Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Upphaflega var fyrirspurnin svona:

Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika.

Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flugur þar sem gert var úr honum flugnaeitur. Sá á myndinni er frekar ungur og enn ekki búinn að rétta úr hattinum.


Ungur berserkjasveppur.

Berserkjasveppurinn er mjög tignarlegur og rauður hatturinn, sem oftast er skreyttur hvítum doppum, er mjög áberandi. Eftirmyndir hans eru notaðar til skrauts um jólin. Hann myndar svepprót með trjám og er mjög útbreiddur um skóga á Vesturlandi og finnst hér og þar í skógum og kjarri um allt land. Hann myndar aldin frekar seint á sumrin eða á haustin. Berserkjasveppurinn er eitraður og í honum finnast að minnsta kosti þrenns konar eiturefni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Höfundur

sveppafræðingur, Náttúrufræðistofnun, Akureyrarsetri

Útgáfudagur

13.10.2005

Spyrjandi

Ólafur Jóhannesson

Tilvísun

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Hvaða sveppur er á þessari mynd?“ Vísindavefurinn, 13. október 2005, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5326.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. (2005, 13. október). Hvaða sveppur er á þessari mynd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5326

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Hvaða sveppur er á þessari mynd?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2005. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5326>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða sveppur er á þessari mynd?
Upphaflega var fyrirspurnin svona:

Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika.

Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flugur þar sem gert var úr honum flugnaeitur. Sá á myndinni er frekar ungur og enn ekki búinn að rétta úr hattinum.


Ungur berserkjasveppur.

Berserkjasveppurinn er mjög tignarlegur og rauður hatturinn, sem oftast er skreyttur hvítum doppum, er mjög áberandi. Eftirmyndir hans eru notaðar til skrauts um jólin. Hann myndar svepprót með trjám og er mjög útbreiddur um skóga á Vesturlandi og finnst hér og þar í skógum og kjarri um allt land. Hann myndar aldin frekar seint á sumrin eða á haustin. Berserkjasveppurinn er eitraður og í honum finnast að minnsta kosti þrenns konar eiturefni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

...