Sólin Sólin Rís 10:11 • sest 17:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:30 • Sest 08:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 14:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:50 • Síðdegis: 21:09 í Reykjavík

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Guðrún Nína Petersen

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður til að rísa yfir þann kaldari. Það gerist vegna þess að kalt loft hefur meiri eðlisþyngd en hlýtt loft. Þegar hlýja loftið rís kólnar það.

Ef hlýi og raki loftmassinn kólnar nógu mikið þéttist vatnsgufan í honum og skýjadropar eða ískristallar myndast. Ef loftið er þvingað til að rísa meira, og heldur því áfram að kólna, þéttist meiri vatnsgufa og droparnir eða ískristallarnir stækka. Að lokum eru þeir orðnir það þungir að loftið getur ekki borið þá lengur og þeir taka að falla til jarðar. Það þýðir þó ekki endilega að það rigni eða snjói því úrkoman getur hreinlega gufað upp á leiðinni niður.Meirihluti þeirra regndropa sem falla til jarðar á Íslandi er ískristallar sem hafa bráðnað á leiðinni til jarðar. Vissulega eru ský við Ísland oft hlýrri en frostmark, en það rignir ekki teljandi úr þeim. Í hitabeltinu er aftur á móti algengt að regndropar myndist án þess að vatnið frjósi fyrst í ískristöllum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: BBC. Einfölduð og íslenskuð af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 23. 4. 2010.

Höfundur

Guðrún Nína Petersen

veðurfræðingur

Útgáfudagur

26.4.2010

Spyrjandi

Ívar Máni Garðarsson

Tilvísun

Guðrún Nína Petersen. „Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2010. Sótt 31. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=54221.

Guðrún Nína Petersen. (2010, 26. apríl). Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54221

Guðrún Nína Petersen. „Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2010. Vefsíða. 31. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54221>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?
Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður til að rísa yfir þann kaldari. Það gerist vegna þess að kalt loft hefur meiri eðlisþyngd en hlýtt loft. Þegar hlýja loftið rís kólnar það.

Ef hlýi og raki loftmassinn kólnar nógu mikið þéttist vatnsgufan í honum og skýjadropar eða ískristallar myndast. Ef loftið er þvingað til að rísa meira, og heldur því áfram að kólna, þéttist meiri vatnsgufa og droparnir eða ískristallarnir stækka. Að lokum eru þeir orðnir það þungir að loftið getur ekki borið þá lengur og þeir taka að falla til jarðar. Það þýðir þó ekki endilega að það rigni eða snjói því úrkoman getur hreinlega gufað upp á leiðinni niður.Meirihluti þeirra regndropa sem falla til jarðar á Íslandi er ískristallar sem hafa bráðnað á leiðinni til jarðar. Vissulega eru ský við Ísland oft hlýrri en frostmark, en það rignir ekki teljandi úr þeim. Í hitabeltinu er aftur á móti algengt að regndropar myndist án þess að vatnið frjósi fyrst í ískristöllum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: BBC. Einfölduð og íslenskuð af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 23. 4. 2010.

...