki og leiktæki séu fyrst og fremst notuð staðbundið og á það við um rambeltuna og sögnina að ramba um að vega salt þótt stöku dæmi megi finna annars staðar.

Sögnin að ramba, sem þekkt er í málinu allt frá 16. öld, merkir annars að ‛kjaga, vaga, reika, rugga til’. Orðin rambald (hvk) og rambaldi (kk) eru höfð um klukkuás, ás í áttavita. Rambeltan á rætur að rekja til þessara orða og merkinga þeirra.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.7.2011

Spyrjandi

Hanna Mjöll Þórsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2011, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59326.

Guðrún Kvaran. (2011, 11. júlí). Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59326

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2011. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59326>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?
Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, flest úr Hafnarfirði. En orðið þekktist víðar og heimildir bárust úr Reykjavík, Mýrdal, Eyjafirði og úr Vestmannaeyjum. Dæmi bárust einnig um sögnina að rambelta um að vega salt. Aðeins úr Hafnarfirði barst okkur að krakkar styttu oft sögnina rambelta í ramba og sömuleiðis var ramba notað um leiktækið. Þau töluðu þá um að ramba á römbunni.


Krakkar að ramba.

Ýmis dæmi eru til um að ákveðin orð yfir leiki og leiktæki séu fyrst og fremst notuð staðbundið og á það við um rambeltuna og sögnina að ramba um að vega salt þótt stöku dæmi megi finna annars staðar.

Sögnin að ramba, sem þekkt er í málinu allt frá 16. öld, merkir annars að ‛kjaga, vaga, reika, rugga til’. Orðin rambald (hvk) og rambaldi (kk) eru höfð um klukkuás, ás í áttavita. Rambeltan á rætur að rekja til þessara orða og merkinga þeirra.

Mynd:

...