Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig myndast þúfur?

EDS

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu.

Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður svokallaður holklaki. Við þessa frostþenslu lyftist gróðurþekjan aðeins en nær síðan ekki að falla í sama far aftur þegar þiðnar þar sem fínkorna efni nær að skríða ofna í farið. Frostþenslan veldur ekki aðeins lyftingu jarðvegsins heldur einnig þrýstingi út til hliðanna með þeim afleiðingum að bungur myndast í jarðveginum. Smám saman verður sífelld endurtekning frosts og þíðu til þess að þúfur myndast.

Þúfur í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn.

Þúfur verða til á grónu landi eins og áður sagði. Á ógrónum melum verða hins vegar til melatíglar en ferlið er svipað, vatnið í jarðveginum frýs, þenst út og bungur myndast. Smásteinar sem lyftast upp á yfirborðið vegna holklakans velta síðan niður í lægðirnar á milli bungnanna eða berast þangað með vatni þegar tekur að þiðna og mynda steinrendur.

Melatíglar verða til við frostlyftingu og jarðskrið á gróðurlitlu landi.

Heimildir:


Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.10.2009

Spyrjandi

Sigurður Ingi Ágústsson, Jónas Unnarsson, Hrönn Jónsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig myndast þúfur?“ Vísindavefurinn, 30. október 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53492.

EDS. (2009, 30. október). Hvernig myndast þúfur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53492

EDS. „Hvernig myndast þúfur?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53492>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast þúfur?
Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu.

Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður svokallaður holklaki. Við þessa frostþenslu lyftist gróðurþekjan aðeins en nær síðan ekki að falla í sama far aftur þegar þiðnar þar sem fínkorna efni nær að skríða ofna í farið. Frostþenslan veldur ekki aðeins lyftingu jarðvegsins heldur einnig þrýstingi út til hliðanna með þeim afleiðingum að bungur myndast í jarðveginum. Smám saman verður sífelld endurtekning frosts og þíðu til þess að þúfur myndast.

Þúfur í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn.

Þúfur verða til á grónu landi eins og áður sagði. Á ógrónum melum verða hins vegar til melatíglar en ferlið er svipað, vatnið í jarðveginum frýs, þenst út og bungur myndast. Smásteinar sem lyftast upp á yfirborðið vegna holklakans velta síðan niður í lægðirnar á milli bungnanna eða berast þangað með vatni þegar tekur að þiðna og mynda steinrendur.

Melatíglar verða til við frostlyftingu og jarðskrið á gróðurlitlu landi.

Heimildir:


Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars....