Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?

Árni Helgason

Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakstur verið stórfelldur af hálfu aðila megi gera vélknúið ökutæki upptækt.

Um mat á því hvernig farið er með árekstur bifreiða segir hins vegar í 89. gr. umferðarlaga:
Ef tjón hlýst af árekstri skráningarskyldra vélknúinna ökutækja skiptist tjónið á þau að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum.

Samkvæmt þessu ákvæði er tjón vegna áreksturs metið með hliðsjón af öllum atvikum málsins.



Í þessu felst að ölvun ein og sér getur ekki, óháð atvikum málsins að öðru leyti, dugað til að einhver verði gerður ábyrgur fyrir árekstri. Akstur eða athæfi hins ölvaða ökumanns verður að hafa verið þáttur í því að áreksturinn átti sér stað. Það er til dæmis ekki svo að það eitt að ökumaður sé ölvaður geri það að verkum að hann beri fortakslaust ábyrgð á tjóni vegna árekstrar. Ef til að mynda ökumaður, sem er undir áhrifum áfengis, er með bifreið sína í kyrrstöðu á rauðu ljósi þegar önnur bifreið ekur aftan á hana, gerir ölvunin ökumanninn ekki réttlausan. Það er hinn ökumaðurinn sem veldur árekstrinum og ölvun ökumannsins hefur ekki áhrif á þann atburð. Ölvaði ökumaðurinn mundi hins vegar í öllum tilfellum sæta viðurlögum fyrir ölvunaraksturinn samkvæmt ákvæðum umferðarlaga.

Við mat á bótaskyldu vegna árekstra tveggja bíla reynir oft á flókið sönnunarmat til þess að leiða út ábyrgð þeirra sem hlut eiga að máli. Telja má öruggt að sé annar ökumaðurinn ölvaður en hinn ekki, verði vafaatriði í slíku mati túlkuð hinum ölvaða ökumanni í óhag.

Mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

18.11.2009

Spyrjandi

Arnar Kári Bjarkason

Tilvísun

Árni Helgason. „Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2009, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53865.

Árni Helgason. (2009, 18. nóvember). Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53865

Árni Helgason. „Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2009. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?
Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakstur verið stórfelldur af hálfu aðila megi gera vélknúið ökutæki upptækt.

Um mat á því hvernig farið er með árekstur bifreiða segir hins vegar í 89. gr. umferðarlaga:
Ef tjón hlýst af árekstri skráningarskyldra vélknúinna ökutækja skiptist tjónið á þau að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum.

Samkvæmt þessu ákvæði er tjón vegna áreksturs metið með hliðsjón af öllum atvikum málsins.



Í þessu felst að ölvun ein og sér getur ekki, óháð atvikum málsins að öðru leyti, dugað til að einhver verði gerður ábyrgur fyrir árekstri. Akstur eða athæfi hins ölvaða ökumanns verður að hafa verið þáttur í því að áreksturinn átti sér stað. Það er til dæmis ekki svo að það eitt að ökumaður sé ölvaður geri það að verkum að hann beri fortakslaust ábyrgð á tjóni vegna árekstrar. Ef til að mynda ökumaður, sem er undir áhrifum áfengis, er með bifreið sína í kyrrstöðu á rauðu ljósi þegar önnur bifreið ekur aftan á hana, gerir ölvunin ökumanninn ekki réttlausan. Það er hinn ökumaðurinn sem veldur árekstrinum og ölvun ökumannsins hefur ekki áhrif á þann atburð. Ölvaði ökumaðurinn mundi hins vegar í öllum tilfellum sæta viðurlögum fyrir ölvunaraksturinn samkvæmt ákvæðum umferðarlaga.

Við mat á bótaskyldu vegna árekstra tveggja bíla reynir oft á flókið sönnunarmat til þess að leiða út ábyrgð þeirra sem hlut eiga að máli. Telja má öruggt að sé annar ökumaðurinn ölvaður en hinn ekki, verði vafaatriði í slíku mati túlkuð hinum ölvaða ökumanni í óhag.

Mynd:...