Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar geðlyfið Haldol?

Doktor.is

Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur, Hvað gerir dópamín?


Notkun

Haldol er notað við einkennum ýmissa geðsjúkdóma, einkum við geðklofa og oflæti, til að mynda í tvískautaröskun og drykkjusýki. Einnig er það stundum gefið við óróa og rugli, svo sem hjá eldra fólki. Í litlum skömmtum hefur Haldol einnig ágæta verkun á ógleði og er stundum notað í þeim tilgangi þegar ekki er hægt að lækna frumorsök hennar. Lyfið verkar líkt og önnur sefandi geðlyf en veldur síður þreytu og syfju.

Stungulyf með forðaverkun er notað þegar æskilegt þykir að fá jafna verkun í langan tíma og þegar tryggja þarf að sjúklingur fái lyfið ef hætta er á að lyfjataka sé óregluleg. Þetta lyfjaform er venjulega ekki notað fyrr en töflumeðferð hefur verið reynd og ljóst er að lyfið verkar vel á viðkomandi sjúkling.

Aukaverkanir

Lyfið er ekki vanabindandi en getur haft nokkrar aukaverkanir. Algengastar þeirra eru vægur skjálfti og spenna í vöðvum, sérstaklega í byrjun meðferðar. Þessi einkenni lagast oft af sjálfu sér við áframhaldandi meðferð, en stundum eru gefin sérstök lyf til að vinna gegn þeim.

Sjaldgæfar aukaverkanir eru svo aukið munnvatnsrennsli, svitamyndun, lystarleysi og mjólkurmyndun í brjóstum. Svimi, þyngdaraukning, lækkun á líkamshita og lækkun á blóðþrýstingi eru hugsanlegar aukaverkanir. Blóðþrýstingsbreytingar verða oft sérstaklega áberandi þegar fólk stendur snögglega upp og getur því þá sortnað fyrir augum. Í einstaka tilfellum getur lyfið haft eiturverkanir á lifur og valdið gulu. Þetta kemur oftast fram 2-3 vikum eftir að meðferðin hefst og lagast venjulega þegar hætt er að nota lyfið.

Aðrar sjaldgæfar aukaverkanir eru breytingar á fjölda blóðkorna og á litarefnum í húð og augum. Hjá einstaka sjúklingi getur langvarandi notkun valdið síðkomnum hreyfitruflunum (tardive dyskinesia) sem eru ósjálfráðar hreyfingar eða kippir, sérstaklega í andliti og tungu. Lyfið getur einnig valdið þunglyndi.

Það sem ber að varast

Varasamt getur verið fyrir þunglyndissjúklinga að taka þetta lyf, þar sem þunglyndið getur versnað. Lyfið eykur áhrif alkóhóls, svefnlyfja, róandi lyfja og vissra lyfja við Parkinsonssjúkdómi og við þunglyndi. Því ber að varast að nota þessi lyf samtímis án sérstaks samráðs við lækni. Lesa má meira um þunglyndi í svarinu Af hverju stafar þunglyndi? eftir Engilbert Sigurðsson og Rúnar Helga Andrason, og um Parkinsonssjúkdóm í svarinu Hvað er Parkinsonssjúkdómur? af doktor.is.

Lyfið gæti haft áhrif á fóstur þótt ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Því skyldi ekki taka lyfið á meðgöngutíma nema læknir telji sérstaka ástæðu til. Lyfið skilst út í móðurmjólk, og rétt er að ráðfæra sig sérstaklega við lækni áður en lyfið er notað á meðan barn er á brjósti.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu doktor.is og birtist hér, lítillega breytt og stytt, með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2005

Spyrjandi

Guðný Pálsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hvernig verkar geðlyfið Haldol?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2005, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5397.

Doktor.is. (2005, 10. nóvember). Hvernig verkar geðlyfið Haldol? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5397

Doktor.is. „Hvernig verkar geðlyfið Haldol?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2005. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar geðlyfið Haldol?
Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur, Hvað gerir dópamín?


Notkun

Haldol er notað við einkennum ýmissa geðsjúkdóma, einkum við geðklofa og oflæti, til að mynda í tvískautaröskun og drykkjusýki. Einnig er það stundum gefið við óróa og rugli, svo sem hjá eldra fólki. Í litlum skömmtum hefur Haldol einnig ágæta verkun á ógleði og er stundum notað í þeim tilgangi þegar ekki er hægt að lækna frumorsök hennar. Lyfið verkar líkt og önnur sefandi geðlyf en veldur síður þreytu og syfju.

Stungulyf með forðaverkun er notað þegar æskilegt þykir að fá jafna verkun í langan tíma og þegar tryggja þarf að sjúklingur fái lyfið ef hætta er á að lyfjataka sé óregluleg. Þetta lyfjaform er venjulega ekki notað fyrr en töflumeðferð hefur verið reynd og ljóst er að lyfið verkar vel á viðkomandi sjúkling.

Aukaverkanir

Lyfið er ekki vanabindandi en getur haft nokkrar aukaverkanir. Algengastar þeirra eru vægur skjálfti og spenna í vöðvum, sérstaklega í byrjun meðferðar. Þessi einkenni lagast oft af sjálfu sér við áframhaldandi meðferð, en stundum eru gefin sérstök lyf til að vinna gegn þeim.

Sjaldgæfar aukaverkanir eru svo aukið munnvatnsrennsli, svitamyndun, lystarleysi og mjólkurmyndun í brjóstum. Svimi, þyngdaraukning, lækkun á líkamshita og lækkun á blóðþrýstingi eru hugsanlegar aukaverkanir. Blóðþrýstingsbreytingar verða oft sérstaklega áberandi þegar fólk stendur snögglega upp og getur því þá sortnað fyrir augum. Í einstaka tilfellum getur lyfið haft eiturverkanir á lifur og valdið gulu. Þetta kemur oftast fram 2-3 vikum eftir að meðferðin hefst og lagast venjulega þegar hætt er að nota lyfið.

Aðrar sjaldgæfar aukaverkanir eru breytingar á fjölda blóðkorna og á litarefnum í húð og augum. Hjá einstaka sjúklingi getur langvarandi notkun valdið síðkomnum hreyfitruflunum (tardive dyskinesia) sem eru ósjálfráðar hreyfingar eða kippir, sérstaklega í andliti og tungu. Lyfið getur einnig valdið þunglyndi.

Það sem ber að varast

Varasamt getur verið fyrir þunglyndissjúklinga að taka þetta lyf, þar sem þunglyndið getur versnað. Lyfið eykur áhrif alkóhóls, svefnlyfja, róandi lyfja og vissra lyfja við Parkinsonssjúkdómi og við þunglyndi. Því ber að varast að nota þessi lyf samtímis án sérstaks samráðs við lækni. Lesa má meira um þunglyndi í svarinu Af hverju stafar þunglyndi? eftir Engilbert Sigurðsson og Rúnar Helga Andrason, og um Parkinsonssjúkdóm í svarinu Hvað er Parkinsonssjúkdómur? af doktor.is.

Lyfið gæti haft áhrif á fóstur þótt ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Því skyldi ekki taka lyfið á meðgöngutíma nema læknir telji sérstaka ástæðu til. Lyfið skilst út í móðurmjólk, og rétt er að ráðfæra sig sérstaklega við lækni áður en lyfið er notað á meðan barn er á brjósti.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu doktor.is og birtist hér, lítillega breytt og stytt, með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...