Sólin Sólin Rís 08:49 • sest 17:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:30 • Sest 16:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:41 • Síðdegis: 20:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:30 • Síðdegis: 14:56 í Reykjavík

Hvernig verða eyðimerkur til?

Stjörnufræðivefurinn

Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka háðir uppgufunarhraða og einnig hvort regn er handahófskennt eða stöðugt yfir árið. Falli regn á svæði aðeins á afmörkuðum regntíma – einu sinni á nokkurra ára fresti – verður svæðið eyðimörk vegna þess að þurrkatíminn stendur svo lengi yfir að plöntur lifa ekki og vötn og lækir gufa upp. Ef hár hiti og þurrt loft valda uppgufun af yfirborðinu hraðar en regn vætir yfirborðið er svæðið eyðimörk á sama hátt, jafnvel þótt á því svæði falli meiri úrkoma en 25 cm á ári.

Skilgreining jarðfræðinga á eyðimörk veltur með öðrum orðum á því hve þurrt svæðið er en er algjörlega óháð hitastigi að öðru leyti. Jarðfræðingar gera þó greinarmun á köldum eyðimörkum og heitum eyðimörkum.

Helstu eyðimerkursvæði jarðar að pólsvæðunum undanskildum. Suðurskautslandið er stærsta eyðimörk jarðarinnar og stórir hlutar norðurheimskautssvæðisins falla undir skilgreiningu um eyðimörk.

Kaldar eyðimerkur eru á þeim stöðum á jörðinni þar sem hitastigið er venjulega undir 20°C allt árið. Slík svæði eru gjarnan mjög norðarlega eða sunnarlega á hnettinum (þar sem sólarljósið kemur inn frá bröttu horni og gefur þar af leiðandi ekki mikla orku), á mjög hálendum stöðum þar sem loftið er of þurrt til að viðhalda hærra hitastigi, eða inni í landi andspænis svölu úthafi þar sem kalt vatn dregur í sig hlýrra loft að ofan. Lægsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni var -89°C við Vostok-rannsóknarstöðina í Suðurheimskautseyðimörkinni þann 21. júlí árið 1983.

Heitar eyðimerkur eru nær miðbaug jarðar þar sem hitastigið er venjulega yfir 35°C; á láglendi þar sem þétt loft viðheldur háum hita og á svæðum sem eru fjarri kælandi hafstraumum. Hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni var á láglendi í El Azizi í Líbíu í Sahara-eyðimörkinni þar sem hitastigið mældist +58°C þann 13. september 1922 og í Dauðadal í Kaliforníu þar sem hitastigið mældist +57°C þann 10. júlí 1913.

Í heitum eyðimörkum dregur yfirborðið í sig svo mikinn hita að lag af heitu lofti (allt að 77°C) myndast rétt fyrir ofan yfirborðið. Þetta lag beygir sólarljósið svo hillingar (e. mirage) myndast. Hillingar valda því að þurr eyðimerkursandur tekur á sig mynd sjóðandi vatns svo fjarlæg fjöll líta út fyrir að vera eyjur. Hiti eykur enn fremur á þurrk með því að auka uppgufunarhraða. Í heitum eyðimörkum getur uppgufunarhraðinn verið svo mikill að þegar loks rignir helst jarðvegurinn þurr því regndroparnir gufa upp áður en þeir ná til jarðar. Þrátt fyrir það verður mjög kalt á næturnar í heitustu eyðimörkum vegna þess hve loftið er þurrt og lítið um ský. Eyðimerkur endurvarpa hitanum aftur út í geiminn sem veldur því að hitastigið fer undir frostmark á næturnar. Lofthiti í eyðimörkum getur því sveiflast um 80°C á einum sólarhring.

Tadrart Acacus, eyðimerkursvæði í Líbíu sem er hluti af Sahara-eyðimörkinni.

