
Þúfur verða til á grónu landi eins og áður sagði. Á ógrónum melum verða hins vegar til melatíglar en ferlið er svipað, vatnið í jarðveginum frýs, þenst út og bungur myndast. Smásteinar sem lyftast upp á yfirborðið vegna holklakans velta síðan niður í lægðirnar á milli bungnanna eða berast þangað með vatni þegar tekur að þiðna og mynda steinrendur.

Heimildir:
- Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
- Guðbjartur Kristófersson. Jarðfræðiglósur. Skoðað 28. 10. 2009.
- Mynd af þúfum: Fotki - höfundur myndar: Elsa Jakobsdóttir. Sótt 28. 10. 2009.
- Mynd af melatíglum: Guðbjartur Kristófersson. Jarðfræðiglósur. Sótt 28. 10. 2009.
Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.