Sólin Sólin Rís 05:31 • sest 21:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:49 • Sest 17:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?

Jón Már Halldórsson

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er hornsílið.

Tvær aðrar tegundir eru flokkaðar innan sömu ættkvíslar og hornsíli og þær eru þess vegna skyldastar hornsílinu. Tegundirnar heita G. wheatlandi) og G. microcephalus. Fyrrnefnda sílið nefnist gaddsíli á íslensku en hið síðara hefur ekkert íslenskt heiti. Bókstafleg merking orðsins microcephalus er hins vegar örsmátt höfuð. Báðar tegundirnar eru áþekkar hornsílum að stærð og gerð.

Gaddsíli finnst við strendur Norður-Ameríku, meðal annars við Nýfundnaland og frá ströndum Labrador suður til Massachusetts í Bandaríkjunum. Gaddsílið lifir í söltu og ísöltu vatni við ströndina. Það heldur til í þangi í grunnum sjó þar sem það getur bæði veitt sér hryggleysingja til matar og verið í skjóli fyrir stærri ránfiskum.

Algeng lengd gaddsílis er um 3,5 cm en þó hafi fundist fiskar sem voru allt að 7,5 cm á lengd.Gaddsíli (G. wheatlandi).

G. microcephalus er ferskvatnsfiskur sem finnst meðal annars í Japan og við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Einnig hafa fundist einstaklingar í fersku vatni í Mexíkó. Heimildir um útbreiðslu G.microcephalus eru annars mjög ófullnægjandi.

G. microcephalus er um 5,5 cm á lengd. Lífshættir tegundarinnar eru svipaðir og hjá hornsílum. Helsta fæða G.microcephalus eru ýmsir ferskvatnshryggleysingjar, til dæmis lirfur ýmissa skordýra.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.11.2009

Spyrjandi

Muni Jakobsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2009. Sótt 19. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=53587.

Jón Már Halldórsson. (2009, 25. nóvember). Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53587

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2009. Vefsíða. 19. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53587>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er hornsílið.

Tvær aðrar tegundir eru flokkaðar innan sömu ættkvíslar og hornsíli og þær eru þess vegna skyldastar hornsílinu. Tegundirnar heita G. wheatlandi) og G. microcephalus. Fyrrnefnda sílið nefnist gaddsíli á íslensku en hið síðara hefur ekkert íslenskt heiti. Bókstafleg merking orðsins microcephalus er hins vegar örsmátt höfuð. Báðar tegundirnar eru áþekkar hornsílum að stærð og gerð.

Gaddsíli finnst við strendur Norður-Ameríku, meðal annars við Nýfundnaland og frá ströndum Labrador suður til Massachusetts í Bandaríkjunum. Gaddsílið lifir í söltu og ísöltu vatni við ströndina. Það heldur til í þangi í grunnum sjó þar sem það getur bæði veitt sér hryggleysingja til matar og verið í skjóli fyrir stærri ránfiskum.

Algeng lengd gaddsílis er um 3,5 cm en þó hafi fundist fiskar sem voru allt að 7,5 cm á lengd.Gaddsíli (G. wheatlandi).

G. microcephalus er ferskvatnsfiskur sem finnst meðal annars í Japan og við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Einnig hafa fundist einstaklingar í fersku vatni í Mexíkó. Heimildir um útbreiðslu G.microcephalus eru annars mjög ófullnægjandi.

G. microcephalus er um 5,5 cm á lengd. Lífshættir tegundarinnar eru svipaðir og hjá hornsílum. Helsta fæða G.microcephalus eru ýmsir ferskvatnshryggleysingjar, til dæmis lirfur ýmissa skordýra.

Heimildir og mynd:

...