Allar eyðimerkur á jörðinni hafa einstök landslagseinkenni og gróðurfar, þótt lítið sé, sem greinir eina frá annarri. Jarðfræðingar skipta eyðimörkum í fimm flokka eftir umhverfinu sem þær eru í; heittempraðar eyðimerkur, eyðimerkur í vari; strandeyðimerkur; eyðimerkur inn af meginlöndum og heimskautaeyðimerkur.

Heittempraðar eyðimerkur

Heittempraðar eyðimerkur myndast af völdum hringrásarferla í lofthjúpi jarðar. Við miðbaug, þar sem sólarljósið er sterkt og vatn gufar hratt upp úr sjónum, er loftið hlýtt og rakt. Þetta hlýja og raka loft rís upp í mikla hæð yfir miðbauginn og þenst við það út og kólnar. Þá getur loftið ekki lengur viðhaldið svo miklum raka þannig að hann þéttist og fellur í helliregni sem fæðir þykka regnskóga jarðar. Þurra loftið hátt í veðrahvolfinu streymir norður eða suður. Þegar þetta loft er milli 20. og 30. breiddargráðu – á svæði á jarðkringlunni sem kallast heittempraða eða hlýtempraða beltið – er það orðið nógu svalt og þétt til þess að falla niður að yfirborðinu. Þar sem loftið er þurrt myndast sárafá eða engin ský og sterkt sólarljósið kemst óhindrað niður að yfirborðinu. Loftið sem sekkur er þurrt og þéttist og hitnar og dregur í leiðinni í sig allan raka sem er til staðar. Á svæðum þar sem þetta loft leitar til baka að miðbaug er uppgufunin umtalsvert meiri en regnmagnið. Dæmi: Sahara, Arabíueyðimörkin, Kalaharí og Ástralska eyðimörkin.

Sandöldur í Rub' al Khali-eyðimörkinni á Arabíuskaganum.

Eyðimerkur í vari (regnskugga)

Þegar loft flyst yfir sjó í átt að fjallgarði við strandlengju rís loftið upp yfir fjöllin. Þegar loftið rís, þenst það út og kólnar. Við það þéttist rakinn sem loftið inniheldur og fellur sem regn hafmegin fjalla sem oft eru þá gróskumikil svæði. Þegar loftið nær yfir fjöll og innar í landið er svo til allur raki horfinn úr því með þeim afleiðingum að var (regnskuggi) myndast hlémegin og landið þar undir verður eyðimörk.

Þetta má til dæmis sjá á Spáni þar sem Kantabríafjöllin skipta landinu í raun í gróinn hluta og þurrkasvæði. Á norðurhlíðar Kantabríafjallanna fellur talsvert regn frá Biskaja-flóa á meðan suðurhlíðarnar eru í vari. Á Íberíuskaga eru áhrifin mest á Almeria, Murcia og Alicante (vinsælir sumardvalarstaðir Íslendinga) en þetta eru svæði þar sem meðalúrkoma er um 30 cm á ári og eru þetta meðal þurrustu staða í Evrópu. Önnur dæmi eru Mojave og Dauðadalur í Bandaríkjunum.

Dauðadalur í austurhluta Kaliforníu er þurrasti og heitasti staðurinn í Bandaríkjunum.

Strandeyðimerkur

Þegar kaldur hafstraumur kælir loftið fyrir ofan með því að draga í sig varma úr loftinu, minnkar geta loftsins til að viðhalda raka, og strandeyðimörk myndast. Sem dæmi ber kaldi Humboldt-hafstraumurinn með sér kalt vatn í norðurátt frá Suðurheimskautinu að vesturströnd Suður-Ameríku og dregur í leiðinni í sig vatn frá golu sem blæs austur yfir ströndina. Þar af leiðandi fellur regn sjaldan inni í landi í Síle og Perú þótt alskýjað og rigning geti verið við sjávarsíðuna. Regn fellur svo til aldrei inni í landinu og veldur því að þetta svæði, Atacama-eyðimörkin, er eitt þurrasta svæði veraldar og raunar þurrasta eyðimörk jarðar. Á hluta þessarar mjóu eyðimerkur (innan við 200 km breið), sem liggur milli Kyrrhafsstrandarinnar í vestri og Andesfjallanna í austri, féll ekkert regn í 400 ár eða milli 1570 og 1971. Þar sem Atacama-eyðimörkin er mjög þurr og þar mjög oft heiðríkja byggja stjörnufræðingar stærstu stjörnusjónauka heims þar.

