Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?

Helga Hafliðadóttir

Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en um opinber mál lög nr. 19/1991.

Við meðferð einkamála gilda ákveðnar meginreglur sem málsaðilum ber að fara eftir. Ein þeirra er um málsforræði og hún kveður á um að sá sem höfðar mál hefur forræði á ágreiningsefnum og sönnunarfærslu. Málshefjandi heldur fram ákveðnum málavöxtum eða staðhæfingu, sem hinn stefndi mótmælir. Það er hlutverk málshefjanda að sanna staðhæfinguna eða málavexti og takist það ekki verður hann að sæta því að fullyrðingar hans verði taldar ósannaðar við úrlausn málsins. Það er því mikilvægt að aðilar fái að birta fyrir dómi þau sönnunargögn sem þeir telja að varpi ljósi á hið umdeilda atvik. Sönnunarfærsla aðila er frjáls, en hún verður þó að vera innan skynsamlegra marka.

Sjálfræði aðila um það hvernig sönnun er háttað í hverju tilviki eru þó settar vissar skorður. Í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 eru tæmandi ákvæði um það hvers konar sönnunargögnum megi beita í einkamáli. Annar þáttur laganna fjallar um sönnun og sönnunargögn, og þar kemur fram að sönnunargögn geti verið: Skýrslugjöf aðila eða vitna fyrir dómi, matsgerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn.

Í 3. mgr. 46. gr. í lögum um meðferð einkamála koma fram ákveðnar skorður við hinu frjálsa sönnunarmati, en þar segir:
Ef dómari telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar getur hann meinað aðila um sönnunarfærslu.
Aðila er því ekki heimilt að reyna að færa sönnur á eitthvað sem er óþarft og tilgangslaust. Einnig hafa dómarar heimild til að benda aðila á að beina sönnunarfærslu sinni annað, ef þeim finnst sú aðferð sem aðili notar við sönnunarfærsluna ekki varpa ljósi á atriði málsins.

Þegar litið er til þess hver séu gild sönnunargögn við meðferð einkamála er ljóst að ljósmyndir falla undir sýnileg sönnunargögn og hafa því fullt gildi til sönnunar, nema ofangreindar takmarkanir, sem koma fram í 46. gr., eigi við.

Við meðferð opinbera mála gilda aðrar reglur um sönnunargögn. Þar er ekki að finna sömu takmarkanir á sönnunarfærslu og í einkamálum. Í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 kemur fram í 45. gr.:
Sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu.

Það er því á ábyrgð ákæruvaldsins að afla allra nauðsynlegra sönnunargagna til að reyna að sanna sekt sakbornings.
Í IX. kafla laganna er fjallað um rannsókn á málum. Þar segir í 68. gr.:
Rannsaka skal og afla allra tiltækra gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli, leita þess sem grunaður er um brot, finna sjónarvotta og aðra sem ætla má að borið geti vitni, svo og að hafa upp á sýnilegum sönnunargögnum og munum sem hald skal leggja á skv. X. kafla. Þá skal rannsaka vettvang ef við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að vera eftir brot.
Samkvæmt greininni er því ákæruvaldinu veitt heimild til að færa til sönnunar í máli, öll hugsanleg gögn sem varpað geta ljósi á þann atburð sem sanna þarf. Geti ljósmyndir gert það, er því heimilt að nota þær sem sönnunargögn fyrir dómi. Benda má á að oft er stuðst við upptökur eða myndir úr eftirlitsmyndavélum, þegar verið er að reyna að sanna atburð.

Rétt er að benda á að gagnaðili getur vefengt áreiðanleika ljósmynda ef hann telur að myndunum hafi verið breytt á einhvern hátt eða að þær séu falsaðar.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.11.2005

Spyrjandi

Guðbrandur Benediktsson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum? “ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2005. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5407.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 15. nóvember). Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5407

Helga Hafliðadóttir. „Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum? “ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2005. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en um opinber mál lög nr. 19/1991.

Við meðferð einkamála gilda ákveðnar meginreglur sem málsaðilum ber að fara eftir. Ein þeirra er um málsforræði og hún kveður á um að sá sem höfðar mál hefur forræði á ágreiningsefnum og sönnunarfærslu. Málshefjandi heldur fram ákveðnum málavöxtum eða staðhæfingu, sem hinn stefndi mótmælir. Það er hlutverk málshefjanda að sanna staðhæfinguna eða málavexti og takist það ekki verður hann að sæta því að fullyrðingar hans verði taldar ósannaðar við úrlausn málsins. Það er því mikilvægt að aðilar fái að birta fyrir dómi þau sönnunargögn sem þeir telja að varpi ljósi á hið umdeilda atvik. Sönnunarfærsla aðila er frjáls, en hún verður þó að vera innan skynsamlegra marka.

Sjálfræði aðila um það hvernig sönnun er háttað í hverju tilviki eru þó settar vissar skorður. Í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 eru tæmandi ákvæði um það hvers konar sönnunargögnum megi beita í einkamáli. Annar þáttur laganna fjallar um sönnun og sönnunargögn, og þar kemur fram að sönnunargögn geti verið: Skýrslugjöf aðila eða vitna fyrir dómi, matsgerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn.

Í 3. mgr. 46. gr. í lögum um meðferð einkamála koma fram ákveðnar skorður við hinu frjálsa sönnunarmati, en þar segir:
Ef dómari telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar getur hann meinað aðila um sönnunarfærslu.
Aðila er því ekki heimilt að reyna að færa sönnur á eitthvað sem er óþarft og tilgangslaust. Einnig hafa dómarar heimild til að benda aðila á að beina sönnunarfærslu sinni annað, ef þeim finnst sú aðferð sem aðili notar við sönnunarfærsluna ekki varpa ljósi á atriði málsins.

Þegar litið er til þess hver séu gild sönnunargögn við meðferð einkamála er ljóst að ljósmyndir falla undir sýnileg sönnunargögn og hafa því fullt gildi til sönnunar, nema ofangreindar takmarkanir, sem koma fram í 46. gr., eigi við.

Við meðferð opinbera mála gilda aðrar reglur um sönnunargögn. Þar er ekki að finna sömu takmarkanir á sönnunarfærslu og í einkamálum. Í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 kemur fram í 45. gr.:
Sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu.

Það er því á ábyrgð ákæruvaldsins að afla allra nauðsynlegra sönnunargagna til að reyna að sanna sekt sakbornings.
Í IX. kafla laganna er fjallað um rannsókn á málum. Þar segir í 68. gr.:
Rannsaka skal og afla allra tiltækra gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli, leita þess sem grunaður er um brot, finna sjónarvotta og aðra sem ætla má að borið geti vitni, svo og að hafa upp á sýnilegum sönnunargögnum og munum sem hald skal leggja á skv. X. kafla. Þá skal rannsaka vettvang ef við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að vera eftir brot.
Samkvæmt greininni er því ákæruvaldinu veitt heimild til að færa til sönnunar í máli, öll hugsanleg gögn sem varpað geta ljósi á þann atburð sem sanna þarf. Geti ljósmyndir gert það, er því heimilt að nota þær sem sönnunargögn fyrir dómi. Benda má á að oft er stuðst við upptökur eða myndir úr eftirlitsmyndavélum, þegar verið er að reyna að sanna atburð.

Rétt er að benda á að gagnaðili getur vefengt áreiðanleika ljósmynda ef hann telur að myndunum hafi verið breytt á einhvern hátt eða að þær séu falsaðar. ...