Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?

Guðrún Nína Petersen

Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti.

Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýjalag liggur ofar öðru eða einstök ský eru á stangli undir lagi sem þekur meirihluta himinsins.

Skýjum er að jafnaði skipt upp í flokka eftir hæð; háský, miðský og lágský. Í þessum flokkum eru ský sem geta haft mun meiri lárétta útbreiðslu en lóðrétta, það er þau eru tiltölulega þunn miðað við útbreiðslu. Auk þessarar flokkunar eru svo tvær skýjategundir sem geta verið svo þykkar að þær ná yfir meira en eitt hæðarbil, svokölluð háreist ský. Sem dæmi um ský má nefna bliku (cirrostratus – háský), grábliku (altostratus - miðský), flákaský (stratocumulus - lágský) og skúraklakka (cumulonimbus).



Skúraský eða skúraklakkur yfir Mývatnssveit að sumarlagi fyrir nokkrum árum.

Bent skal á að á latínu bera hæðaskiptu skýin öll nöfn sem segir til um að þau eru lagský (stratus=lag, flatur). Ský með töluverða lóðrétta hreyfingu bera sömuleiðis latnesk nöfn sem gefa til kynna óreglulegt útlit (cumulus=hrúga).

Rétt er að taka fram að skýjaflokkunin tilgreinir eingöngu helstu flokkana, ský geta að sjálfsögðu tekið á sig form sem er samblanda af þessum flokkum. Ef skýin hafa einkenni mikillar lóðréttrar hreyfingar, eins og bólstraský og netjuský (altocumulus), er fremur auðvelt að greina eitt ský frá öðru. Eins er það þægilegt þegar ský eru í mismikilli hæð, til dæmis þegar sést í netjuský í gegnum brotna skýjahulu af flákaskýjum, eða að yfir bólstraskýjum er netjuskýjabreiða. Í öðrum tilvikum getur verið mjög erfitt að greina hvar eitt ský endar og annað tekur við. Sem dæmi má nefna þegar þykknar upp. Þá kemur blika í kjölfar klósiga (cirrus), því næst gráblika og á endanum regnþykkni. Hvar draga skal mörkin milli skýjaflokka getur í þessum tilvikum verið erfitt.

Það rignir eða snjóar ekki úr hvaða skýjum sem er heldur einungis úr regnþykkni (nimbostratus) og skúraskýjum (cumulonimbus). Yfirleitt er þó ekki talað um rigningu og snjókomu frá skúraskýjum heldur skúrir og él.

Skúraský eru að jafnaði stök og því auðvelt að sjá hvert ský fyrir sig. Ef skúraský er mjög umfangsmikið að ofan, með stóran steðja, getur hæglega komið úrkoma úr efri hluta skýsins án þess að rigni samtímis úr neðri hlutanum.

Regnþykkni eru aftur á móti flöt ský og geta hulið allan himininn, séð frá jörðu. Regnþykkni getur verið þykkt og úr því fellur bæði samfelld úrkoma eða úrkoma með uppstyttum. Oft er erfitt að sjá, án háloftaathugana, flugathugana eða veðurtunglamynda, hve þykkt regnþykknið er og hvort annað lag regnþykknis leynist ofan við neðsta lag þykknisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getur rignt út tveimur skýjalögum á sama tíma? Það er, ef ský eru mishátt á himni, getur þá rignt úr bæði efri og neðri lögum samtímis?

Höfundur

Guðrún Nína Petersen

veðurfræðingur

Útgáfudagur

15.4.2010

Spyrjandi

Þórarinn Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Nína Petersen. „Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55157.

Guðrún Nína Petersen. (2010, 15. apríl). Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55157

Guðrún Nína Petersen. „Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55157>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti.

Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýjalag liggur ofar öðru eða einstök ský eru á stangli undir lagi sem þekur meirihluta himinsins.

Skýjum er að jafnaði skipt upp í flokka eftir hæð; háský, miðský og lágský. Í þessum flokkum eru ský sem geta haft mun meiri lárétta útbreiðslu en lóðrétta, það er þau eru tiltölulega þunn miðað við útbreiðslu. Auk þessarar flokkunar eru svo tvær skýjategundir sem geta verið svo þykkar að þær ná yfir meira en eitt hæðarbil, svokölluð háreist ský. Sem dæmi um ský má nefna bliku (cirrostratus – háský), grábliku (altostratus - miðský), flákaský (stratocumulus - lágský) og skúraklakka (cumulonimbus).



Skúraský eða skúraklakkur yfir Mývatnssveit að sumarlagi fyrir nokkrum árum.

Bent skal á að á latínu bera hæðaskiptu skýin öll nöfn sem segir til um að þau eru lagský (stratus=lag, flatur). Ský með töluverða lóðrétta hreyfingu bera sömuleiðis latnesk nöfn sem gefa til kynna óreglulegt útlit (cumulus=hrúga).

Rétt er að taka fram að skýjaflokkunin tilgreinir eingöngu helstu flokkana, ský geta að sjálfsögðu tekið á sig form sem er samblanda af þessum flokkum. Ef skýin hafa einkenni mikillar lóðréttrar hreyfingar, eins og bólstraský og netjuský (altocumulus), er fremur auðvelt að greina eitt ský frá öðru. Eins er það þægilegt þegar ský eru í mismikilli hæð, til dæmis þegar sést í netjuský í gegnum brotna skýjahulu af flákaskýjum, eða að yfir bólstraskýjum er netjuskýjabreiða. Í öðrum tilvikum getur verið mjög erfitt að greina hvar eitt ský endar og annað tekur við. Sem dæmi má nefna þegar þykknar upp. Þá kemur blika í kjölfar klósiga (cirrus), því næst gráblika og á endanum regnþykkni. Hvar draga skal mörkin milli skýjaflokka getur í þessum tilvikum verið erfitt.

Það rignir eða snjóar ekki úr hvaða skýjum sem er heldur einungis úr regnþykkni (nimbostratus) og skúraskýjum (cumulonimbus). Yfirleitt er þó ekki talað um rigningu og snjókomu frá skúraskýjum heldur skúrir og él.

Skúraský eru að jafnaði stök og því auðvelt að sjá hvert ský fyrir sig. Ef skúraský er mjög umfangsmikið að ofan, með stóran steðja, getur hæglega komið úrkoma úr efri hluta skýsins án þess að rigni samtímis úr neðri hlutanum.

Regnþykkni eru aftur á móti flöt ský og geta hulið allan himininn, séð frá jörðu. Regnþykkni getur verið þykkt og úr því fellur bæði samfelld úrkoma eða úrkoma með uppstyttum. Oft er erfitt að sjá, án háloftaathugana, flugathugana eða veðurtunglamynda, hve þykkt regnþykknið er og hvort annað lag regnþykknis leynist ofan við neðsta lag þykknisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getur rignt út tveimur skýjalögum á sama tíma? Það er, ef ský eru mishátt á himni, getur þá rignt úr bæði efri og neðri lögum samtímis?
...