ALMA-stjörnustöðin í 5.100 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum í norðanverðri Atacama-eyðimörkinni í Síle, einum þurrasta stað jarðar.

Eyðimerkur inn af meginlöndum

Þegar loftmassi færist yfir meginland glatar hann raka með regni, jafnvel þótt engin strandfjöll séu til staðar. Þar af leiðandi hefur loftmassinn þornað ærlega upp þegar hann nær inn í sérstaklega stórt meginland eins og Asíu með þeim afleiðingum að landið fyrir neðan verður þurrt. Stærsta dæmið um slíka meginlandseyðimörk er Góbíeyðimörkin í Mið-Asíu sem er í yfir 2000 km fjarlægð frá næsta úthafi.

Heimskautaeyðimerkur

Á heimskautasvæði jarðar fellur svo lítið regn að þessi svæði eru í raun þurrkasvæði. Heimskautasvæðin eru að hluta til þurr af sömu ástæðu og heittempruðu svæðin eru þurr (hringrás loftsins þýðir að loft sem flæðir yfir þessi svæði er þurrt) og einnig að hluta af sömu ástæðu og strandsvæði við kalda hafstrauma eru þurr (kalt loft heldur illa raka). Suðurheimskautið er stærsta eyðimörk jarðar því þar fellur aldrei regn og er það meðal þurrustu staða veraldar.

Suðurskautslandið er stærsta eyðimörk jarðarinnar.

Myndir:


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um eyðimerkur sem er að finna á Stjörnufræðivefnum og birtur hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda vefsins.

Útgáfudagur

15.2.2018

Spyrjandi

Kristín Högna Magnúsdóttir, Nói Jón Marinósson, Vigdís Ólafsdóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvernig verða eyðimerkur til? “ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2018. Sótt 25. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=53996.

Stjörnufræðivefurinn. (2018, 15. febrúar). Hvernig verða eyðimerkur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53996

Stjörnufræðivefurinn. „Hvernig verða eyðimerkur til? “ Vísindavefurinn. 15. feb. 2018. Vefsíða. 25. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53996>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka háðir uppgufunarhraða og einnig hvort regn er handahófskennt eða stöðugt yfir árið. Falli regn á svæði aðeins á afmörkuðum regntíma – einu sinni á nokkurra ára fresti – verður svæðið eyðimörk vegna þess að þurrkatíminn stendur svo lengi yfir að plöntur lifa ekki og vötn og lækir gufa upp. Ef hár hiti og þurrt loft valda uppgufun af yfirborðinu hraðar en regn vætir yfirborðið er svæðið eyðimörk á sama hátt, jafnvel þótt á því svæði falli meiri úrkoma en 25 cm á ári.

Skilgreining jarðfræðinga á eyðimörk veltur með öðrum orðum á því hve þurrt svæðið er en er algjörlega óháð hitastigi að öðru leyti. Jarðfræðingar gera þó greinarmun á köldum eyðimörkum og heitum eyðimörkum.

Helstu eyðimerkursvæði jarðar að pólsvæðunum undanskildum. Suðurskautslandið er stærsta eyðimörk jarðarinnar og stórir hlutar norðurheimskautssvæðisins falla undir skilgreiningu um eyðimörk.

Kaldar eyðimerkur eru á þeim stöðum á jörðinni þar sem hitastigið er venjulega undir 20°C allt árið. Slík svæði eru gjarnan mjög norðarlega eða sunnarlega á hnettinum (þar sem sólarljósið kemur inn frá bröttu horni og gefur þar af leiðandi ekki mikla orku), á mjög hálendum stöðum þar sem loftið er of þurrt til að viðhalda hærra hitastigi, eða inni í landi andspænis svölu úthafi þar sem kalt vatn dregur í sig hlýrra loft að ofan. Lægsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni var -89°C við Vostok-rannsóknarstöðina í Suðurheimskautseyðimörkinni þann 21. júlí árið 1983.

