Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Sigurður Steinþórsson

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltinu, líkt og Þjórsárhraun í byrjun nútíma og Eldgjár- (934) og Lakahraun (1783) á sögulegum tíma.



Bíldudalur í forgrunni, á myndinni er horft út Arnarfjörð til vesturs.

Þegar ísöld hófst fyrir um 2,6 milljón árum, surfu jöklarnir ofan af hraunstaflanum, eins og sjá má af því að skorið er ofan af hraunlögunum (mynd), en nær ströndinni, sem fyrrum var vestar en nú er, grófu skriðjöklar dali og firði. Vegna þess hve víðfeðmur Vestfjarðakjálkinn er, hafa þau um það bil 30 ísaldarskeið sem gengið hafa yfir hann, ekki megnað að naga dalina svo mikið niður að eggjar myndist milli þeirra eða þeir náð saman eins og til dæmis á Tröllaskaga sem bæði er yngri og mjórri. Á Austfjörðum eru tindóttir hryggir milli dala og fjarða, en vestar hefur rofið ekki haft við upphleðslu á ísöld.



Efri hluti staflans myndaðist í rekbelti sem lá um Snæfellsnes norður í Húnaflóa, en neðri hlutinn í belti sem lá vestan við landið. Setlög (þykk lína) eru á mótum myndananna tveggja, og koma fram neðst á vestur-annesjum kjálkans.

Þess má að lokum geta, að „alpalandslagið“ á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum er afleiðing af því hve mikið efni jöklarnir grófu úr basaltstaflanum (dalir og firðir), þannig að landið reis hærra en áður var þegar jöklarnir bráðnuðu.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem landmótun jökla kemur við sögu, til dæmis:

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.9.2009

Spyrjandi

Guðbjörn Páll Sölvason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?“ Vísindavefurinn, 15. september 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53262.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 15. september). Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53262

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53262>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?
Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltinu, líkt og Þjórsárhraun í byrjun nútíma og Eldgjár- (934) og Lakahraun (1783) á sögulegum tíma.



Bíldudalur í forgrunni, á myndinni er horft út Arnarfjörð til vesturs.

Þegar ísöld hófst fyrir um 2,6 milljón árum, surfu jöklarnir ofan af hraunstaflanum, eins og sjá má af því að skorið er ofan af hraunlögunum (mynd), en nær ströndinni, sem fyrrum var vestar en nú er, grófu skriðjöklar dali og firði. Vegna þess hve víðfeðmur Vestfjarðakjálkinn er, hafa þau um það bil 30 ísaldarskeið sem gengið hafa yfir hann, ekki megnað að naga dalina svo mikið niður að eggjar myndist milli þeirra eða þeir náð saman eins og til dæmis á Tröllaskaga sem bæði er yngri og mjórri. Á Austfjörðum eru tindóttir hryggir milli dala og fjarða, en vestar hefur rofið ekki haft við upphleðslu á ísöld.



Efri hluti staflans myndaðist í rekbelti sem lá um Snæfellsnes norður í Húnaflóa, en neðri hlutinn í belti sem lá vestan við landið. Setlög (þykk lína) eru á mótum myndananna tveggja, og koma fram neðst á vestur-annesjum kjálkans.

Þess má að lokum geta, að „alpalandslagið“ á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum er afleiðing af því hve mikið efni jöklarnir grófu úr basaltstaflanum (dalir og firðir), þannig að landið reis hærra en áður var þegar jöklarnir bráðnuðu.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem landmótun jökla kemur við sögu, til dæmis:

Myndir:

...