Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara.

Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatnsdropunum í skýjunum er eiginlegt að falla til jarðar en mótstaða loftsins veldur því að þeir falla hægt miðað við loftið meðan þeir eru smáir og kunna að vera kyrrir eða á uppleið miðað við jörðina. Í skýi sem breytist hægt eru nýir dropar að myndast í sífellu í stað þeirra sem kunna að falla niður að neðri mörkum þess og gufa þar upp. Skýið breytist hins vegar í regnský ef droparnir verða nógu stórir til að gufa ekki upp þegar þeir koma niður úr skýinu og jafnframt til að falla nógu hratt miðað við uppstreymi loftsins.

Ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara.

Vatnsdroparnir í skýinu eru í jafnvægi við umhverfi sitt, þó að það sé að vísu í flóknara lagi eins og hér var lýst. Þetta jafnvægi er svo viðkvæmt að droparnir geta ekki haldið uppi aðskotahlutum, nema þá þeim sem væru léttari í sér en sú blanda lofts og vatns sem hluturinn mundi ryðja frá sér, samanber loftbelgi og blöðrur. En reyndar er enginn fjarstæða að segja að maður sem er í loftbelg inni í skýi standi í rauninni á skýinu.

Mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2000

Spyrjandi

Agnes Þorkelsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum? “ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2000. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1159.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2000, 23. nóvember). Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1159

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum? “ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2000. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1159>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?
Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara.

Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatnsdropunum í skýjunum er eiginlegt að falla til jarðar en mótstaða loftsins veldur því að þeir falla hægt miðað við loftið meðan þeir eru smáir og kunna að vera kyrrir eða á uppleið miðað við jörðina. Í skýi sem breytist hægt eru nýir dropar að myndast í sífellu í stað þeirra sem kunna að falla niður að neðri mörkum þess og gufa þar upp. Skýið breytist hins vegar í regnský ef droparnir verða nógu stórir til að gufa ekki upp þegar þeir koma niður úr skýinu og jafnframt til að falla nógu hratt miðað við uppstreymi loftsins.

Ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara.

Vatnsdroparnir í skýinu eru í jafnvægi við umhverfi sitt, þó að það sé að vísu í flóknara lagi eins og hér var lýst. Þetta jafnvægi er svo viðkvæmt að droparnir geta ekki haldið uppi aðskotahlutum, nema þá þeim sem væru léttari í sér en sú blanda lofts og vatns sem hluturinn mundi ryðja frá sér, samanber loftbelgi og blöðrur. En reyndar er enginn fjarstæða að segja að maður sem er í loftbelg inni í skýi standi í rauninni á skýinu.

Mynd:...