Heitar eyðimerkur eru nær miðbaug jarðar þar sem hitastigið er venjulega yfir 35°C; á láglendi þar sem þétt loft viðheldur háum hita og á svæðum sem eru fjarri kælandi hafstraumum. Hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni var á láglendi í El Azizi í Líbíu í Sahara-eyðimörkinni þar sem hitastigið mældist +58°C þann 13. september 1922 og í Dauðadal í Kaliforníu þar sem hitastigið mældist +57°C þann 10. júlí 1913.

Í heitum eyðimörkum dregur yfirborðið í sig svo mikinn hita að lag af heitu lofti (allt að 77°C) myndast rétt fyrir ofan yfirborðið. Þetta lag beygir sólarljósið svo hillingar (e. mirage) myndast. Hillingar valda því að þurr eyðimerkursandur tekur á sig mynd sjóðandi vatns svo fjarlæg fjöll líta út fyrir að vera eyjur. Hiti eykur enn fremur á þurrk með því að auka uppgufunarhraða. Í heitum eyðimörkum getur uppgufunarhraðinn verið svo mikill að þegar loks rignir helst jarðvegurinn þurr því regndroparnir gufa upp áður en þeir ná til jarðar. Þrátt fyrir það verður mjög kalt á næturnar í heitustu eyðimörkum vegna þess hve loftið er þurrt og lítið um ský. Eyðimerkur endurvarpa hitanum aftur út í geiminn sem veldur því að hitastigið fer undir frostmark á næturnar. Lofthiti í eyðimörkum getur því sveiflast um 80°C á einum sólarhring.

Tadrart Acacus, eyðimerkursvæði í Líbíu sem er hluti af Sahara-eyðimörkinni.

Allar eyðimerkur á jörðinni hafa einstök landslagseinkenni og gróðurfar, þótt lítið sé, sem greinir eina frá annarri. Jarðfræðingar skipta eyðimörkum í fimm flokka eftir umhverfinu sem þær eru í; heittempraðar eyðimerkur, eyðimerkur í vari; strandeyðimerkur; eyðimerkur inn af meginlöndum og heimskautaeyðimerkur.

Heittempraðar eyðimerkur

Heittempraðar eyðimerkur myndast af völdum hringrásarferla í lofthjúpi jarðar. Við miðbaug, þar sem sólarljósið er sterkt og vatn gufar hratt upp úr sjónum, er loftið hlýtt og rakt. Þetta hlýja og raka loft rís upp í mikla hæð yfir miðbauginn og þenst við það út og kólnar. Þá getur loftið ekki lengur viðhaldið svo miklum raka þannig að hann þéttist og fellur í helliregni sem fæðir þykka regnskóga jarðar. Þurra loftið hátt í veðrahvolfinu streymir norður eða suður. Þegar þetta loft er milli 20. og 30. breiddargráðu – á svæði á jarðkringlunni sem kallast heittempraða eða hlýtempraða beltið – er það orðið nógu svalt og þétt til þess að falla niður að yfirborðinu. Þar sem loftið er þurrt myndast sárafá eða engin ský og sterkt sólarljósið kemst óhindrað niður að yfirborðinu. Loftið sem sekkur er þurrt og þéttist og hitnar og dregur í leiðinni í sig allan raka sem er til staðar. Á svæðum þar sem þetta loft leitar til baka að miðbaug er uppgufunin umtalsvert meiri en regnmagnið. Dæmi: Sahara, Arabíueyðimörkin, Kalaharí og Ástralska eyðimörkin.

Sandöldur í Rub' al Khali-eyðimörkinni á Arabíuskaganum.

