Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?

Ingólfur Guðnason

Í risahvönn (Heracleum mantegazzianum) eru ertandi efni, til dæmis fúranókúmarín, sem valda blöðrum og útbrotum, líkt og eftir bruna ef þau komast í snertingu við húð, sérstaklega í sólskini.



Ekki fundust heimildir um að risahvönn væri notuð í matreiðslu á annan hátt en þann að þurrkuð fræ hennar eru notuð sem krydd, til dæmis í Íran.

Vera má að hægt sé að nota risahvönnina til matar eftir þurrkun eða suðu en höfundur kannast ekki við það úr heimildum og telur ólíklegt að það sé gert á Vesturlöndum. Í öllu falli skyldi forðast að bera hana að vörum sér ferska.

Fyrir nokkrum árum birtust fréttir ásamt myndum í dönskum dagblöðum af seinheppnum Roskilde-festival gestum sem gerðu sér hasspípu úr risahvönn sem óx í grenndinni. Þurftu þeir að ganga með plástraðar varir lengi á eftir, því plöntusafinn olli ljótum sárum á vörum og víðar í andlitinu. Á myndinni hér til hliðar sjást brunasár á fæti af völdum risahvannar.

Ef til vill er hægt að finna heimildir um notkun risahvannar við matseld í austur-evrópskum eða asískum ritum. Fræ risahvannar eru eitthvað notuð sem krydd í Asíu, til dæmis í Íran.

Hægt er að lesa meira um hvönn á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:

Myndir:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar? Samanber sjóða stilkbúta í vatni og hella síðan yfir þá súsætum vökva.

Höfundur

Ingólfur Guðnason

brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, Garðyrkjuskólanum FSu

Útgáfudagur

12.10.2009

Spyrjandi

Pétrína Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Ingólfur Guðnason. „Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?“ Vísindavefurinn, 12. október 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53438.

Ingólfur Guðnason. (2009, 12. október). Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53438

Ingólfur Guðnason. „Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?
Í risahvönn (Heracleum mantegazzianum) eru ertandi efni, til dæmis fúranókúmarín, sem valda blöðrum og útbrotum, líkt og eftir bruna ef þau komast í snertingu við húð, sérstaklega í sólskini.



Ekki fundust heimildir um að risahvönn væri notuð í matreiðslu á annan hátt en þann að þurrkuð fræ hennar eru notuð sem krydd, til dæmis í Íran.

Vera má að hægt sé að nota risahvönnina til matar eftir þurrkun eða suðu en höfundur kannast ekki við það úr heimildum og telur ólíklegt að það sé gert á Vesturlöndum. Í öllu falli skyldi forðast að bera hana að vörum sér ferska.

Fyrir nokkrum árum birtust fréttir ásamt myndum í dönskum dagblöðum af seinheppnum Roskilde-festival gestum sem gerðu sér hasspípu úr risahvönn sem óx í grenndinni. Þurftu þeir að ganga með plástraðar varir lengi á eftir, því plöntusafinn olli ljótum sárum á vörum og víðar í andlitinu. Á myndinni hér til hliðar sjást brunasár á fæti af völdum risahvannar.

Ef til vill er hægt að finna heimildir um notkun risahvannar við matseld í austur-evrópskum eða asískum ritum. Fræ risahvannar eru eitthvað notuð sem krydd í Asíu, til dæmis í Íran.

Hægt er að lesa meira um hvönn á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:

Myndir:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar? Samanber sjóða stilkbúta í vatni og hella síðan yfir þá súsætum vökva.

...