Eyðimerkur í vari (regnskugga)

Þegar loft flyst yfir sjó í átt að fjallgarði við strandlengju rís loftið upp yfir fjöllin. Þegar loftið rís, þenst það út og kólnar. Við það þéttist rakinn sem loftið inniheldur og fellur sem regn hafmegin fjalla sem oft eru þá gróskumikil svæði. Þegar loftið nær yfir fjöll og innar í landið er svo til allur raki horfinn úr því með þeim afleiðingum að var (regnskuggi) myndast hlémegin og landið þar undir verður eyðimörk.

Þetta má til dæmis sjá á Spáni þar sem Kantabríafjöllin skipta landinu í raun í gróinn hluta og þurrkasvæði. Á norðurhlíðar Kantabríafjallanna fellur talsvert regn frá Biskaja-flóa á meðan suðurhlíðarnar eru í vari. Á Íberíuskaga eru áhrifin mest á Almeria, Murcia og Alicante (vinsælir sumardvalarstaðir Íslendinga) en þetta eru svæði þar sem meðalúrkoma er um 30 cm á ári og eru þetta meðal þurrustu staða í Evrópu. Önnur dæmi eru Mojave og Dauðadalur í Bandaríkjunum.

Dauðadalur í austurhluta Kaliforníu er þurrasti og heitasti staðurinn í Bandaríkjunum.

Strandeyðimerkur

Þegar kaldur hafstraumur kælir loftið fyrir ofan með því að draga í sig varma úr loftinu, minnkar geta loftsins til að viðhalda raka, og strandeyðimörk myndast. Sem dæmi ber kaldi Humboldt-hafstraumurinn með sér kalt vatn í norðurátt frá Suðurheimskautinu að vesturströnd Suður-Ameríku og dregur í leiðinni í sig vatn frá golu sem blæs austur yfir ströndina. Þar af leiðandi fellur regn sjaldan inni í landi í Síle og Perú þótt alskýjað og rigning geti verið við sjávarsíðuna. Regn fellur svo til aldrei inni í landinu og veldur því að þetta svæði, Atacama-eyðimörkin, er eitt þurrasta svæði veraldar og raunar þurrasta eyðimörk jarðar. Á hluta þessarar mjóu eyðimerkur (innan við 200 km breið), sem liggur milli Kyrrhafsstrandarinnar í vestri og Andesfjallanna í austri, féll ekkert regn í 400 ár eða milli 1570 og 1971. Þar sem Atacama-eyðimörkin er mjög þurr og þar mjög oft heiðríkja byggja stjörnufræðingar stærstu stjörnusjónauka heims þar.

ALMA-stjörnustöðin í 5.100 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum í norðanverðri Atacama-eyðimörkinni í Síle, einum þurrasta stað jarðar.

Eyðimerkur inn af meginlöndum

Þegar loftmassi færist yfir meginland glatar hann raka með regni, jafnvel þótt engin strandfjöll séu til staðar. Þar af leiðandi hefur loftmassinn þornað ærlega upp þegar hann nær inn í sérstaklega stórt meginland eins og Asíu með þeim afleiðingum að landið fyrir neðan verður þurrt. Stærsta dæmið um slíka meginlandseyðimörk er Góbíeyðimörkin í Mið-Asíu sem er í yfir 2000 km fjarlægð frá næsta úthafi.

Heimskautaeyðimerkur

Á heimskautasvæði jarðar fellur svo lítið regn að þessi svæði eru í raun þurrkasvæði. Heimskautasvæðin eru að hluta til þurr af sömu ástæðu og heittempruðu svæðin eru þurr (hringrás loftsins þýðir að loft sem flæðir yfir þessi svæði er þurrt) og einnig að hluta af sömu ástæðu og strandsvæði við kalda hafstrauma eru þurr (kalt loft heldur illa raka). Suðurheimskautið er stærsta eyðimörk jarðar því þar fellur aldrei regn og er það meðal þurrustu staða veraldar.

Suðurskautslandið er stærsta eyðimörk jarðarinnar.

Myndir:


Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um eyðimerkur sem er að finna á Stjörnufræðivefnum og birtur hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda vefsins.

...